Innlent

Meiri­háttar út­kall hjá slökkvi­liði í vestur­hluta borgarinnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Slökkvilið hefur verið kallað út.
Slökkvilið hefur verið kallað út.

Mikill fjöldi slökkviliðsbíla, sjúkrabíla og lögreglubíla er mættur að blokk við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur vegna elds sem þar kviknaði. Sírenuvælið hefur ekki farið fram hjá heinum sem staddur er í vesturhluta borgarinnar.

Varðstjóri hjá slökkviliðinu staðfesti útkall í vesturbæinn en enn væri verið að átta sig á stöðu mála. Hann bað fréttamann um að hringja síðar. Þá hefur ekki náðst í fulltrúa lögreglu vegna málsins.

Fréttin er í vinnslu og verður uppfærð með nánari upplýsingum um leið og þær liggja fyrir.


Veistu meira um málið? Áttu myndir frá vettvangi? Sendu ábendingu á ritstjorn@visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×