McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2025 21:23 Verðmætasti leikmaður Serie A steig upp þegar mest á reyndi. SSC NAPOLI/Getty Images Napoli er Ítalíumeistari karla í knattspyrnu. Skotinn Scott McTominay og hinn belgíski Romelu Lukaku skoruðu mörkin í 2-0 sigri á Cagliari sem tryggði liðinu aðeins sinn annan meistaratitil á þessari öld. Toppliðin tvö, Napoli og Inter, léku lokaleiki sína á tímabilinu í kvöld. Fyrir leiki kvöldsins var Napoli með einu stigi meira eftir grátlegt jafntefli Inter gegn Lazio í síðustu umferð. Það má segja að það hafi kostað Inter titilinn því liðið vann Como örugglega 2-0 í kvöld og endar því stigi á eftir Napoli. Það var lengi vel markalaust í Napoli en á 42. mínútu dúkkaði McTominay upp á inn á teignum eftir fyrirgjöf Matteo Politano. Skotinn gerði sér lítið fyrir og klippi boltann á lofti í netið af stuttu færi og það ætlaði allt um koll að keyra. Skorar ekki bara með skalla.Image Photo Agency/Getty Images McTominay sem gekk í raðir Napoli fyrir tímabilið var þarna að skora sitt 13. deildarmark. Ofan á það lagði hann upp sex mörk. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að hann hafi verið valinn verðmætasti leikmaður Serie A á leiktíðinni. Gli MVPs di questa stagione di #SerieAEnilive 🤩@EASPORTSFC @easportsfcit pic.twitter.com/YMK0CPEbN9— Lega Serie A (@SerieA) May 23, 2025 Staðan var 1-0 í hálfleik en snemma í síðari hálfleik gerðu heimamenn út um leikinn. Lukaku með markið eftir sendingu Amir Rrahmani. Sá fyrrnefndi hafði átt erfitt uppdráttar áður en hann gekk í raðir Napoli fyrir tímabilið en Antonio Conte, þjálfari liðsins, veit hvernig á að ná því besta út úr framherjanum. Skoraði hann 14 mörk í deildinni ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Eftir að staðan varð 2-0 var aldrei spurning hvort Napoli myndi vinna leikinn og eðlilega brutust út mikil fagnaðarlæti þegar flautað var til leiksloka. Lokatölur 2-0 og Napoli Ítalíumeistari árið 2025. CONTE 🫂 LUKAKU#4PARTHENOPE #SCUDETTONAPOLI pic.twitter.com/rayofdaxYB— Lega Serie A (@SerieA) May 23, 2025 Inter komst yfir á 20. mínútu þegar Stefen de Vrij stangaði hornspyrnu Hakan Çalhanoğlu í netið. Gamla brýnið Pepe Reina, markvörður Como, var að spila sinn síðasta leik á ferlinum í kvöld og hann ákvað að auðvelda Inter lífið og fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu út á velli. Dómurinn harður en rautt spjald fór á endanum á loft og Reina endar ferilinn ekki beint á þann hátt sem hann hefði viljað. A dramatic curtain call for Pepe Reina - sent off in his final professional match! 🟥Both sets of fans rose to applaud the Spanish great in his final bow 👏 pic.twitter.com/DE5qpNWUl6— LiveScore (@livescore) May 23, 2025 Joaquin Correa tvöfaldaði forystu Inter snemma í síðari hálfleik og þar við sat. Lokatölur 2-0 og Inter þarf að sætta sig við annað sæti. Tímabilinu hjá Inter er hins vegar ekki lokið þar sem liðið mætir París Saint-Germain í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 31. maí næstkomandi. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira
Toppliðin tvö, Napoli og Inter, léku lokaleiki sína á tímabilinu í kvöld. Fyrir leiki kvöldsins var Napoli með einu stigi meira eftir grátlegt jafntefli Inter gegn Lazio í síðustu umferð. Það má segja að það hafi kostað Inter titilinn því liðið vann Como örugglega 2-0 í kvöld og endar því stigi á eftir Napoli. Það var lengi vel markalaust í Napoli en á 42. mínútu dúkkaði McTominay upp á inn á teignum eftir fyrirgjöf Matteo Politano. Skotinn gerði sér lítið fyrir og klippi boltann á lofti í netið af stuttu færi og það ætlaði allt um koll að keyra. Skorar ekki bara með skalla.Image Photo Agency/Getty Images McTominay sem gekk í raðir Napoli fyrir tímabilið var þarna að skora sitt 13. deildarmark. Ofan á það lagði hann upp sex mörk. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að hann hafi verið valinn verðmætasti leikmaður Serie A á leiktíðinni. Gli MVPs di questa stagione di #SerieAEnilive 🤩@EASPORTSFC @easportsfcit pic.twitter.com/YMK0CPEbN9— Lega Serie A (@SerieA) May 23, 2025 Staðan var 1-0 í hálfleik en snemma í síðari hálfleik gerðu heimamenn út um leikinn. Lukaku með markið eftir sendingu Amir Rrahmani. Sá fyrrnefndi hafði átt erfitt uppdráttar áður en hann gekk í raðir Napoli fyrir tímabilið en Antonio Conte, þjálfari liðsins, veit hvernig á að ná því besta út úr framherjanum. Skoraði hann 14 mörk í deildinni ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Eftir að staðan varð 2-0 var aldrei spurning hvort Napoli myndi vinna leikinn og eðlilega brutust út mikil fagnaðarlæti þegar flautað var til leiksloka. Lokatölur 2-0 og Napoli Ítalíumeistari árið 2025. CONTE 🫂 LUKAKU#4PARTHENOPE #SCUDETTONAPOLI pic.twitter.com/rayofdaxYB— Lega Serie A (@SerieA) May 23, 2025 Inter komst yfir á 20. mínútu þegar Stefen de Vrij stangaði hornspyrnu Hakan Çalhanoğlu í netið. Gamla brýnið Pepe Reina, markvörður Como, var að spila sinn síðasta leik á ferlinum í kvöld og hann ákvað að auðvelda Inter lífið og fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu út á velli. Dómurinn harður en rautt spjald fór á endanum á loft og Reina endar ferilinn ekki beint á þann hátt sem hann hefði viljað. A dramatic curtain call for Pepe Reina - sent off in his final professional match! 🟥Both sets of fans rose to applaud the Spanish great in his final bow 👏 pic.twitter.com/DE5qpNWUl6— LiveScore (@livescore) May 23, 2025 Joaquin Correa tvöfaldaði forystu Inter snemma í síðari hálfleik og þar við sat. Lokatölur 2-0 og Inter þarf að sætta sig við annað sæti. Tímabilinu hjá Inter er hins vegar ekki lokið þar sem liðið mætir París Saint-Germain í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 31. maí næstkomandi.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira