Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. maí 2025 20:02 220 kettir eru í húsnæði Villikatta. vísir Dýraverndunarfélagið Villikettir leitar nú logandi ljósi að nýjum fósturheimilum sem geta veitt hræddum kisum öruggt húsaskjól. Fréttastofa kíkti í heimsókn í eitt af kisukotum þeirra í Hafnarfirði þar sem hvert herbergi innihélt fjölmargar kisur. Í klippunni hér fyrir neðan má sjá ketti sem bráðvantar fósturheimili. Hálfgert neyðarástand ríkir hjá dýraverndunarfélaginu Villikettir og öll kot þeirra stútfull. 220 kettir víða um land Yfir 220 kettir eru á skrá hjá félaginu í húsnæði víða um land og kemur brátt að því að ekki verði lengur hægt að bjarga villi- og vergangsköttum. Samtökin hafa því sent frá sér ákall og er biðlað til fólks að taka að sér kisur í fóstur. Ásdís Erla Valdórsdóttir, kotstýra í Hafnarfirði, segir stöðuna sérstaklega slæma í ár þó að húsnæði þeirra fyllist á hverju ári. „Þetta hefur ekki gerst svona snemma á árinu. Yfirleitt er það í júlí, ágúst sem er hápunkturinn hjá okkur. Núna er það í lok maí. Staðan er bara að eftir nokkra daga þá verðum við bara að segja nei. Við getum ekki tekið við kisum sem slasast, tekið inn villinga. Stundum er verið að skila kisum þar sem það hefur ekki gengið upp. Þannig að það er bara fullt.“ Talsvert fleiri nýir kettir á vergangi í ár Ásdís minnir á að margt smátt geri eitt stórt. „Við erum að fá styrki Það er verið að gefa okkur mat, bæli, pening upp í dýralæknakostnað, það fara náttúrulega allir til dýralæknis. Við þiggjum allt, helst fósturheimili.“ Hjá þeim eru meðal annars heimiliskettir sem eru án eigenda sökum andláts eða flutninga, villikettir sem hafa misst skjólsvæði sín vegna framkvæmda og vergangskettir sem hafa týnst. Um 130 nýir kettir hafa verið skráðir frá áramótum sem eru 30 fleiri en á síðasta ári. Ásdís hvetur fólk til að örmerkja og gelda kettina sína. „Eins og kettlingarnir eru rosalega sætir þá stækka þeir og fara að fjölga sér. Það er líka óábyrgt að vera með hálfgerða kettlingamillu þar sem sama læðan er að eignast aftur og aftur kettlinga. Við erum með yfir 30 kettlinga og það eru fullt af kettlingum að fæðast, svo að já.. við erum búin.“ Kettir Dýr Gæludýr Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Í klippunni hér fyrir neðan má sjá ketti sem bráðvantar fósturheimili. Hálfgert neyðarástand ríkir hjá dýraverndunarfélaginu Villikettir og öll kot þeirra stútfull. 220 kettir víða um land Yfir 220 kettir eru á skrá hjá félaginu í húsnæði víða um land og kemur brátt að því að ekki verði lengur hægt að bjarga villi- og vergangsköttum. Samtökin hafa því sent frá sér ákall og er biðlað til fólks að taka að sér kisur í fóstur. Ásdís Erla Valdórsdóttir, kotstýra í Hafnarfirði, segir stöðuna sérstaklega slæma í ár þó að húsnæði þeirra fyllist á hverju ári. „Þetta hefur ekki gerst svona snemma á árinu. Yfirleitt er það í júlí, ágúst sem er hápunkturinn hjá okkur. Núna er það í lok maí. Staðan er bara að eftir nokkra daga þá verðum við bara að segja nei. Við getum ekki tekið við kisum sem slasast, tekið inn villinga. Stundum er verið að skila kisum þar sem það hefur ekki gengið upp. Þannig að það er bara fullt.“ Talsvert fleiri nýir kettir á vergangi í ár Ásdís minnir á að margt smátt geri eitt stórt. „Við erum að fá styrki Það er verið að gefa okkur mat, bæli, pening upp í dýralæknakostnað, það fara náttúrulega allir til dýralæknis. Við þiggjum allt, helst fósturheimili.“ Hjá þeim eru meðal annars heimiliskettir sem eru án eigenda sökum andláts eða flutninga, villikettir sem hafa misst skjólsvæði sín vegna framkvæmda og vergangskettir sem hafa týnst. Um 130 nýir kettir hafa verið skráðir frá áramótum sem eru 30 fleiri en á síðasta ári. Ásdís hvetur fólk til að örmerkja og gelda kettina sína. „Eins og kettlingarnir eru rosalega sætir þá stækka þeir og fara að fjölga sér. Það er líka óábyrgt að vera með hálfgerða kettlingamillu þar sem sama læðan er að eignast aftur og aftur kettlinga. Við erum með yfir 30 kettlinga og það eru fullt af kettlingum að fæðast, svo að já.. við erum búin.“
Kettir Dýr Gæludýr Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira