Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. maí 2025 08:25 Elsta barnið var tólf ára. AP Níu af tíu börnum læknis og barnalæknis á Gasa létust í loftárás Ísraelshers á heimili þeirra í Khan Younis í gær. Börnin voru tólf ára og yngri. Breska ríkisútvarpið hefur þetta eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa og lækni á Nasser sjúkrahúsinu í Khan Younis. Alaa al-Najjar heitir barnalæknirinn og var við störf á sjúkrahúsinu þegar lík níu af tíu börnum hennar voru flutt á sjúkrahúsið. Tíunda barnið særðist í árásinni. Graeme Groom, breskur skurðlæknir sem starfar á sjúkrahúsinu og hlúði að eftirlifandi barni Alaa al-Najjar, segir í samtali við BBC að það sé óbærilega grimmt að hún hafi misst nærri öll börn sín í einni árás eftir að hafa helgað lífi sínu barnalækningum. Elsta barn hennar var tólf ára og barnið sem lifði af er ellefu ára. Faðir barnanna, sem starfar einnig sem læknir á sjúkrahúsinu, særðist alvarlega í árásinni. Groom sagði í samtali við BBC að faðirinn virtist ekki hafa neinar pólitískar tengingar eða tengingar við herinn. Þá er hann sagður láta lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum. Samkvæmt upplýsingum frá Ísraelsher gerði herinn árásir á fjölda skotmarka í Khan Younis í gær. Í yfirlýsingu segir að herinn hafi rýmt Khan Younis áður en þeir hófu árásirnar. Í annarri yfirlýsingu segir að herinn hafi skotið á yfir hundrað skotmörk á Gasa í gær. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja minnst 74 hafa látist í árásum Ísraelshers sólarhringinn áður en árásin var gerð á heimili læknanna. Þá áætla heilbrigðisyfirvöld að nærri 54 þúsund manns í heildina hafi látist frá því að herinn réðst inn á Gasa í október 2023, þar af yfir 16 þúsund börn. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir ísraelsk stjórnvöld hleypa litlum sem engum hjálpargögnum á Gasasvæðið. Að óbreyttu muni fjöldi barna og fullorðinna svelta í hel eða deyja af völdum læknanlegra sjúkdóma. 24. maí 2025 21:42 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur þetta eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa og lækni á Nasser sjúkrahúsinu í Khan Younis. Alaa al-Najjar heitir barnalæknirinn og var við störf á sjúkrahúsinu þegar lík níu af tíu börnum hennar voru flutt á sjúkrahúsið. Tíunda barnið særðist í árásinni. Graeme Groom, breskur skurðlæknir sem starfar á sjúkrahúsinu og hlúði að eftirlifandi barni Alaa al-Najjar, segir í samtali við BBC að það sé óbærilega grimmt að hún hafi misst nærri öll börn sín í einni árás eftir að hafa helgað lífi sínu barnalækningum. Elsta barn hennar var tólf ára og barnið sem lifði af er ellefu ára. Faðir barnanna, sem starfar einnig sem læknir á sjúkrahúsinu, særðist alvarlega í árásinni. Groom sagði í samtali við BBC að faðirinn virtist ekki hafa neinar pólitískar tengingar eða tengingar við herinn. Þá er hann sagður láta lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum. Samkvæmt upplýsingum frá Ísraelsher gerði herinn árásir á fjölda skotmarka í Khan Younis í gær. Í yfirlýsingu segir að herinn hafi rýmt Khan Younis áður en þeir hófu árásirnar. Í annarri yfirlýsingu segir að herinn hafi skotið á yfir hundrað skotmörk á Gasa í gær. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja minnst 74 hafa látist í árásum Ísraelshers sólarhringinn áður en árásin var gerð á heimili læknanna. Þá áætla heilbrigðisyfirvöld að nærri 54 þúsund manns í heildina hafi látist frá því að herinn réðst inn á Gasa í október 2023, þar af yfir 16 þúsund börn.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir ísraelsk stjórnvöld hleypa litlum sem engum hjálpargögnum á Gasasvæðið. Að óbreyttu muni fjöldi barna og fullorðinna svelta í hel eða deyja af völdum læknanlegra sjúkdóma. 24. maí 2025 21:42 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Sjá meira
Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir ísraelsk stjórnvöld hleypa litlum sem engum hjálpargögnum á Gasasvæðið. Að óbreyttu muni fjöldi barna og fullorðinna svelta í hel eða deyja af völdum læknanlegra sjúkdóma. 24. maí 2025 21:42