Krókur á móti bragði færði útlendingamálin framar í röðinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2025 18:00 Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, lagði til að tvö frumvörp dómsmálaráðherra um útlendingamál yrðu færð framar á dagskrá þingsins. Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn funduðu með forseta Alþingis nú síðdegis um að flýta afgreiðslu á útlendingamálum dómsmálaráðherra, eftir boð stjórnarandstöðunnar um það. Ráðherrann sagði um helgina að stjórnarandstaðan tefði fyrir afgreiðslu málanna á þingi. Að endingu náðust samningar um að færa mál ráðherrans framar á dagskrá. Stjórnarandstöðuþingmenn stigu í pontu Alþingis á þingfundi síðdegis hver á eftir öðrum og lýstu megnri vanþóknun á orðum sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra lét falla í Sprengisandi í gær, þar sem hún sagði stjórnarandstöðuna koma í veg fyrir að útlendingamál hlytu umfjöllun á þinginu. Þorbjörg svaraði því til að gleðilegt væri að heyra ákveðna þingmenn lýsa því yfir að þeir myndu styðja mál ráðherrans, sem snúa annars vegar að framsali sakamanna og hins vegar afhendingu farþegalista til lögreglu og tollayfirvalda. Nokkuð havarí varð í þinginu vegna þessa máls, líkt og lesa má um í greininni hér að neðan. Þingmenn stjórnarandstöðunnar bentu meðal annars á að dagskrárvaldið væri ríkisstjórnarflokkanna, en ekki þeirra sem sætu í minnihluta. Fór svo að hlé var gert á þingfundi til þess að forseti gæti rætt við formenn þingflokka um tillögu frá Bergþóri Ólasyni, þingflokksformanni Miðflokksins, um að færa mál ráðherrans fremst á dagskrá, svo afgreiða mætti þau sem fyrst. Hlaut sú tillaga stuðning Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Með öðrum orðum virðist stjórnarandstaðan vilja sýna í verki að ekki standi á henni að fjalla um útlendingamál og áherslur ráðherrans í þeim efnum, ólíkt því sem Þorbjörg Sigríður hafði áður sagt. Á fundi þingforseta með þingflokksformönnum náðust samningar um að tillagan yrði dregin til baka, en að útlendingamálin færðust framar á dagskrá. Þau verða tekin fyrir að loknum atkvæðagreiðslum um önnur mál. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Stjórnarandstöðuþingmenn stigu í pontu Alþingis á þingfundi síðdegis hver á eftir öðrum og lýstu megnri vanþóknun á orðum sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra lét falla í Sprengisandi í gær, þar sem hún sagði stjórnarandstöðuna koma í veg fyrir að útlendingamál hlytu umfjöllun á þinginu. Þorbjörg svaraði því til að gleðilegt væri að heyra ákveðna þingmenn lýsa því yfir að þeir myndu styðja mál ráðherrans, sem snúa annars vegar að framsali sakamanna og hins vegar afhendingu farþegalista til lögreglu og tollayfirvalda. Nokkuð havarí varð í þinginu vegna þessa máls, líkt og lesa má um í greininni hér að neðan. Þingmenn stjórnarandstöðunnar bentu meðal annars á að dagskrárvaldið væri ríkisstjórnarflokkanna, en ekki þeirra sem sætu í minnihluta. Fór svo að hlé var gert á þingfundi til þess að forseti gæti rætt við formenn þingflokka um tillögu frá Bergþóri Ólasyni, þingflokksformanni Miðflokksins, um að færa mál ráðherrans fremst á dagskrá, svo afgreiða mætti þau sem fyrst. Hlaut sú tillaga stuðning Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Með öðrum orðum virðist stjórnarandstaðan vilja sýna í verki að ekki standi á henni að fjalla um útlendingamál og áherslur ráðherrans í þeim efnum, ólíkt því sem Þorbjörg Sigríður hafði áður sagt. Á fundi þingforseta með þingflokksformönnum náðust samningar um að tillagan yrði dregin til baka, en að útlendingamálin færðust framar á dagskrá. Þau verða tekin fyrir að loknum atkvæðagreiðslum um önnur mál.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira