Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2025 18:27 Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir ástandið á Gasa óásættanlegt. AP/Hannah McKay Ríkisstjórn Bretlands hefur tilkynnt að viðræðum við Ísraela um fríverslunarsamning yrði hætt. Er það vegna „grimmilegra“ aðgerða Ísraela á Gasaströndinni, þar sem neyðaraðstoð eins og matvælum, vatni og lyfjum hefur ekki verið hleypt inn í ellefu vikur. Sendiherra Ísrael í Bretlandi var einnig kallaður á teppið. David Lammy, utanríkisráðherra, tilkynnti þetta í dag og sagði hann hundruð þúsunda íbúa á Gasa standa frammi fyrir því að svelta. Slíkt væri „andstyggilegt“. Ráðherrann sagði að sendiherra Ísrael yrði gert ljóst að í augum yfirvalda í Bretlandi væru aðgerðir Ísraela „grimmilegar“ og „óverjandi“. „Heimurinn dæmir þá. Sagan mun dæma þá,“ sagði Lammy á þingi í dag, samkvæmt Sky News. Hann sagði Breta vilja eiga í góðum samskiptum við Ísraela en framganga þeirra á Gasa gerði það mjög erfitt. Þetta sagði Lammy í kjölfar þess að Keir Starmer, Emmanuel Macron og Mark Carney, leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada, sendu út yfirlýsingu um að breyti Ísraelar ekki ú stefnu á Gasa verði gripið til aðgerða. Sjá einnig: Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Lammy boðaði einnig refsiaðgerðir gegn landtökumönnum á Vesturbakkanum. Foreign Secretary David Lammy announces that the Israeli ambassador has been summoned by the UK government, and negotiations over a free trade deal have been "suspended".Latest: https://t.co/qikdGClv4f📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/whLqbShYDb— Sky News (@SkyNews) May 20, 2025 Ísraelar hafa gefið töluvert í á Gasa að undanförnu og hafa boðað almennt hernám svæðisins og brottflutning Palestínumanna. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði í dag að yfirlýsing leiðtoganna þriggja væri mikill fengu fyrir Hamas-samtökin. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, sagði í viðtali við Sky að aðstæður á Gasa væru óásættanlegar. Prime Minister Sir Keir Starmer says the situation in Gaza is "intolerable and unacceptable" and humanitarian aid "needs to get in at pace".He adds that the UK is "co-ordinating" with its allies on this.Latest: https://t.co/M6LGEG1mLj📺 Sky 501, Virgin 602 and Freeview 233 pic.twitter.com/qDh6xa469E— Sky News (@SkyNews) May 20, 2025 Brýn þörf barna Þrýstingur frá bandamönnum Ísrael hefur aukist mjög á undanförnum vikum, samhliða því að Ísraelar hafa komið í veg fyrir flæði neyðaraðstoðar inn á Gasaströndina í tæpa þrjá mánuði. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna vöruðu við því í dag að þúsundir barna gætu dáið úr hungri á næstu dögum en Ísraelar veittu í gær og í dag leyfi fyrir nokkrum tugum flutningabíla með neyðaraðstoð inn á Gasa. AP fréttaveitan hefur þó eftir einum yfirmanna mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum að það sé einungis dropi í hafið, miðað við þá aðstoð sem þurfi. Þar að auki segir talsmaður SÞ að þó leyfi hafi verið veitt fyrir neyðaraðstoð, taki tíma að koma henni til fólksins. Enn hafi ekkert skilað sér í vöruhús og dreifingarmiðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. Bretland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Tengdar fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56 Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin. 19. maí 2025 07:25 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
David Lammy, utanríkisráðherra, tilkynnti þetta í dag og sagði hann hundruð þúsunda íbúa á Gasa standa frammi fyrir því að svelta. Slíkt væri „andstyggilegt“. Ráðherrann sagði að sendiherra Ísrael yrði gert ljóst að í augum yfirvalda í Bretlandi væru aðgerðir Ísraela „grimmilegar“ og „óverjandi“. „Heimurinn dæmir þá. Sagan mun dæma þá,“ sagði Lammy á þingi í dag, samkvæmt Sky News. Hann sagði Breta vilja eiga í góðum samskiptum við Ísraela en framganga þeirra á Gasa gerði það mjög erfitt. Þetta sagði Lammy í kjölfar þess að Keir Starmer, Emmanuel Macron og Mark Carney, leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada, sendu út yfirlýsingu um að breyti Ísraelar ekki ú stefnu á Gasa verði gripið til aðgerða. Sjá einnig: Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Lammy boðaði einnig refsiaðgerðir gegn landtökumönnum á Vesturbakkanum. Foreign Secretary David Lammy announces that the Israeli ambassador has been summoned by the UK government, and negotiations over a free trade deal have been "suspended".Latest: https://t.co/qikdGClv4f📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/whLqbShYDb— Sky News (@SkyNews) May 20, 2025 Ísraelar hafa gefið töluvert í á Gasa að undanförnu og hafa boðað almennt hernám svæðisins og brottflutning Palestínumanna. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði í dag að yfirlýsing leiðtoganna þriggja væri mikill fengu fyrir Hamas-samtökin. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, sagði í viðtali við Sky að aðstæður á Gasa væru óásættanlegar. Prime Minister Sir Keir Starmer says the situation in Gaza is "intolerable and unacceptable" and humanitarian aid "needs to get in at pace".He adds that the UK is "co-ordinating" with its allies on this.Latest: https://t.co/M6LGEG1mLj📺 Sky 501, Virgin 602 and Freeview 233 pic.twitter.com/qDh6xa469E— Sky News (@SkyNews) May 20, 2025 Brýn þörf barna Þrýstingur frá bandamönnum Ísrael hefur aukist mjög á undanförnum vikum, samhliða því að Ísraelar hafa komið í veg fyrir flæði neyðaraðstoðar inn á Gasaströndina í tæpa þrjá mánuði. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna vöruðu við því í dag að þúsundir barna gætu dáið úr hungri á næstu dögum en Ísraelar veittu í gær og í dag leyfi fyrir nokkrum tugum flutningabíla með neyðaraðstoð inn á Gasa. AP fréttaveitan hefur þó eftir einum yfirmanna mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum að það sé einungis dropi í hafið, miðað við þá aðstoð sem þurfi. Þar að auki segir talsmaður SÞ að þó leyfi hafi verið veitt fyrir neyðaraðstoð, taki tíma að koma henni til fólksins. Enn hafi ekkert skilað sér í vöruhús og dreifingarmiðstöðvar Sameinuðu þjóðanna.
Bretland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Tengdar fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56 Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin. 19. maí 2025 07:25 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56
Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin. 19. maí 2025 07:25