Haraldur Jóhannsson er látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2025 14:44 Haraldur Jóhannsson er falinn frá. Haraldur Jóhannsson, einnig þekktur sem Halli í Nesi, lést á líknardeildinni í Kópavogi 16. maí síðastliðinn, 71 árs að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Haraldur var fæddur 8. apríl 1954 og ólst upp í Nesstofu við Seltjörn. Foreldrar hans voru Ólöf Gunnsteinsdóttir og Jóhann Ólafsson en þau voru síðustu ábúendur í Nesi. Haraldur, sem var þekktur hjá sveitungum sem Halli í Nesi, gekk í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi og tók þátt í ungliðastarfi Gróttu og Björgunarsveitarinnar Alberts. Eftir grunnskóla dvaldi hann um tíma í Grimsby á Englandi þar sem hann var hjá móðursystur sinni og fór í enskunám. Síðar lagði hann stund á húsgagnasmíði og var á samningi hjá Trésmiðjunni Meið og lauk sveinsprófi frá Fjölbrautarskóla Suðurnesja árið 1976. Haraldur kvæntist æskuástinni sinni, Fjólu Guðrúnu Friðriksdóttur fyrsta vetrardag árið 1976. Sama ár stofnuðu þau heildverslunina Forval sem þau ráku saman allar götur síðan. Fyrstu árin fluttu þau inn leikföng og gjafavöru og fylgihluti og færðu sig svo yfir í hár- og snyrtivörur. Forval var umboðsaðili fyrir fjölda þekktra snyrtivörumerkja og ilmhúsa auk þess að framleiða sínar eigin hárvörur og var Haraldur oftast kenndur við fyrirtækið þeirra hjóna sem Halli í Forval. Árið 2013 seldu þau snyrtivöruhluta fyrirtækisins. Samhliða rekstri Forvals kom Haraldur að mörgum fasteignatengdum þróunarverkefnum sem og að fjárfestingum í smærri fyrirtækjaverkefnum. Einnig sat hann í stjórn skíðadeildar KR um nokkurt skeið. Árið 2017 stofnuðu Haraldur og Fjóla Spa of Iceland, íslenskt snyrtivöru- og lífstílsvörumerki sem hlotið hefur margar alþjóðlegar viðurkenningar. Það ráku þau saman allt til síðasta dags. Börn Haraldar og Fjólu eru tvö; Guðrún Edda (1977) gift Viðari Þór Haukssyni og eiga þau Fjólu Guðrúnu og Benedikt Þór og Jóhann Friðrik (1979) giftur Bryndísi Haraldsdóttur og börn þeirra eru María Ólöf, Sara Mjöll og Haraldur. Útför Haraldar verður frá Neskirkju við Hagatorg, 27. maí kl. 15. Andlát Seltjarnarnes Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Haraldur var fæddur 8. apríl 1954 og ólst upp í Nesstofu við Seltjörn. Foreldrar hans voru Ólöf Gunnsteinsdóttir og Jóhann Ólafsson en þau voru síðustu ábúendur í Nesi. Haraldur, sem var þekktur hjá sveitungum sem Halli í Nesi, gekk í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi og tók þátt í ungliðastarfi Gróttu og Björgunarsveitarinnar Alberts. Eftir grunnskóla dvaldi hann um tíma í Grimsby á Englandi þar sem hann var hjá móðursystur sinni og fór í enskunám. Síðar lagði hann stund á húsgagnasmíði og var á samningi hjá Trésmiðjunni Meið og lauk sveinsprófi frá Fjölbrautarskóla Suðurnesja árið 1976. Haraldur kvæntist æskuástinni sinni, Fjólu Guðrúnu Friðriksdóttur fyrsta vetrardag árið 1976. Sama ár stofnuðu þau heildverslunina Forval sem þau ráku saman allar götur síðan. Fyrstu árin fluttu þau inn leikföng og gjafavöru og fylgihluti og færðu sig svo yfir í hár- og snyrtivörur. Forval var umboðsaðili fyrir fjölda þekktra snyrtivörumerkja og ilmhúsa auk þess að framleiða sínar eigin hárvörur og var Haraldur oftast kenndur við fyrirtækið þeirra hjóna sem Halli í Forval. Árið 2013 seldu þau snyrtivöruhluta fyrirtækisins. Samhliða rekstri Forvals kom Haraldur að mörgum fasteignatengdum þróunarverkefnum sem og að fjárfestingum í smærri fyrirtækjaverkefnum. Einnig sat hann í stjórn skíðadeildar KR um nokkurt skeið. Árið 2017 stofnuðu Haraldur og Fjóla Spa of Iceland, íslenskt snyrtivöru- og lífstílsvörumerki sem hlotið hefur margar alþjóðlegar viðurkenningar. Það ráku þau saman allt til síðasta dags. Börn Haraldar og Fjólu eru tvö; Guðrún Edda (1977) gift Viðari Þór Haukssyni og eiga þau Fjólu Guðrúnu og Benedikt Þór og Jóhann Friðrik (1979) giftur Bryndísi Haraldsdóttur og börn þeirra eru María Ólöf, Sara Mjöll og Haraldur. Útför Haraldar verður frá Neskirkju við Hagatorg, 27. maí kl. 15.
Andlát Seltjarnarnes Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent