Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar 28. maí 2025 08:02 Í heimi þar sem gervigreind getur skrifað texta og jafnvel heilar ritgerðir á nokkrum sekúndum gætu margir haldið að draga mætti úr vægi ritunarkennslu. En þrátt fyrir þessar miklu tækniframfarir, eða kannski einmitt vegna þeirra, hefur ritunarkennsla aldrei verið mikilvægari fyrir íslenska nemendur! Vísbendingar eru um að styrkja mætti markvissa kennslu og mat á framförum í ritun í skólum landsins enda hafa kennarar lengi staðið frammi fyrir þeirri áskorun að kennsluefni og verkfæri til stuðnings ritunarkennslu hafa verið af skornum skammti. Sem fyrsta svar við þeirri brýnu þörf hefur Miðstöð menntunar og skólaþjónustu nú gefið út Ritunarramman, heildstæðan matsramma í ritun sem veitir kennurum trausta undirstöðu fyrir markvissa ritunarkennslu á öllum stigum grunnskólans. Hjálpar ekki bara til við ritunarkennslu Undanfarin ár hefur dalandi lesskilningur íslenskra ungmenna valdið mörgum áhyggjum. Það sem kannski færri vita er að ritun og lestur ganga hönd í hönd og rannsóknir sýna að þegar við eflum ritunarfærni nemenda, eykst lesskilningur þeirra um leið. En það er ekki eingöngu lesskilningurinn sem vex með aukinni ritunarhæfni heldur þjálfum við hugsun og rökhugsun samhliða. Við þurfum að skipuleggja efnið sem við ætlum að skrifa um, móta hugmyndir okkar og setja þær fram á skýran hátt. Ferlinu má líkja við líkamsrækt fyrir heilann. Þjálfun sem eflir getu okkar til að hugsa skýrt, greina flóknar upplýsingar og taka ákvarðanir. Umræða um skort á gagnrýninni hugsun hjá ungmennum kemur reglulega upp, ekki síst í kjölfar birtinga á niðurstöðum PISA könnunarinnar. Ritunarramminn tekur mið af þremur gerðum texta og þar á meðal rökfærslutexta. Þegar nemendur læra að færa rök fyrir skoðunum sínum í texta, læra þeir um leið að vega og meta upplýsingar, greina málin frá ólíkum sjónarhornum og koma auga á veikleika í röksemdafærslu. Allt er þetta færni sem nýtist í daglegu lífi. Við þurfum sífellt að tjá okkur skriflega, hvort sem það er í tölvupóstum, umsóknum eða jafnvel skilaboðum á samfélagsmiðlum. Góð ritunarfærni opnar dyr, bæði í námi og starfi. Rannsóknir sýna að atvinnurekendur meta ritunarfærni starfsmanna sinna mikils og að hún geti jafnvel ráðið úrslitum um hver fær starfið eða stöðuhækkunina. Þróaður í samstarfi við kennara Við gerð Ritunarrammans var horft til erlendra matsramma og þess hvað fræðin segja um kennslu og mat á ritun. Mikilvægast af öllu var þó samstarfið við 86 kennara víðs vegar að af landinu þar sem þeir prófuðu frumútgáfu rammans í raunverulegum kennsluaðstæðum og gáfu höfundum mikilvæga endurgjöf í kjölfarið. Margir töluðu um hversu mikil vöntun væri á leiðbeiningum og kennslugögnum til stuðnings ritunarkennslu og voru á einu máli um að Ritunarramminn og fræðslan tengd honum svöruðu því kalli vel og kæmi vel til móts við raunverulegar þarfir í skólastarfinu. Nú í kjölfarið á útgáfu Ritunarrammans býður Miðstöð menntunar og skólaþjónustu upp á starfsþróunartilboð fyrir kennara. Reynslan sýnir að útgáfa sem þessi er einungis fyrsta skrefið og ávinningurinn verður fyrst raunverulegur þegar kennarar ná að nýta verkfærið til fulls í sinni kennslu. Með starfsþróunartilboðunum viljum við tryggja að kennarar fái þann stuðning sem þeir þurfa til að nýta rammann að fullu og efla þannig bæði nemendur sína og eigin fagmennsku. Fyrstu starfsþróunarnámskeiðin verða auglýst á næstu vikum og eru þau opin öllum kennurum sem áhuga hafa. Nánari upplýsingar verður hægt að finna á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Höfundur er læsisfræðingur og annar höfundur