Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2025 10:32 Shai Gilgeous-Alexander í viðtali efitr magnaða frammistöðu sína í nótt. Getty/David Berding Oklahoma City Thunder hafði betur í spennuleik gegn Minnesota Timberwolves í nótt, 128-126, og er nú 3-1 yfir í einvígi liðanna í úrslitum vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Náfrændur voru stigahæstir í liðunum. Minnesota minnkaði muninn í 123-121 þegar 23 sekúndur voru eftir og við tók mikil vítabarátta í lokin. Nickeil Alexander-Walker braut á þessum kafla tvívegis á frænda sínum, Shai Gilgeous-Alexander, en sá síðarnefndi stóðst álagið vel á vítalínunni og það skilaði sigri. Gilgeous-Alexander og Alexander-Walker þekkja það afar vel að kljást í körfubolta en pabbi Gilgeous-Alexander og mamma Alexander-Walker eru systkini. Þeir ólust upp í aðeins tuttugu mínútna fjarlægð hvor frá öðrum, í Toronto í Kanada, og léku sér oft saman ásamt Thomasi, yngri bróður Shai. Í nótt voru frændurnir í aðalhlutverkum því Gilgeous-Alexander skoraði 40 stig fyrir Thunder, átti 10 stoðsendingar og tók 9 fráköst. SGA DROPS A NEAR 40-POINT TRIPLE DOUBLE 🤯⚡️ 40 PTS⚡️ 10 AST⚡️ 9 REBThe @okcthunder take a 3-1 Western Conference Finals lead! pic.twitter.com/Lu44iHcoLs— NBA (@NBA) May 27, 2025 Alexander-Walker átti ekki alveg sama stórleik en endaði stigahæstur hjá Timberwolves með 23 stig, gaf 6 stoðsendingar og tók 4 fráköst. „Hann var virkilega góður í kvöld,“ sagði Gilgeous-Alexander um frænda sinn og hélt áfram: "Stuff we've dreamt about for our whole lives..."- SGA on facing his cousin Nickeil Alexander-Walker 🥺 pic.twitter.com/VInhxyR099— NBA (@NBA) May 27, 2025 „Manni fannst hann varla klikka á skoti. Það kemur mér ekki á óvart því ég veit hvernig körfuboltamaður hann er. Hann getur alltaf átt svona leiki. Virkilega góður körfuboltamaður, með frábæra tilfinningu og hæfileika. Það er bara tímaspursmál hvenær hann springur,“ sagði MVP-leikmaðurinn og bætti við: „Það var ofurgaman að glíma við hann, á þessu stigi, hálfan leikinn fannst manni. Stundum hafði hann betur og stundum ég. Þetta er eitthvað sem okkur hefur dreymt um alla ævi. Það er klikkað að það skuli vera að gerast.“ Thunder getur núna tryggt sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar með sigri á heimavelli annað kvöld. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan hálfeitt. Í kvöld eru það hins vegar Indiana Pacers og New York Knicks sem mætast og hefst útsendingin á miðnætti. NBA Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
Minnesota minnkaði muninn í 123-121 þegar 23 sekúndur voru eftir og við tók mikil vítabarátta í lokin. Nickeil Alexander-Walker braut á þessum kafla tvívegis á frænda sínum, Shai Gilgeous-Alexander, en sá síðarnefndi stóðst álagið vel á vítalínunni og það skilaði sigri. Gilgeous-Alexander og Alexander-Walker þekkja það afar vel að kljást í körfubolta en pabbi Gilgeous-Alexander og mamma Alexander-Walker eru systkini. Þeir ólust upp í aðeins tuttugu mínútna fjarlægð hvor frá öðrum, í Toronto í Kanada, og léku sér oft saman ásamt Thomasi, yngri bróður Shai. Í nótt voru frændurnir í aðalhlutverkum því Gilgeous-Alexander skoraði 40 stig fyrir Thunder, átti 10 stoðsendingar og tók 9 fráköst. SGA DROPS A NEAR 40-POINT TRIPLE DOUBLE 🤯⚡️ 40 PTS⚡️ 10 AST⚡️ 9 REBThe @okcthunder take a 3-1 Western Conference Finals lead! pic.twitter.com/Lu44iHcoLs— NBA (@NBA) May 27, 2025 Alexander-Walker átti ekki alveg sama stórleik en endaði stigahæstur hjá Timberwolves með 23 stig, gaf 6 stoðsendingar og tók 4 fráköst. „Hann var virkilega góður í kvöld,“ sagði Gilgeous-Alexander um frænda sinn og hélt áfram: "Stuff we've dreamt about for our whole lives..."- SGA on facing his cousin Nickeil Alexander-Walker 🥺 pic.twitter.com/VInhxyR099— NBA (@NBA) May 27, 2025 „Manni fannst hann varla klikka á skoti. Það kemur mér ekki á óvart því ég veit hvernig körfuboltamaður hann er. Hann getur alltaf átt svona leiki. Virkilega góður körfuboltamaður, með frábæra tilfinningu og hæfileika. Það er bara tímaspursmál hvenær hann springur,“ sagði MVP-leikmaðurinn og bætti við: „Það var ofurgaman að glíma við hann, á þessu stigi, hálfan leikinn fannst manni. Stundum hafði hann betur og stundum ég. Þetta er eitthvað sem okkur hefur dreymt um alla ævi. Það er klikkað að það skuli vera að gerast.“ Thunder getur núna tryggt sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar með sigri á heimavelli annað kvöld. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan hálfeitt. Í kvöld eru það hins vegar Indiana Pacers og New York Knicks sem mætast og hefst útsendingin á miðnætti.
NBA Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira