Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. maí 2025 18:55 Ísraelsher freistir þess að binda enda á stjórn Hamasliða á Gasasvæðinu á meðan hungur vofir yfir milljónum. AP/Jehad Alshrafi Ísraelski herinn hyggst ná valdi yfir þremur fjórðu af Gasasvæðinu á næstu tveimur mánuðum í nýrri sókn sem hefst bráðum. Um er að ræða stefnubreytingu samkvæmt ísraelskum miðlum. Milljónum Palestínumanna, sem dvelja nú í rústum og tjaldbúðum við sult og vosbúð, verður smalað á þrjú afmörkuð svæði. Svokallað „öryggissvæði“ á sunnanverðri Gasaströndinni, landbút í Deir al-Balah og Nuseirat og miðborg Gasaborgar. Restin af Gasaströndinni verði hernumin og verði undir stjórn ísraelska hersins. Áherslubreyting hjá Ísraelsher Þann átjánda mars síðastliðinn hófu Ísraelsmenn sókn á Gasasvæðinu með óvæntum loftárásum sem bundu snöggan enda á tveggja mánaða vopnahlé sem var þá í gildi. Síðan þá hafa tugir þúsunda hermanna hrannast upp við víglínuna og undirbúið sig fyrir lokasóknina sem á að gera ending á stjórn Hamasliða á svæðinu, verði þeir ekki að kröfum þeirra um lausn allra gísla í þeirra haldi. Samkvæmt skjölum sem blaðamenn Times of Israel hafa undir höndum mun Ísraelsher, að Hamasliðum sigruðum, rífa flestar byggingar og halda mestöllu Gasasvæðinu í ótímabundinni herkví. Í dag er um 40 prósent af Gasasvæðinu undir stjórn Ísraelshers. Samkvæmt umfjöllun miðilsins er um stefnubreytingu að ræða hjá heryfirvöldum í Ísrael. Í stað þess að drepa eins marga Hamasliða í árásum úr lofti og á landi verður lögð áhersla á að taka yfir landsvæði sem lýtur þeirra stjórn og eyðileggja innviði þeirra. Gasabúar svelta Stór hluti þeirra tveggja milljóna sem búa á gasa hefur að undanförnu þurft að treysta á mannúðaraðstoð. Ísraelsk stjórnvöld sem halda Gasa í herkví eru nú undir auknum alþjóðlegum þrýstingi að greiða götu þeirra sem geti farið með vistir og hjálpargögn inn á svæðið. Stjórnvöld í Bandaríkjunum sem eru helsti bandamaður Ísraela hafa til að mynda kallað eftir slíkum aðgerðum. Í fyrradag hleyptu Ísraelar fleiri en hundrað sendiferðabílum inn á svæðið en talsmenn SÞ segja að minsnt 600 bílar þurfa að fara inn á svæðið á degi hverjum svo hægt sé að mæta ástandinu. Auk þess sem upplausnarástandð á Gasa hafi orðið til þess að erfitt sé að dreifa hjálpargögnum sem rati í auknum mæli ekki á áfangastað. En ísraelsk hernaðaryfirvöld segja Hamasliða hafa nýtt sér flæði hjálpargagna inn á svæðið til að halda völdum. Flest gögnin endi í höndum Hamasliða sem annað hvort nýti það sjálfir eða selji þau til þjáðra þegna sinna til að geta greitt hermönnum laun eða sannfært unga Gasabúa um að ganga til liðs við sig. Samkvæmt Times of Israel hefur Hamasliðum gengið illa að greiða laun undanfarna mánuði meðal annars vegna þess að litlar sem engar vistir hafa fengið að fara inn á svæðið. Heilbrigðisyfirvöld Hamasliða á Gasasvæðinu segja að rúmlega 53 þúsund manns hafi látið lífið í árásum Ísraela frá upphafi þessarar lotu átakanna. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Milljónum Palestínumanna, sem dvelja nú í rústum og tjaldbúðum við sult og vosbúð, verður smalað á þrjú afmörkuð svæði. Svokallað „öryggissvæði“ á sunnanverðri Gasaströndinni, landbút í Deir al-Balah og Nuseirat og miðborg Gasaborgar. Restin af Gasaströndinni verði hernumin og verði undir stjórn ísraelska hersins. Áherslubreyting hjá Ísraelsher Þann átjánda mars síðastliðinn hófu Ísraelsmenn sókn á Gasasvæðinu með óvæntum loftárásum sem bundu snöggan enda á tveggja mánaða vopnahlé sem var þá í gildi. Síðan þá hafa tugir þúsunda hermanna hrannast upp við víglínuna og undirbúið sig fyrir lokasóknina sem á að gera ending á stjórn Hamasliða á svæðinu, verði þeir ekki að kröfum þeirra um lausn allra gísla í þeirra haldi. Samkvæmt skjölum sem blaðamenn Times of Israel hafa undir höndum mun Ísraelsher, að Hamasliðum sigruðum, rífa flestar byggingar og halda mestöllu Gasasvæðinu í ótímabundinni herkví. Í dag er um 40 prósent af Gasasvæðinu undir stjórn Ísraelshers. Samkvæmt umfjöllun miðilsins er um stefnubreytingu að ræða hjá heryfirvöldum í Ísrael. Í stað þess að drepa eins marga Hamasliða í árásum úr lofti og á landi verður lögð áhersla á að taka yfir landsvæði sem lýtur þeirra stjórn og eyðileggja innviði þeirra. Gasabúar svelta Stór hluti þeirra tveggja milljóna sem búa á gasa hefur að undanförnu þurft að treysta á mannúðaraðstoð. Ísraelsk stjórnvöld sem halda Gasa í herkví eru nú undir auknum alþjóðlegum þrýstingi að greiða götu þeirra sem geti farið með vistir og hjálpargögn inn á svæðið. Stjórnvöld í Bandaríkjunum sem eru helsti bandamaður Ísraela hafa til að mynda kallað eftir slíkum aðgerðum. Í fyrradag hleyptu Ísraelar fleiri en hundrað sendiferðabílum inn á svæðið en talsmenn SÞ segja að minsnt 600 bílar þurfa að fara inn á svæðið á degi hverjum svo hægt sé að mæta ástandinu. Auk þess sem upplausnarástandð á Gasa hafi orðið til þess að erfitt sé að dreifa hjálpargögnum sem rati í auknum mæli ekki á áfangastað. En ísraelsk hernaðaryfirvöld segja Hamasliða hafa nýtt sér flæði hjálpargagna inn á svæðið til að halda völdum. Flest gögnin endi í höndum Hamasliða sem annað hvort nýti það sjálfir eða selji þau til þjáðra þegna sinna til að geta greitt hermönnum laun eða sannfært unga Gasabúa um að ganga til liðs við sig. Samkvæmt Times of Israel hefur Hamasliðum gengið illa að greiða laun undanfarna mánuði meðal annars vegna þess að litlar sem engar vistir hafa fengið að fara inn á svæðið. Heilbrigðisyfirvöld Hamasliða á Gasasvæðinu segja að rúmlega 53 þúsund manns hafi látið lífið í árásum Ísraela frá upphafi þessarar lotu átakanna.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira