„Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2025 07:32 Karl-Anthony Towns lét ekkert stoppa sig í sigrinum í nótt. Getty/Gregory Shamus New York Knicks hafa gert það að ákveðinni listgrein í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í ár að vinna upp stórt forskot mótherjanna. Það gerði liðið einnig í gærkvöld, í mögnuðum 106-100 sigri á Indiana Pacers. Knicks sótti þennan sigur á útivöll en Indiana er áfram yfir í einvíginu, 2-1. Vinna þarf fjóra leiki til að verða austurdeildarmeistarar og spila úrslitaeinvígið um NBA-meistaratitilinn. Karl-Anthony Towns fór á kostum fyrir Knicks í lokaleikhlutanum og skoraði alls 24 stig í leiknum auk þess að taka 15 fráköst, í afar torsóttum sigri. Knicks lentu nefnilega heilum tuttugu stigum undir, 55-35, þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum í gær. Don't count 'em out 😤 pic.twitter.com/12HaqxKYol— Sports Illustrated (@SInow) May 26, 2025 Þetta er í þriðja sinn í þessari úrslitakeppni sem liðið vinnur leik eftir að hafa lent tuttugu stigum undir, oftast allra frá árinu 1998. Áður höfðu Knicks lent tuttugu stigum undir í tveimur sigurleikja sinna gegn fráfarandi meisturum Boston Celtics. Óhætt er að segja að Towns hafi leitt endurkomuna í gær en hann skoraði 20 af 24 stigum sínum í síðasta leikhlutanum, með Jalen Brunson á bekknum eftir fimm villur. OH MY GOODNESS KAT 🤯 pic.twitter.com/pHHMbmIuRH— NBA TV (@NBATV) May 26, 2025 Knicks voru sextán stigum undir um miðjan þriðja leikhluta og enn tíu stigum undir þegar fjórði leikhlutinn var að hefjast. „Það er alvöru próf að lenda tuttugu stigum undir,“ sagði Towns eftir leik og bætti við: „Þetta var svona kvöld þar sem menn þurfa það hugarfar að þeir séu ódrepandi.“ Liðin mætast aftur annað kvöld á miðnætti, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld er hins vegar leikur Oklahoma City Thunder og Minnesota Timberwolves á dagskrá og hefst útsending klukkan hálfeitt í nótt. NBA Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
Knicks sótti þennan sigur á útivöll en Indiana er áfram yfir í einvíginu, 2-1. Vinna þarf fjóra leiki til að verða austurdeildarmeistarar og spila úrslitaeinvígið um NBA-meistaratitilinn. Karl-Anthony Towns fór á kostum fyrir Knicks í lokaleikhlutanum og skoraði alls 24 stig í leiknum auk þess að taka 15 fráköst, í afar torsóttum sigri. Knicks lentu nefnilega heilum tuttugu stigum undir, 55-35, þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum í gær. Don't count 'em out 😤 pic.twitter.com/12HaqxKYol— Sports Illustrated (@SInow) May 26, 2025 Þetta er í þriðja sinn í þessari úrslitakeppni sem liðið vinnur leik eftir að hafa lent tuttugu stigum undir, oftast allra frá árinu 1998. Áður höfðu Knicks lent tuttugu stigum undir í tveimur sigurleikja sinna gegn fráfarandi meisturum Boston Celtics. Óhætt er að segja að Towns hafi leitt endurkomuna í gær en hann skoraði 20 af 24 stigum sínum í síðasta leikhlutanum, með Jalen Brunson á bekknum eftir fimm villur. OH MY GOODNESS KAT 🤯 pic.twitter.com/pHHMbmIuRH— NBA TV (@NBATV) May 26, 2025 Knicks voru sextán stigum undir um miðjan þriðja leikhluta og enn tíu stigum undir þegar fjórði leikhlutinn var að hefjast. „Það er alvöru próf að lenda tuttugu stigum undir,“ sagði Towns eftir leik og bætti við: „Þetta var svona kvöld þar sem menn þurfa það hugarfar að þeir séu ódrepandi.“ Liðin mætast aftur annað kvöld á miðnætti, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld er hins vegar leikur Oklahoma City Thunder og Minnesota Timberwolves á dagskrá og hefst útsending klukkan hálfeitt í nótt.
NBA Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira