Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. maí 2025 07:06 Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki sáttur með framferði Pútín Rússlandsforseta og segist íhuga refsiaðgerðir. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta „algjörlega genginn af göflunum“ í kjölfar loftárása Rússa á Úkraínu um helgina. Ágengni Pútín muni leiða til falls Rússlands og segist Trump íhuga frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. Trump tjáði sig um Pútín á Truth Social, samfélagsmiðli sínum rétt eftir miðnætti í gær. „Ég hef alltaf átt mjög gott samband við Vladímír Pútín frá Rússlandi en það hefur eitthvað komið fyrir hann. Hann er algjörlega genginn af göflunum! Hann drepi fjölda fólks að óþörfu og ég er ekki bara að tala um hermennina. Eldflaugum og drónum er skotið inn í borgir Úkraínu að ástæðulausu,“ skrifar Trump í færslunni. Stærstu loftárásir Rússa á Úkraínu frá því stríðið hófst áttu sér stað á aðfaranótt sunnudags og fram á morgun hans að sögn úkraínska hersins. Að minnsta kosti tólf voru drepnir og tugir særðust. Flugher Úkraínu segist hafa náð að stöðva 266 dróna og 45 eldflaugar en flest héruð Úkraínu hafi samt orðið fyrir árásum. „Ég veit ekki hvað í fjandanum hefur komið fyrir Pútín. Ég hef þekkt hann lengi. Okkur alltaf komið vel saman. En hann er að skjóta eldflaugum inn í borgir og að drepa fólk og mér líkar það ekki baun,“ sagði Trump við blaðamenn á sunnudagskvöld. Þar sagðist hann jafnframt vera að íhuga refsiaðgerðir gegn Rússum. Stríð Selenskí, Pútín og Biden „Ég hef alltaf sagt að hann vill ALLA Úkraínu, ekki bara hluta af henni, og kannski er það að reynast rétt. En ef hann gerir það, mun það leiða til falls Rússlands!“ skrifaði Trump einnig í færslunni. „Sömuleiðis gerir Selenskí forseti landi sínu enga greiða með því að tala eins og hann gerir. Allt sem kemur út úr munni hans veldur vandræðum. Mér líka það illa og hann ætti að hætta,“ sagði Trump um Úkraínuforseta í færslunni. „Þetta er stríð sem hefði aldrei byrjað ef ég hefði verið forseti. Þetta er stríð Selenskí, Pútín og Biden, ekki stríð Trump. Ég er bara að hjálpa til við að slökkva stóra og ljóta elda, sem voru kveiktir með vítaverðri vanhæfni og hatri,“ sagði hann að lokum í færslunni. Donald Trump Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Trump tjáði sig um Pútín á Truth Social, samfélagsmiðli sínum rétt eftir miðnætti í gær. „Ég hef alltaf átt mjög gott samband við Vladímír Pútín frá Rússlandi en það hefur eitthvað komið fyrir hann. Hann er algjörlega genginn af göflunum! Hann drepi fjölda fólks að óþörfu og ég er ekki bara að tala um hermennina. Eldflaugum og drónum er skotið inn í borgir Úkraínu að ástæðulausu,“ skrifar Trump í færslunni. Stærstu loftárásir Rússa á Úkraínu frá því stríðið hófst áttu sér stað á aðfaranótt sunnudags og fram á morgun hans að sögn úkraínska hersins. Að minnsta kosti tólf voru drepnir og tugir særðust. Flugher Úkraínu segist hafa náð að stöðva 266 dróna og 45 eldflaugar en flest héruð Úkraínu hafi samt orðið fyrir árásum. „Ég veit ekki hvað í fjandanum hefur komið fyrir Pútín. Ég hef þekkt hann lengi. Okkur alltaf komið vel saman. En hann er að skjóta eldflaugum inn í borgir og að drepa fólk og mér líkar það ekki baun,“ sagði Trump við blaðamenn á sunnudagskvöld. Þar sagðist hann jafnframt vera að íhuga refsiaðgerðir gegn Rússum. Stríð Selenskí, Pútín og Biden „Ég hef alltaf sagt að hann vill ALLA Úkraínu, ekki bara hluta af henni, og kannski er það að reynast rétt. En ef hann gerir það, mun það leiða til falls Rússlands!“ skrifaði Trump einnig í færslunni. „Sömuleiðis gerir Selenskí forseti landi sínu enga greiða með því að tala eins og hann gerir. Allt sem kemur út úr munni hans veldur vandræðum. Mér líka það illa og hann ætti að hætta,“ sagði Trump um Úkraínuforseta í færslunni. „Þetta er stríð sem hefði aldrei byrjað ef ég hefði verið forseti. Þetta er stríð Selenskí, Pútín og Biden, ekki stríð Trump. Ég er bara að hjálpa til við að slökkva stóra og ljóta elda, sem voru kveiktir með vítaverðri vanhæfni og hatri,“ sagði hann að lokum í færslunni.
Donald Trump Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira