Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar 27. maí 2025 09:30 Það geta allir gert mistök, jafnvel tekið einhverjar ákvarðnir sem við nánari skoðun eru ekkert sérstaklega góðar og þá ef tími og möguleiki er á, breytt ákvörðunum sínum. Það er hins vegar ekki góður siður að kenna öðrum um eigin mistök og rangar ákvarðarnir. Bæjarstjórinn í Kópavogi náði að koma sér í fréttirnar rétt fyrir páskahelgina fyrir þá góðmennsku sína að draga til baka hækkarnir á sumarnámskeið sem Kópavogur heldur fyrir börn í bænum. Áttu námskeiðin að hækka á bílinu 52 – 105%. Þessar hækkarnir voru hluti að “hagræðingartillögum” meirihlutans vegna kjarasamninga kennara og var meirihlutinn fljótur að finna breiðu bökin til að standa undir þeim en þegar óánægja myndaðist og meirihlutuanum fannst þetta ekki líklegt til vinsælda þá var íþróttafélögunum í bænum kastað undir rútuna og þau sögð hafa lagt þessa hækkun til. Bæjarstjórinn sagði í viðtali við RÚV „Þessi tillaga var lögð fram vegna þess að við höfðum fengið athugasemdir þess efnis frá íþróttafélögum sem hafa verið að halda úti sumarnámskeiðum, að Kópavogsbær hefur verið með sumarnámskeið í beinni samkeppni við íþróttafélögin og á heldur lægra verði heldur en það sem gengur og gerist. Í ljósi þessa töldum við að það væri kannski rétt að endurskoða gjaldskrána og bjóða upp á sambærileg sumarnámskeið á svipuðu verði,“ Þegar undirritaður spurðist fyrir um á fundi Lýðheilsu – og íþróttanefndar Kópavogs hvaða íþróttafélög hefðu þrýst á um þessar hækkarnir var ekkert um svör. Mögulega hefði verið eitthvað óformlegt við einhverja, ekkert formlegt, engin beiðni, rökstuðningur eða neitt. Ákvörðunin um hækkunina var meirihlutans í Kópavogi og hann tók þetta upp hjá sjálfum sér, sá svo að sér og hefði bara betur viðurkennt það hreint og beint. Íþróttafélögin í Kópavogi báðu ekki um að gjöld á sumarnámskeið bæjarins væru hækkuð, þá hefði það komið fram í svarinu í nefndinni. Svo er rétt að hafa í huga að sumarfrístundanámskeiðin sem bærinn heldur eru m.a. ætluð þeim börnum sem e.t.v. finna sig ekki í íþróttanámskeiðum, en svoleiðis börn eru víst til, og það þarf líka að sinna þeirra þörfum og sjá til þess að þau hafi eitthvað skemmtilegt að gera yfir sumarið. Bæjarstjóranum fannst upplagt að rukka fjölskyldur þeirra frá helmingi uppí tvöfallt meira en síðasta ár, allt undir því kunnulega yfirvarpi bæjarstjórans síðustu vikur að það þurti að fjármagna launahækkarnir kennara. Svo þegar hún varð vör við skiljanlega óánægju bæjarbúa þá henti hún íþróttafélögunum fyrir rútuna. Ekki er það nú stórmannlega gert. Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í lýðheilsu- og íþróttanefnd Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Það geta allir gert mistök, jafnvel tekið einhverjar ákvarðnir sem við nánari skoðun eru ekkert sérstaklega góðar og þá ef tími og möguleiki er á, breytt ákvörðunum sínum. Það er hins vegar ekki góður siður að kenna öðrum um eigin mistök og rangar ákvarðarnir. Bæjarstjórinn í Kópavogi náði að koma sér í fréttirnar rétt fyrir páskahelgina fyrir þá góðmennsku sína að draga til baka hækkarnir á sumarnámskeið sem Kópavogur heldur fyrir börn í bænum. Áttu námskeiðin að hækka á bílinu 52 – 105%. Þessar hækkarnir voru hluti að “hagræðingartillögum” meirihlutans vegna kjarasamninga kennara og var meirihlutinn fljótur að finna breiðu bökin til að standa undir þeim en þegar óánægja myndaðist og meirihlutuanum fannst þetta ekki líklegt til vinsælda þá var íþróttafélögunum í bænum kastað undir rútuna og þau sögð hafa lagt þessa hækkun til. Bæjarstjórinn sagði í viðtali við RÚV „Þessi tillaga var lögð fram vegna þess að við höfðum fengið athugasemdir þess efnis frá íþróttafélögum sem hafa verið að halda úti sumarnámskeiðum, að Kópavogsbær hefur verið með sumarnámskeið í beinni samkeppni við íþróttafélögin og á heldur lægra verði heldur en það sem gengur og gerist. Í ljósi þessa töldum við að það væri kannski rétt að endurskoða gjaldskrána og bjóða upp á sambærileg sumarnámskeið á svipuðu verði,“ Þegar undirritaður spurðist fyrir um á fundi Lýðheilsu – og íþróttanefndar Kópavogs hvaða íþróttafélög hefðu þrýst á um þessar hækkarnir var ekkert um svör. Mögulega hefði verið eitthvað óformlegt við einhverja, ekkert formlegt, engin beiðni, rökstuðningur eða neitt. Ákvörðunin um hækkunina var meirihlutans í Kópavogi og hann tók þetta upp hjá sjálfum sér, sá svo að sér og hefði bara betur viðurkennt það hreint og beint. Íþróttafélögin í Kópavogi báðu ekki um að gjöld á sumarnámskeið bæjarins væru hækkuð, þá hefði það komið fram í svarinu í nefndinni. Svo er rétt að hafa í huga að sumarfrístundanámskeiðin sem bærinn heldur eru m.a. ætluð þeim börnum sem e.t.v. finna sig ekki í íþróttanámskeiðum, en svoleiðis börn eru víst til, og það þarf líka að sinna þeirra þörfum og sjá til þess að þau hafi eitthvað skemmtilegt að gera yfir sumarið. Bæjarstjóranum fannst upplagt að rukka fjölskyldur þeirra frá helmingi uppí tvöfallt meira en síðasta ár, allt undir því kunnulega yfirvarpi bæjarstjórans síðustu vikur að það þurti að fjármagna launahækkarnir kennara. Svo þegar hún varð vör við skiljanlega óánægju bæjarbúa þá henti hún íþróttafélögunum fyrir rútuna. Ekki er það nú stórmannlega gert. Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í lýðheilsu- og íþróttanefnd Kópavogs.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar