Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2025 12:11 Alma Möller, heilbrigðisráðherra og fyrrverandi landlæknir, hefur ákveðið að setja fé í að bólusetja fleiri börn og ungmenni gegn HPV-veirunni sem getur valdið krabbameini. Vísir/Vilhelm Bólusetningar á drengjum gegn HPV-veirunni upp í átján ára aldur hefjast næsta vetur eftir að heilbrigðisráðherra ákvað að veita auknu fjármagni til þess að útvíkka bólusetningarnar. Bóluefni gegn veirunni eykur vörn gegn krabbameinum. Byrjað var að bólusetja stúlkur gegn HPV-veirunni árið 211. Fyrir tveimur árum var byrjað að bjóða bólusetninguna í grunnskólum óháð kyni við tólf ára aldur. Nú stendur bólusetningin drengjum upp í átján ára til boða samkvæmt tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytinsins. Þátttaka drengja í bólusetningunni er sögð hafa verið góð til þessa. Stefnt er að því að ná til flestra drengja í árgöngunum 2007 til 2010 með skipulögðu átaki í vetur. Þeim verður boðið bóluefnið Gardasil 9. Flestir sem eru kynferðislega virkir smitast af HPV-veirunni einhvern tímann á lífsleiðinni og sumir oftar en einu sinni. Fjórtán tegundir veirunnar eru þekktar sem geta þróast yfir í krabbamein, til dæmis í leghálsi, leggöngum, endaþarmi, ytri kynfærum, hálsi og berkjum. Sumar HPV-veirur orsaka kynfæravörtur en margar valda engum einkennum, að því er kemur fram á vefsíðunni Heilsuveru. Nær öll tilfelli leghálskrabbameins eru rakin til veirunnar. Krabbamein sem tengjast HPV-sýkingum önnur en leghálskrabbamein eru sum algengari hjá körlum en konum, til dæmis HPV-tengd krabbamein í koki. Þess vegna segir ráðuneytið að bólusetningar gegn HPV sýkingum óháð kyni hafi verið hafnar árið 2023. „HPV bólusetningar eru mikilvæg leið til að fækka þeim sem fá krabbamein. Bóluefni gegn HPV beindust fyrst og fremst gegn leghálskrabbameini til að byrja með, enda er það langalgengast krabbameina sem tengjast HPV, en bóluefnin hafa sannað gildi sitt gegn HPV sýkingum óháð kyni,“ segir í tilkynningunni. Krabbamein Bólusetningar Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Byrjað var að bólusetja stúlkur gegn HPV-veirunni árið 211. Fyrir tveimur árum var byrjað að bjóða bólusetninguna í grunnskólum óháð kyni við tólf ára aldur. Nú stendur bólusetningin drengjum upp í átján ára til boða samkvæmt tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytinsins. Þátttaka drengja í bólusetningunni er sögð hafa verið góð til þessa. Stefnt er að því að ná til flestra drengja í árgöngunum 2007 til 2010 með skipulögðu átaki í vetur. Þeim verður boðið bóluefnið Gardasil 9. Flestir sem eru kynferðislega virkir smitast af HPV-veirunni einhvern tímann á lífsleiðinni og sumir oftar en einu sinni. Fjórtán tegundir veirunnar eru þekktar sem geta þróast yfir í krabbamein, til dæmis í leghálsi, leggöngum, endaþarmi, ytri kynfærum, hálsi og berkjum. Sumar HPV-veirur orsaka kynfæravörtur en margar valda engum einkennum, að því er kemur fram á vefsíðunni Heilsuveru. Nær öll tilfelli leghálskrabbameins eru rakin til veirunnar. Krabbamein sem tengjast HPV-sýkingum önnur en leghálskrabbamein eru sum algengari hjá körlum en konum, til dæmis HPV-tengd krabbamein í koki. Þess vegna segir ráðuneytið að bólusetningar gegn HPV sýkingum óháð kyni hafi verið hafnar árið 2023. „HPV bólusetningar eru mikilvæg leið til að fækka þeim sem fá krabbamein. Bóluefni gegn HPV beindust fyrst og fremst gegn leghálskrabbameini til að byrja með, enda er það langalgengast krabbameina sem tengjast HPV, en bóluefnin hafa sannað gildi sitt gegn HPV sýkingum óháð kyni,“ segir í tilkynningunni.
Krabbamein Bólusetningar Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira