Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar 26. maí 2025 11:31 Samkvæmt nýjustu greiningu UN Women hafa meira en 28.000 konur og stúlkur verið drepnar á Gasa síðan átökin hófust í október 2023*. Þetta jafngildir að meðaltali einni konu og einni stúlku sem drepnar eru á hverri klukkustund í árásum ísraelska hersins. Meðal eru þúsundir mæðra sem láta eftir sig börn og fjölskyldur. Heilu samfélögin standa eftir í sárum. Yfirvofandi hungursneyð Síðan vopnahléið á Gasa var rofið í mars síðastliðnum hefur ástandið versnað enn frekar. Engri mannúðaraðstoð hefur verið hleypt inn á svæðið í rúmar tíu vikur. Afleiðingarnar eru skelfilegar: Skortur er á mat, lyfjum og öðrum nauðsynjum. Hver einasta kona og stúlka á Gasa (fleiri en ein milljón) stendur því frammi fyrir hungursneyð. Konur og stúlkur eru á flótta í eigin heimalandi. Þær eiga hvergi skjól, hafa ekki aðgang að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu og verða sífellt berskjaldaðri fyrir ofbeldi. Tíðni mæðradauða fer hækkandi, einkum vegna skorts á öruggri fæðingarþjónustu, lyfjum og nauðsynlegri umönnun. Staðan er grafalvarleg. Konur í lykilhlutverki á tímum gríðarlegrar neyðar Þrátt fyrir ólýsanlegar aðstæður halda UN Women störfum sínum áfram á Gasa. Þar fer fram mikilvægt samstarf við staðbundin kvennasamtök, sem gegna lykilhlutverki í dreifa hjálpargögnum, miðla fræðslu og veita sálfélagslegan stuðning. Þar að auki byggja þær upp viðnámsþrótt í samfélögum sem nú berjast fyrir tilveru sinni. Starfið felst ekki eingöngu í að bregðast við afleiðingum átaka, heldur einnig í því að leggja grunninn að enduruppbyggingu. Mikilvægt er að tryggja aðkomu kvenna og að tekið sé mið af þörfum þeirra, bæði á meðan neyðarástand ríkir og við enduruppbygginguna. Skýr krafa um aðgerðir Umfang þjáningarinnar og skortsins á Gasa er langt umfram þau úrræði og það fjármagn sem kvennasamtök og hjálparstofnanir hafa yfir að ráða að svo stöddu. Skertur stuðningur ógnar lífsnauðsynlegri þjónustu, líkt og ný skýrsla UN Women bendir á. Án verulegrar aukningar á aðgengi að mannúðaraðstoð, fjármögnun og stuðningi er ljóst að óteljandi mannslíf eru í húfi. UN Women taka undir kröfu aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um skilyrðislaust vopnahlé, óhindraðan aðgang að mannúðaraðstoð, og skilyrðislausa lausn allra gísla og þeirra sem hafa verið handtekin af handahófi, án dóms og laga. *Í febrúar 2025 greindi tímaritið The Lancet frá því að líklegt sé að dauðsföll í Gasa hafi verið vanmetin um allt að 41 prósent. Niðurstöðurnar byggja bæði á skráðum dauðsföllum og svonefndum umfram dauðsföllum – þ.e. dauðsföllum sem hafa hugsanlega ekki verið skráð vegna hruns í heilbrigðisþjónustu og skráningarkerfum á svæðinu. UN Women byggði á þessari aðferðafræði við gerð áætlunar sinnar. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýjustu greiningu UN Women hafa meira en 28.000 konur og stúlkur verið drepnar á Gasa síðan átökin hófust í október 2023*. Þetta jafngildir að meðaltali einni konu og einni stúlku sem drepnar eru á hverri klukkustund í árásum ísraelska hersins. Meðal eru þúsundir mæðra sem láta eftir sig börn og fjölskyldur. Heilu samfélögin standa eftir í sárum. Yfirvofandi hungursneyð Síðan vopnahléið á Gasa var rofið í mars síðastliðnum hefur ástandið versnað enn frekar. Engri mannúðaraðstoð hefur verið hleypt inn á svæðið í rúmar tíu vikur. Afleiðingarnar eru skelfilegar: Skortur er á mat, lyfjum og öðrum nauðsynjum. Hver einasta kona og stúlka á Gasa (fleiri en ein milljón) stendur því frammi fyrir hungursneyð. Konur og stúlkur eru á flótta í eigin heimalandi. Þær eiga hvergi skjól, hafa ekki aðgang að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu og verða sífellt berskjaldaðri fyrir ofbeldi. Tíðni mæðradauða fer hækkandi, einkum vegna skorts á öruggri fæðingarþjónustu, lyfjum og nauðsynlegri umönnun. Staðan er grafalvarleg. Konur í lykilhlutverki á tímum gríðarlegrar neyðar Þrátt fyrir ólýsanlegar aðstæður halda UN Women störfum sínum áfram á Gasa. Þar fer fram mikilvægt samstarf við staðbundin kvennasamtök, sem gegna lykilhlutverki í dreifa hjálpargögnum, miðla fræðslu og veita sálfélagslegan stuðning. Þar að auki byggja þær upp viðnámsþrótt í samfélögum sem nú berjast fyrir tilveru sinni. Starfið felst ekki eingöngu í að bregðast við afleiðingum átaka, heldur einnig í því að leggja grunninn að enduruppbyggingu. Mikilvægt er að tryggja aðkomu kvenna og að tekið sé mið af þörfum þeirra, bæði á meðan neyðarástand ríkir og við enduruppbygginguna. Skýr krafa um aðgerðir Umfang þjáningarinnar og skortsins á Gasa er langt umfram þau úrræði og það fjármagn sem kvennasamtök og hjálparstofnanir hafa yfir að ráða að svo stöddu. Skertur stuðningur ógnar lífsnauðsynlegri þjónustu, líkt og ný skýrsla UN Women bendir á. Án verulegrar aukningar á aðgengi að mannúðaraðstoð, fjármögnun og stuðningi er ljóst að óteljandi mannslíf eru í húfi. UN Women taka undir kröfu aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um skilyrðislaust vopnahlé, óhindraðan aðgang að mannúðaraðstoð, og skilyrðislausa lausn allra gísla og þeirra sem hafa verið handtekin af handahófi, án dóms og laga. *Í febrúar 2025 greindi tímaritið The Lancet frá því að líklegt sé að dauðsföll í Gasa hafi verið vanmetin um allt að 41 prósent. Niðurstöðurnar byggja bæði á skráðum dauðsföllum og svonefndum umfram dauðsföllum – þ.e. dauðsföllum sem hafa hugsanlega ekki verið skráð vegna hruns í heilbrigðisþjónustu og skráningarkerfum á svæðinu. UN Women byggði á þessari aðferðafræði við gerð áætlunar sinnar. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun