Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Jakob Bjarnar skrifar 27. maí 2025 11:05 Kristján Blöndal segir Warhammer snúast um að hafa gaman saman en það eigi ekki við um Sósíalistaflokkinn. Því fellur líking Guðmundar Hrafns, að hans mati, flöt. vísir/vilhelm/aðsend „Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum.“ Þannig hefst viðhorfsgrein eftir Kristján Blöndal sem titlar sig Warhammer Boss en hann vill ekki að nördum landsins sé líkt við Sósíalistaflokkinn. Kristján er heldur ósáttur við þá líkingu sem Guðmundur Hrafn, formaður leigjendasamtakanna, grípur til þegar hann segir nýafstaðinn og sögulegan aðalfund Sósíalistaflokksins eins og Warhammer-útsölu í afþreyingarversluninni Nexus. Viðtalið hefur vakið mikla athygli og kallað fram viðbrögð. Þannig hefur Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar séð ástæðu til að svara og nú er það Warhammer-samfélagið sem vill gera athugasemd við líkingarmál Guðmundar Hrafns. Kristján segist oft spurður hvað þurfi til að verða góður Warhammerspilari og ráðleggingar hans eru þær að fólk hafi gott hugarfar, sýni hæfni í mannlegum samskiptum og svo hjálpi óneitanlega að vera heppinn. „Warhammer snýst um að hittast, spila & spjalla, og hafa gaman saman. Það sýnir sig greinilega að það hefur vantað í Sósíalistaflokkinn og félagsmenn þess,“ segir Kristján. Honum finnst illa vegið að Warhammer-spilurum að líkja þessu tvennu saman. „Enn og aftur er vinstri vængur íslenskra stjórnmála að springa eins og fyrrum Júgóslavía og bitrir kverúlantar leitast við að komast á forsíðu blaðanna og keppast um leiðindi við landsmenn.“ Kristján óskar sósíalistum alls góðs en vildi gjarnan óska þess að það fólk sleppi því að blanda tölvunördum saman við misskemmtilegar deilur í flokki sínum. Sósíalistaflokkurinn Leikjavísir Borðspil Tengdar fréttir Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna hefur sagt sig úr Sósíalistaflokknum. Hann hefur verið með flokknum frá upphafi og hefur stutt Gunnar Smára Egilsson fyrrverandi formann framkvæmdastjórnar. Hann var staddur á sögulegum aðalfundi þar sem þeir sem eldri voru var sópað út með miklu hópefli. Guðmundur Hrafn segir grasserandi illdeilur og óþol hafa haft yfirhöndina í Sósíalistaflokknum. 27. maí 2025 07:00 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Sjá meira
Kristján er heldur ósáttur við þá líkingu sem Guðmundur Hrafn, formaður leigjendasamtakanna, grípur til þegar hann segir nýafstaðinn og sögulegan aðalfund Sósíalistaflokksins eins og Warhammer-útsölu í afþreyingarversluninni Nexus. Viðtalið hefur vakið mikla athygli og kallað fram viðbrögð. Þannig hefur Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar séð ástæðu til að svara og nú er það Warhammer-samfélagið sem vill gera athugasemd við líkingarmál Guðmundar Hrafns. Kristján segist oft spurður hvað þurfi til að verða góður Warhammerspilari og ráðleggingar hans eru þær að fólk hafi gott hugarfar, sýni hæfni í mannlegum samskiptum og svo hjálpi óneitanlega að vera heppinn. „Warhammer snýst um að hittast, spila & spjalla, og hafa gaman saman. Það sýnir sig greinilega að það hefur vantað í Sósíalistaflokkinn og félagsmenn þess,“ segir Kristján. Honum finnst illa vegið að Warhammer-spilurum að líkja þessu tvennu saman. „Enn og aftur er vinstri vængur íslenskra stjórnmála að springa eins og fyrrum Júgóslavía og bitrir kverúlantar leitast við að komast á forsíðu blaðanna og keppast um leiðindi við landsmenn.“ Kristján óskar sósíalistum alls góðs en vildi gjarnan óska þess að það fólk sleppi því að blanda tölvunördum saman við misskemmtilegar deilur í flokki sínum.
Sósíalistaflokkurinn Leikjavísir Borðspil Tengdar fréttir Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna hefur sagt sig úr Sósíalistaflokknum. Hann hefur verið með flokknum frá upphafi og hefur stutt Gunnar Smára Egilsson fyrrverandi formann framkvæmdastjórnar. Hann var staddur á sögulegum aðalfundi þar sem þeir sem eldri voru var sópað út með miklu hópefli. Guðmundur Hrafn segir grasserandi illdeilur og óþol hafa haft yfirhöndina í Sósíalistaflokknum. 27. maí 2025 07:00 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Sjá meira
Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna hefur sagt sig úr Sósíalistaflokknum. Hann hefur verið með flokknum frá upphafi og hefur stutt Gunnar Smára Egilsson fyrrverandi formann framkvæmdastjórnar. Hann var staddur á sögulegum aðalfundi þar sem þeir sem eldri voru var sópað út með miklu hópefli. Guðmundur Hrafn segir grasserandi illdeilur og óþol hafa haft yfirhöndina í Sósíalistaflokknum. 27. maí 2025 07:00