Innlent

Dregur vélar­vana bát að landi

Atli Ísleifsson skrifar
Báturinn var í vandræðum um þrjár sjómílur suður af Hópsnesi.
Báturinn var í vandræðum um þrjár sjómílur suður af Hópsnesi. Landsbjörg

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boðaði í morgun áhöfn björgunarskipsins Odds V. Gíslasonar í Grindavík út vegna lítils fiskibáts sem var í vandræðum um þrjár sjómílur suður af Hópsnesi. Báturinn naut ekki vélarafls og var óskað eftir aðstoð við að draga bátinn að landi.

Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að útkallið hafi komið um 10:20 í morgun.

„Oddur V. Gíslason með fimm manns í áhöfn, var kominn á staðinn og taug kominn á milli björgunarskips og báts á tólfta tímanum og er björgunarskipið nú á heimleið með fiskibátinn í togi. Verður hann dreginn til hafnar í Grindavík og áætlar komu þangað um eitt leitið. 

Oddur V Gíslason er eitt af eldri skipum björgunarskipaflota Slysavarnafélagsins og vegna þeirrar óvissu sem er uppi um starfsemi og byggð í Grindavík, er það síðast í endurnýjunar röð björgunarskipa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Fimmta skipið í því verkefni er komið á flot í Finnlandi og verður afhent Hornfirðingum í næsta mánuði,“ segir í tilkynningunni. 

Landsbjörg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×