Lífið

Elsti keppandinn í sögu Ung­frú Ís­land glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló

Stefán Árni Pálsson skrifar
Móðeiður náði sínum markmiðum í keppninni Ungfrú Ísland.
Móðeiður náði sínum markmiðum í keppninni Ungfrú Ísland.

Móeiður Sif Skúladóttir hugsaði sig ekki tvisvar um þegar hún var beðin um að taka þátt í Ungfrú Ísland, þótt hún væri orðin 37 ára og þar með elsti keppandi frá upphafi.

Í lokaþættinum af Stóru Stundinni fékk Sigrún Ósk að fylgjast með Móeiði í aðdraganda keppninnar og fékk að vera baksviðs þegar tuttugu ungar konur keppa um titilinn Ungfrú Ísland.

Í þættinum var farið yfir allan undirbúninginn og rætt ítarlega við Móeiði sem opnaði sig meðal annars um að hafa glímt við átröskun og farið minnst niður í 39 kíló í þyngd.

Móeiður keppti til að mynda áður í módelfitness og þá varð hún að passa sig þá sérstaklega. 

„Ég var alveg að dansa á línunni þegar ég var í því og ég verð bara að passa mig,“ segir Móeiður sem rifjar upp fermingarmyndir af sér. Á þeim tíma upplifði hún sig feita og þá fór sjúkdómurinn að gera vart við sig.

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.

Klippa: Glímdi við átröskun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.