Ritunarrammans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í heimi þar sem gervigreind getur skrifað texta og jafnvel heilar ritgerðir á nokkrum sekúndum gætu margir haldið að draga mætti úr vægi ritunarkennslu. En þrátt fyrir þessar miklu tækniframfarir, eða kannski einmitt vegna þeirra, hefur ritunarkennsla aldrei verið mikilvægari fyrir íslenska nemendur! Vísbendingar eru um að styrkja mætti markvissa kennslu og mat á framförum í ritun í skólum landsins enda hafa kennarar lengi staðið frammi fyrir þeirri áskorun að kennsluefni og verkfæri til stuðnings ritunarkennslu hafa verið af skornum skammti. Sem fyrsta svar við þeirri brýnu þörf hefur Miðstöð menntunar og skólaþjónustu nú gefið út Ritunarramman, heildstæðan matsramma í ritun sem veitir kennurum trausta undirstöðu fyrir markvissa ritunarkennslu á öllum stigum grunnskólans. Hjálpar ekki bara til við ritunarkennslu Undanfarin ár hefur dalandi lesskilningur íslenskra ungmenna valdið mörgum áhyggjum. Það sem kannski færri vita er að ritun og lestur ganga hönd í hönd og rannsóknir sýna að þegar við eflum ritunarfærni nemenda, eykst lesskilningur þeirra um leið. En það er ekki eingöngu lesskilningurinn sem vex með aukinni ritunarhæfni heldur þjálfum við hugsun og rökhugsun samhliða. Við þurfum að skipuleggja efnið sem við ætlum að skrifa um, móta hugmyndir okkar og setja þær fram á skýran hátt. Ferlinu má líkja við líkamsrækt fyrir heilann. Þjálfun sem eflir getu okkar til að hugsa skýrt, greina flóknar upplýsingar og taka ákvarðanir. Umræða um skort á gagnrýninni hugsun hjá ungmennum kemur reglulega upp, ekki síst í kjölfar birtinga á niðurstöðum PISA könnunarinnar. Ritunarramminn tekur mið af þremur gerðum texta og þar á meðal rökfærslutexta. Þegar nemendur læra að færa rök fyrir skoðunum sínum í texta, læra þeir um leið að vega og meta upplýsingar, greina málin frá ólíkum sjónarhornum og koma auga á veikleika í röksemdafærslu. Allt er þetta færni sem nýtist í daglegu lífi. Við þurfum sífellt að tjá okkur skriflega, hvort sem það er í tölvupóstum, umsóknum eða jafnvel skilaboðum á samfélagsmiðlum. Góð ritunarfærni opnar dyr, bæði í námi og starfi. Rannsóknir sýna að atvinnurekendur meta ritunarfærni starfsmanna sinna mikils og að hún geti jafnvel ráðið úrslitum um hver fær starfið eða stöðuhækkunina. Þróaður í samstarfi við kennara Við gerð Ritunarrammans var horft til erlendra matsramma og þess hvað fræðin segja um kennslu og mat á ritun. Mikilvægast af öllu var þó samstarfið við 86 kennara víðs vegar að af landinu þar sem þeir prófuðu frumútgáfu rammans í raunverulegum kennsluaðstæðum og gáfu höfundum mikilvæga endurgjöf í kjölfarið. Margir töluðu um hversu mikil vöntun væri á leiðbeiningum og kennslugögnum til stuðnings ritunarkennslu og voru á einu máli um að Ritunarramminn og fræðslan tengd honum svöruðu því kalli vel og kæmi vel til móts við raunverulegar þarfir í skólastarfinu. Nú í kjölfarið á útgáfu Ritunarrammans býður Miðstöð menntunar og skólaþjónustu upp á starfsþróunartilboð fyrir kennara. Reynslan sýnir að útgáfa sem þessi er einungis fyrsta skrefið og ávinningurinn verður fyrst raunverulegur þegar kennarar ná að nýta verkfærið til fulls í sinni kennslu. Með starfsþróunartilboðunum viljum við tryggja að kennarar fái þann stuðning sem þeir þurfa til að nýta rammann að fullu og efla þannig bæði nemendur sína og eigin fagmennsku. Fyrstu starfsþróunarnámskeiðin verða auglýst á næstu vikum og eru þau opin öllum kennurum sem áhuga hafa. Nánari upplýsingar verður hægt að finna á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Höfundur er læsisfræðingur og annar höfundur Ritunarrammans.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun