Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Bjarki Sigurðsson skrifar 27. maí 2025 22:16 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir hættulegt að stjórnmálamenn gera fjölmiðla að skotspæni sínum í auknu mæli. Vísir/Vilhelm Formaður Blaðamannafélagsins segir hættulegt að stjórnmálamenn geri fjölmiðla að skotspæni sínum í auknu mæli. Málið sé alvarlegra en stjórnmálamennirnir geri sér grein fyrir. Traust til fjölmiðla hefur verið á niðurleið síðustu ár. Í skýrslu Fjölmiðlanefndar kemur fram að einungis helmingur landsmanna hafi treyst fjölmiðlum til að segja satt og rétt frá í aðdraganda alþingiskosninga. Svo á þessu kjörtímabili hafa í það minnsta þrír þingmenn gagnrýnt stærstu fjölmiðla landsins fyrir að fjalla um sig eða sakað þá um hlutdrægni. Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar sagði umfjöllun Vísis um veiðigjöld undarlega þar sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi situr í stjórn Sýnar sem á Vísi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi Mannlíf og Vísi fyrir umfjöllun um ræðu hennar á Alþingi, þrátt fyrir að hún hafi ekki látið ná í sig í tvo daga. Þá hefur Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokks fólksins kallað eftir því að Morgunblaðið fái enga styrki frá ríkinu vegna umfjöllunar um flokkinn. Einnig má nefna gagnrýni samflokkskonu hans, Ásthildar Lóu Þórsdóttur, á RÚV fyrir umfjöllun um hennar mál. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir stjórnmálamenn í auknu mæli vilja eingöngu miðla upplýsingum á sínum reikningum á samfélagsmiðlum. „Svo þegar kemur einhver alvöru blaðamennska þar sem er verið a spyrja erfiðara spurninga og upplýsa um hluti sem fólk hefði kannski sjálft ekki sett á sína samfélagsmiðla. Þá kemur þessi ómálefnalega gagnrýni sem við gerum miklar athugasemdir við. Við teljum hana skaðlega lýðræðinu. Hún grefur undan trausti á fjölmiðlum,“ segir Sigríður Dögg. Fjölmiðlar séu ekki yfir gagnrýni hafnir, en hún þurfi að vera málefnaleg. Það sé hættulegt að stjórnmálamenn geri fjölmiðla að skotspæni sínum. „Í staðinn fyrir að svara þeim spurningum sem vakna og veita þær upplýsingar sem almenningur á rétt á,“ segir Sigríður Dögg. Fjölmiðlar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira
Traust til fjölmiðla hefur verið á niðurleið síðustu ár. Í skýrslu Fjölmiðlanefndar kemur fram að einungis helmingur landsmanna hafi treyst fjölmiðlum til að segja satt og rétt frá í aðdraganda alþingiskosninga. Svo á þessu kjörtímabili hafa í það minnsta þrír þingmenn gagnrýnt stærstu fjölmiðla landsins fyrir að fjalla um sig eða sakað þá um hlutdrægni. Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar sagði umfjöllun Vísis um veiðigjöld undarlega þar sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi situr í stjórn Sýnar sem á Vísi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi Mannlíf og Vísi fyrir umfjöllun um ræðu hennar á Alþingi, þrátt fyrir að hún hafi ekki látið ná í sig í tvo daga. Þá hefur Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokks fólksins kallað eftir því að Morgunblaðið fái enga styrki frá ríkinu vegna umfjöllunar um flokkinn. Einnig má nefna gagnrýni samflokkskonu hans, Ásthildar Lóu Þórsdóttur, á RÚV fyrir umfjöllun um hennar mál. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir stjórnmálamenn í auknu mæli vilja eingöngu miðla upplýsingum á sínum reikningum á samfélagsmiðlum. „Svo þegar kemur einhver alvöru blaðamennska þar sem er verið a spyrja erfiðara spurninga og upplýsa um hluti sem fólk hefði kannski sjálft ekki sett á sína samfélagsmiðla. Þá kemur þessi ómálefnalega gagnrýni sem við gerum miklar athugasemdir við. Við teljum hana skaðlega lýðræðinu. Hún grefur undan trausti á fjölmiðlum,“ segir Sigríður Dögg. Fjölmiðlar séu ekki yfir gagnrýni hafnir, en hún þurfi að vera málefnaleg. Það sé hættulegt að stjórnmálamenn geri fjölmiðla að skotspæni sínum. „Í staðinn fyrir að svara þeim spurningum sem vakna og veita þær upplýsingar sem almenningur á rétt á,“ segir Sigríður Dögg.
Fjölmiðlar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira