Innlent

Tveir fluttir á slysa­deild eftir bílveltu á Reykja­nes­braut

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Ökumaður og farþegi sluppu með minniháttar áverka úr veltunni.
Ökumaður og farþegi sluppu með minniháttar áverka úr veltunni. Aðsend

Bíll valt á Reykjanesbraut í átt til Keflavíkur og voru tveir um borð. Þau voru flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar en hvorugur er alvarlega slasaður.

Bíllinn keyrði út í vegkant, valt og hafnaði á Reykjanesbrautinni um hálf fimm síðdegis. Sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn frá brunavörnum Suðurnesja komu á vettvang. Slökkviliðsmenn lokuðu fyrir umferð á meðan öryggi á slysavettvangi var tryggt. 

„Fólkið nokkuð í góðu standi, bílstjórinn slapp nokkuð vel, aðeins eiymsli hjá farþega. Hún var flutt til frekari skoðunar á HSS,“ segir Rúnar Eyberg, varðstjóri hjá brunavörnum Suðurnesja.

Hann segir að töluvert betur hafi farið en á horfðist en að það hafi tekið dágóðan tíma að koma brautinni í samt lag enda hafði talsvert af olíu lekið við veltuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×