Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. maí 2025 21:01 Horft yfir Langjökul. vísir/RAX Snjósöfnun á Vatnajökli í vetur var heldur rýrari en á meðalári og hopar jökullinn um 70 sentímetra á ári. Staðan í Langjökli er enn verri og á hann einungis um eina öld eftir að sögn verkefnastjóra í jöklafræði. Veturinn hafi verið óvenjulegur. Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands héldu á dögunum í leiðangur á Vatnajökul og Langjökul til að mæla snjósöfnun þar yfir veturinn. Árlega er haldið í slíka ferð til að leggja mat á afkomu þeirra. Engin snjósöfnun fyrir áramót Finnur Pálsson, verkefnastjóri í jöklafræði við Jarðvísindastofnun, segir mælingarnar sýna fram á mjög óvenjulegan vetur. „Við förum þarna um allan jökulinn og borum kjarna í gegnum snjólagið og vigtum hann til að vita hve mikið ígildi vatns þetta er á hverjum punkti fyrir sig. Í grófum dráttum vitum við að þessi vetur var mjög óvanalegur í snjósöfnun. Það var lítil snjósöfnun eða engin víðast hvar á jöklinum fyrir áramót. Í janúar febrúar, mars og apríl var þetta nokkurn veginn normal. Afkoman á Vatnajökli sé heldur rýrari en á meðalári og nemur um tuttugu sentímetrum af tveimur metrum í þykkt vatnslags. Það fari allt eftir sumrinu hvaða þýðingu það muni hafa fyrir jöklabúskapinn. Á síðustu 20 til 30 árum hefur jökullinn verið að rýrna um 60 til 70 sentímetra á ári. „Nú verðum við að vera bjartsýn og horfandi hérna upp í bláan himinn. Og vonast eftir góðu sumri. Þá eru þetta heldur daprar fréttir fyrir jökulinn.“ Minnkar um 1,5 metra á ári Staðan sé jafnvel verri í Langjökli sem tapar um 1,5 metra af þykkt sinni á ári og á því ekki ýkja mörg ár eftir. „Með einfaldri algebru er hægt að segja, því hann er kannski 200 metra þykkur. Þá getur maður deilt bara með einum og hálfum metra upp í 200 og það kemur einhver tala upp úr því, hundrað ár kannski.“ Aðgerðir í loftslagsmálum mældist minnst mikilvægast af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í nýlegri íslenskri rannsókn eftir að hafa mælst mikilvægast fyrir fjórum árum. Finnur segist harma þessa þróun. Skýr merki um loftslagsbreytingar blasi við í mælingum þeirra. „Við vitum alveg af hverju það eru að bráðna jöklar út um allan heim. Ísland er bara eitt dæmi.“ Loftslagsmál Jöklar á Íslandi Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mómæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira
Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands héldu á dögunum í leiðangur á Vatnajökul og Langjökul til að mæla snjósöfnun þar yfir veturinn. Árlega er haldið í slíka ferð til að leggja mat á afkomu þeirra. Engin snjósöfnun fyrir áramót Finnur Pálsson, verkefnastjóri í jöklafræði við Jarðvísindastofnun, segir mælingarnar sýna fram á mjög óvenjulegan vetur. „Við förum þarna um allan jökulinn og borum kjarna í gegnum snjólagið og vigtum hann til að vita hve mikið ígildi vatns þetta er á hverjum punkti fyrir sig. Í grófum dráttum vitum við að þessi vetur var mjög óvanalegur í snjósöfnun. Það var lítil snjósöfnun eða engin víðast hvar á jöklinum fyrir áramót. Í janúar febrúar, mars og apríl var þetta nokkurn veginn normal. Afkoman á Vatnajökli sé heldur rýrari en á meðalári og nemur um tuttugu sentímetrum af tveimur metrum í þykkt vatnslags. Það fari allt eftir sumrinu hvaða þýðingu það muni hafa fyrir jöklabúskapinn. Á síðustu 20 til 30 árum hefur jökullinn verið að rýrna um 60 til 70 sentímetra á ári. „Nú verðum við að vera bjartsýn og horfandi hérna upp í bláan himinn. Og vonast eftir góðu sumri. Þá eru þetta heldur daprar fréttir fyrir jökulinn.“ Minnkar um 1,5 metra á ári Staðan sé jafnvel verri í Langjökli sem tapar um 1,5 metra af þykkt sinni á ári og á því ekki ýkja mörg ár eftir. „Með einfaldri algebru er hægt að segja, því hann er kannski 200 metra þykkur. Þá getur maður deilt bara með einum og hálfum metra upp í 200 og það kemur einhver tala upp úr því, hundrað ár kannski.“ Aðgerðir í loftslagsmálum mældist minnst mikilvægast af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í nýlegri íslenskri rannsókn eftir að hafa mælst mikilvægast fyrir fjórum árum. Finnur segist harma þessa þróun. Skýr merki um loftslagsbreytingar blasi við í mælingum þeirra. „Við vitum alveg af hverju það eru að bráðna jöklar út um allan heim. Ísland er bara eitt dæmi.“
Loftslagsmál Jöklar á Íslandi Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mómæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira