Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Jón Þór Stefánsson skrifar 22. maí 2025 13:36 Atvik málsins áttu sér stað við Hvaleyrarvatn. Vísir/Arnar Ungur maður, á átjánda aldursári, var ásamt vinum sínum við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði um hálftíuleytið í gær áður en hann varð fyrir ofbeldi af hálfu ósakhæfs pilts. Svona blasir mál við lögreglu sem var til umfjöllunar í dagbók lögreglu í morgun. Þar sagði að þrír ungir væru grunaðir um að ráðast á einn með spörkum og höggum, og honum verið ógnað með hníf. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að nú sé talið að einn árásarmaður hafi verið að verki. Grunaður árásarmaður er fjórtán ára gamall, og því ósakhæfur. Hann mun hafa komið á vespu á vettvang, og verið á staðnum ásamt tveimur öðrum. Í fyrstu tilkynningu til lögreglu hafi verið talað um að hann hafi sett hníf að hálsi þess sem varð fyrir árásinni, og síðan farið í burtu. Seinna var greint frá því að grunaði árásarmaðurinn hefði tekið hinn pilltinn niður og kýlt og sparkað í hann á meðan hann lá í jörðinni. „Þolandinn var náttúrulega í miklu sjokki eftir þetta allt saman,“ sagði Skúli, en pilturinn sem varð fyrir árásinni var fluttur á slysadeild. Hann mun hafa verið með áverka á hendi. Lögreglan hafi haft upp á grunuðum árásarmanni og hafa barnavernd og forráðamenn verið kölluð til. Óljóst sé hvað gerðist milli piltanna tveggja, en þeim hafi eitthvað lent saman. Mikilvægt að vinda ofan af þessari þróun Að sögn Skúla er málið í fullri rannsókn. „Þetta er alvarlegt mál þegar svona gerist. Það þarf að vinda ofan af þessari þróun. Við erum auðvitað í mikilli vinnu allt samfélagið í að reyna að snúa við þessari þróun,“ segir hann og vísar til hnífaburðar ungmenna. „Það er svo hættulegt að vera með þessi beittu vopn á sér sem hnífarnir eru.“ Hafnarfjörður Vopnaburður barna og ungmenna Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Svona blasir mál við lögreglu sem var til umfjöllunar í dagbók lögreglu í morgun. Þar sagði að þrír ungir væru grunaðir um að ráðast á einn með spörkum og höggum, og honum verið ógnað með hníf. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að nú sé talið að einn árásarmaður hafi verið að verki. Grunaður árásarmaður er fjórtán ára gamall, og því ósakhæfur. Hann mun hafa komið á vespu á vettvang, og verið á staðnum ásamt tveimur öðrum. Í fyrstu tilkynningu til lögreglu hafi verið talað um að hann hafi sett hníf að hálsi þess sem varð fyrir árásinni, og síðan farið í burtu. Seinna var greint frá því að grunaði árásarmaðurinn hefði tekið hinn pilltinn niður og kýlt og sparkað í hann á meðan hann lá í jörðinni. „Þolandinn var náttúrulega í miklu sjokki eftir þetta allt saman,“ sagði Skúli, en pilturinn sem varð fyrir árásinni var fluttur á slysadeild. Hann mun hafa verið með áverka á hendi. Lögreglan hafi haft upp á grunuðum árásarmanni og hafa barnavernd og forráðamenn verið kölluð til. Óljóst sé hvað gerðist milli piltanna tveggja, en þeim hafi eitthvað lent saman. Mikilvægt að vinda ofan af þessari þróun Að sögn Skúla er málið í fullri rannsókn. „Þetta er alvarlegt mál þegar svona gerist. Það þarf að vinda ofan af þessari þróun. Við erum auðvitað í mikilli vinnu allt samfélagið í að reyna að snúa við þessari þróun,“ segir hann og vísar til hnífaburðar ungmenna. „Það er svo hættulegt að vera með þessi beittu vopn á sér sem hnífarnir eru.“
Hafnarfjörður Vopnaburður barna og ungmenna Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira