Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2025 10:58 Norskur olíuborpallur í Norðursjó. Skylt er að taka tillit til loftslagsáhrifa þess að olíu og gasi sé brennt við umhverfismat á vinnslunni samkvæmt nýju áliti EFTA-dómstólsins. Vísir/EPA Losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af bruna á olíu og gasi telst til umhverfisáhrifa olíu- og gasframleiðslu Norðmanna, að mati EFTA-dómstólsins. Norskur dómstóll óskaði eftir álitinu vegna máls sem náttúruverndarsamtök höfðuðu vegna fyrirhugaðrar jarðefnaeldsneytisvinnslu í Norðursjó. Þrenn náttúruverndarsamtök stefndu norskum stjórnvöldum til þess að freista þess að stöðva fyrirhugaða olíu- og gasvinnslu í Norðursjó. Þau byggja á því að ekki hafi verið tekið tillit til áhrifa vinnslunnar á loftslag jarðar þegar norska orkumálaráðuneytið veitti leyfin fyrir vinnslunni. Norskur áfrýjunar dómstóll leitaði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins sem kvað í dag upp úr um að losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af brennslu þeirra sem kaupa olíuna og gasið teljist til umhverfisáhrifa vinnslunnar í skilningi tilskipunar Evrópusambandsins um mat á umhverfisáhrifum. Áfrýjunardómstóllinn tekur málið fyrir aftur í september. Þegar er byrjað að vinna olíu og gas á tveimur svæðum í Norðursjó sem málið snýst um, á svonefndum Breiðabliks- og Tyrvingsvæðum. Framkvæmdir standa enn yfir á Yggdrasilssvæðinu, því stærsta sem er undir í málinu. Ólíkar túlkanir á þýðingunni Grænfriðungar í Noregi lýsa álitinu sem fullnaðarsigri. Það þýði að það sé ólöglegt að samþykkja nýja gas- og olíuvinnslu án þess að meta loftslagsáhrifin af bruna jarðefnanna. Álitið geti haft mikla þýðingu fyrir olíuvinnslu í Evrópu allri. „Afleiðingar skýrs álits EFTA-dómstólsins eru að það verður að ógilda ákvarðanirnar og að það verður að stöðva ólögleg áhrif áframhaldandi starfsemi þessara linda,“ hefur norska ríkisútvarpið eftir Jenny Sandvig, lögmanni náttúruverndarsamtakanna. Fulltrúi norska ríkislögmannsins er ekki sammála því. Áliti þýði ekki að leyfin sem voru veitt og deilt er um í dómsmálinu séu óögleg. Áfrýjunardómstóllinn þurfi enn að svara nokkrum lykilspurningum í málinu. Í áliti dómstólsins kemur fram að landsdómstóli í Noregi sé skylt að koma í veg fyrir ólögmætar afleiðingar þess að ekki var framkvæmt fullt mat á umhverfisáhrifum jarðefnavinnslunnar, að því marki sem unn er samkvæmt landslögum. Dómstóll geti ekki heldur veitt afturvirka undanþágu frá þeirri skyldu að meta loftslagsáhrifin. EFTA-dómstóllinn útilokar ekki að hægt sé að vinna umhverfismatið á meðan framkvæmdir standa yfir eða jafnvel eftir að starfsemin sé hafin til þess að uppfylla tilskipunina. Aftur á móti megi landslög um það ekki veita aðilum tækifæri til að komast í kringum reglurnar. Þá þarf við þær aðstæður að taka tillit til heildarumhverfisáhrifa verkefnis frá því að því er lokið, ekki aðeins framtíðaráhrifa þess. Fréttin hefur verið uppfærð. Noregur Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti EFTA Umhverfismál Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Fleiri fréttir Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sjá meira
Þrenn náttúruverndarsamtök stefndu norskum stjórnvöldum til þess að freista þess að stöðva fyrirhugaða olíu- og gasvinnslu í Norðursjó. Þau byggja á því að ekki hafi verið tekið tillit til áhrifa vinnslunnar á loftslag jarðar þegar norska orkumálaráðuneytið veitti leyfin fyrir vinnslunni. Norskur áfrýjunar dómstóll leitaði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins sem kvað í dag upp úr um að losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af brennslu þeirra sem kaupa olíuna og gasið teljist til umhverfisáhrifa vinnslunnar í skilningi tilskipunar Evrópusambandsins um mat á umhverfisáhrifum. Áfrýjunardómstóllinn tekur málið fyrir aftur í september. Þegar er byrjað að vinna olíu og gas á tveimur svæðum í Norðursjó sem málið snýst um, á svonefndum Breiðabliks- og Tyrvingsvæðum. Framkvæmdir standa enn yfir á Yggdrasilssvæðinu, því stærsta sem er undir í málinu. Ólíkar túlkanir á þýðingunni Grænfriðungar í Noregi lýsa álitinu sem fullnaðarsigri. Það þýði að það sé ólöglegt að samþykkja nýja gas- og olíuvinnslu án þess að meta loftslagsáhrifin af bruna jarðefnanna. Álitið geti haft mikla þýðingu fyrir olíuvinnslu í Evrópu allri. „Afleiðingar skýrs álits EFTA-dómstólsins eru að það verður að ógilda ákvarðanirnar og að það verður að stöðva ólögleg áhrif áframhaldandi starfsemi þessara linda,“ hefur norska ríkisútvarpið eftir Jenny Sandvig, lögmanni náttúruverndarsamtakanna. Fulltrúi norska ríkislögmannsins er ekki sammála því. Áliti þýði ekki að leyfin sem voru veitt og deilt er um í dómsmálinu séu óögleg. Áfrýjunardómstóllinn þurfi enn að svara nokkrum lykilspurningum í málinu. Í áliti dómstólsins kemur fram að landsdómstóli í Noregi sé skylt að koma í veg fyrir ólögmætar afleiðingar þess að ekki var framkvæmt fullt mat á umhverfisáhrifum jarðefnavinnslunnar, að því marki sem unn er samkvæmt landslögum. Dómstóll geti ekki heldur veitt afturvirka undanþágu frá þeirri skyldu að meta loftslagsáhrifin. EFTA-dómstóllinn útilokar ekki að hægt sé að vinna umhverfismatið á meðan framkvæmdir standa yfir eða jafnvel eftir að starfsemin sé hafin til þess að uppfylla tilskipunina. Aftur á móti megi landslög um það ekki veita aðilum tækifæri til að komast í kringum reglurnar. Þá þarf við þær aðstæður að taka tillit til heildarumhverfisáhrifa verkefnis frá því að því er lokið, ekki aðeins framtíðaráhrifa þess. Fréttin hefur verið uppfærð.
Noregur Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti EFTA Umhverfismál Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Fleiri fréttir Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sjá meira