Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. maí 2025 21:01 Horft yfir Langjökul. vísir/RAX Snjósöfnun á Vatnajökli í vetur var heldur rýrari en á meðalári og hopar jökullinn um 70 sentímetra á ári. Staðan í Langjökli er enn verri og á hann einungis um eina öld eftir að sögn verkefnastjóra í jöklafræði. Veturinn hafi verið óvenjulegur. Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands héldu á dögunum í leiðangur á Vatnajökul og Langjökul til að mæla snjósöfnun þar yfir veturinn. Árlega er haldið í slíka ferð til að leggja mat á afkomu þeirra. Engin snjósöfnun fyrir áramót Finnur Pálsson, verkefnastjóri í jöklafræði við Jarðvísindastofnun, segir mælingarnar sýna fram á mjög óvenjulegan vetur. „Við förum þarna um allan jökulinn og borum kjarna í gegnum snjólagið og vigtum hann til að vita hve mikið ígildi vatns þetta er á hverjum punkti fyrir sig. Í grófum dráttum vitum við að þessi vetur var mjög óvanalegur í snjósöfnun. Það var lítil snjósöfnun eða engin víðast hvar á jöklinum fyrir áramót. Í janúar febrúar, mars og apríl var þetta nokkurn veginn normal. Afkoman á Vatnajökli sé heldur rýrari en á meðalári og nemur um tuttugu sentímetrum af tveimur metrum í þykkt vatnslags. Það fari allt eftir sumrinu hvaða þýðingu það muni hafa fyrir jöklabúskapinn. Á síðustu 20 til 30 árum hefur jökullinn verið að rýrna um 60 til 70 sentímetra á ári. „Nú verðum við að vera bjartsýn og horfandi hérna upp í bláan himinn. Og vonast eftir góðu sumri. Þá eru þetta heldur daprar fréttir fyrir jökulinn.“ Minnkar um 1,5 metra á ári Staðan sé jafnvel verri í Langjökli sem tapar um 1,5 metra af þykkt sinni á ári og á því ekki ýkja mörg ár eftir. „Með einfaldri algebru er hægt að segja, því hann er kannski 200 metra þykkur. Þá getur maður deilt bara með einum og hálfum metra upp í 200 og það kemur einhver tala upp úr því, hundrað ár kannski.“ Aðgerðir í loftslagsmálum mældist minnst mikilvægast af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í nýlegri íslenskri rannsókn eftir að hafa mælst mikilvægast fyrir fjórum árum. Finnur segist harma þessa þróun. Skýr merki um loftslagsbreytingar blasi við í mælingum þeirra. „Við vitum alveg af hverju það eru að bráðna jöklar út um allan heim. Ísland er bara eitt dæmi.“ Loftslagsmál Jöklar á Íslandi Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands héldu á dögunum í leiðangur á Vatnajökul og Langjökul til að mæla snjósöfnun þar yfir veturinn. Árlega er haldið í slíka ferð til að leggja mat á afkomu þeirra. Engin snjósöfnun fyrir áramót Finnur Pálsson, verkefnastjóri í jöklafræði við Jarðvísindastofnun, segir mælingarnar sýna fram á mjög óvenjulegan vetur. „Við förum þarna um allan jökulinn og borum kjarna í gegnum snjólagið og vigtum hann til að vita hve mikið ígildi vatns þetta er á hverjum punkti fyrir sig. Í grófum dráttum vitum við að þessi vetur var mjög óvanalegur í snjósöfnun. Það var lítil snjósöfnun eða engin víðast hvar á jöklinum fyrir áramót. Í janúar febrúar, mars og apríl var þetta nokkurn veginn normal. Afkoman á Vatnajökli sé heldur rýrari en á meðalári og nemur um tuttugu sentímetrum af tveimur metrum í þykkt vatnslags. Það fari allt eftir sumrinu hvaða þýðingu það muni hafa fyrir jöklabúskapinn. Á síðustu 20 til 30 árum hefur jökullinn verið að rýrna um 60 til 70 sentímetra á ári. „Nú verðum við að vera bjartsýn og horfandi hérna upp í bláan himinn. Og vonast eftir góðu sumri. Þá eru þetta heldur daprar fréttir fyrir jökulinn.“ Minnkar um 1,5 metra á ári Staðan sé jafnvel verri í Langjökli sem tapar um 1,5 metra af þykkt sinni á ári og á því ekki ýkja mörg ár eftir. „Með einfaldri algebru er hægt að segja, því hann er kannski 200 metra þykkur. Þá getur maður deilt bara með einum og hálfum metra upp í 200 og það kemur einhver tala upp úr því, hundrað ár kannski.“ Aðgerðir í loftslagsmálum mældist minnst mikilvægast af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í nýlegri íslenskri rannsókn eftir að hafa mælst mikilvægast fyrir fjórum árum. Finnur segist harma þessa þróun. Skýr merki um loftslagsbreytingar blasi við í mælingum þeirra. „Við vitum alveg af hverju það eru að bráðna jöklar út um allan heim. Ísland er bara eitt dæmi.“
Loftslagsmál Jöklar á Íslandi Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira