Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Bjarki Sigurðsson skrifar 22. maí 2025 18:50 Formaður Félags fanga segir almenning líða fyrir seinagang yfirvalda í að koma fyrrverandi föngum með fjölþættan vanda í almennilegt úrræði. Málin endi alltaf þann hátt að þeir brjóti ítrekað af sér. Fréttastofa hefur upp á síðkastið fjallað um málefni Sigurðar Almars. Hann glímir við fjölþættan vanda og hefur lengi misnotað vímuefni. Honum hefur verið lýst sem tifandi tímasprengju og verið inn og út úr fangelsi vegna ýmissa afbrota. Nýverið var hann kærður fyrir að frelsissvipta ferðamann en hann er í dag frjáls ferða sinna eftir að Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðahaldsúrskurð yfir honum. Ekki sé talin yfirvofandi hætta gangi hann laus, en lögmaður hans segir það þó áhyggjuefni. Hann þurfi stöðuga umönnun og aðstoð. Þá er Sigurður alls ekki sá eini í þessari stöðu. Fangelsismálayfirvöld og Afstaða, félag fanga, hafa lengi kallað eftir úrræði fyrir þennan hóp. Þau hafa ákveðið úrræði í huga en erfiðlega hefur gengið að fá yfirvöld til að grípa boltann. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, segir það þurfi að bregðast við strax. Hverjir fá að líða fyrir það á meðan ríki og sveitarfélög kasta þessum bolta sín á milli? „Það er auðvitað almenningur. Við vitum að þessir hlutir taka enda. Það vita allir að eitthvað muni gerast. En það vill enginn taka boltann. Það bara gengur ekki upp,“ segir Guðmundur Ingi. Afstaða hefur ítrekað varað við því þegar hættulegir fangar ljúka afplánun, að þeir muni brjóta af sér á ný. „Auðvitað vill maður ekki segja: „Ég sagði ykkur það“, en það er sorglegt að þurfa að koma aftur og aftur í viðtal að ræða sama hlutinn. Við erum búin að vinna svo mikið í þessu með Fangelsismálastofnun, geðheilsuteymi og fleirum. Við erum ekki bara búin að vara við, við erum búin að vinna í þessum málum endalaust, til að finna lausn. En það hefur verið mikið áhugaleysi,“ segir Guðmundur. Fangelsismál Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Fréttastofa hefur upp á síðkastið fjallað um málefni Sigurðar Almars. Hann glímir við fjölþættan vanda og hefur lengi misnotað vímuefni. Honum hefur verið lýst sem tifandi tímasprengju og verið inn og út úr fangelsi vegna ýmissa afbrota. Nýverið var hann kærður fyrir að frelsissvipta ferðamann en hann er í dag frjáls ferða sinna eftir að Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðahaldsúrskurð yfir honum. Ekki sé talin yfirvofandi hætta gangi hann laus, en lögmaður hans segir það þó áhyggjuefni. Hann þurfi stöðuga umönnun og aðstoð. Þá er Sigurður alls ekki sá eini í þessari stöðu. Fangelsismálayfirvöld og Afstaða, félag fanga, hafa lengi kallað eftir úrræði fyrir þennan hóp. Þau hafa ákveðið úrræði í huga en erfiðlega hefur gengið að fá yfirvöld til að grípa boltann. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, segir það þurfi að bregðast við strax. Hverjir fá að líða fyrir það á meðan ríki og sveitarfélög kasta þessum bolta sín á milli? „Það er auðvitað almenningur. Við vitum að þessir hlutir taka enda. Það vita allir að eitthvað muni gerast. En það vill enginn taka boltann. Það bara gengur ekki upp,“ segir Guðmundur Ingi. Afstaða hefur ítrekað varað við því þegar hættulegir fangar ljúka afplánun, að þeir muni brjóta af sér á ný. „Auðvitað vill maður ekki segja: „Ég sagði ykkur það“, en það er sorglegt að þurfa að koma aftur og aftur í viðtal að ræða sama hlutinn. Við erum búin að vinna svo mikið í þessu með Fangelsismálastofnun, geðheilsuteymi og fleirum. Við erum ekki bara búin að vara við, við erum búin að vinna í þessum málum endalaust, til að finna lausn. En það hefur verið mikið áhugaleysi,“ segir Guðmundur.
Fangelsismál Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?