Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar 28. maí 2025 11:00 Í fyrsta sinn á þeim 116 árum sem liðin eru frá því að Reykvíkingar fóru að sækja vatn til bæjarins úr Heiðmörk eru komnar fram kröfur um að vatnsbólin verði færð; að uppfylling þessara grundvallarþarfa samfélagsins víki fyrir öðrum þörfum. Sú þörf er að aka bílum um grannsvæði vatnsverndarinnar á útivistarsvæðinu í Heiðmörk. Í árdaga vatnsveitunnar var Heiðmörkin eyðilegt heiðaland. Á fyrstu áratugunum byggðist þarna frístundabyggð óþægilega nálægt vatnsbólunum, nýr Suðurlandsvegur með stöðugt vaxandi umferð var lagður skammt frá, háspennulínur lagðar þvert yfir vatnstökuna og nú á síðustu áratugum vaxandi útivist af fagurlega fjölbreyttu tagi. Þetta síðasta er ekki síst því að þakka að frá miðri síðustu öld hefur verið afar gott samstarf milli vatnsveitunnar og skógræktarfólks um skógrækt og ýmsa umsjón á vatnsverndarsvæðinu. Skógurinn hefur gert Heiðmörk að einstakri útivistarperlu sem sótt er af fólki hvaðanæva að á höfuðborgarsvæðinu. Það gildir það sama þar og í annarri útivistarperlu, Elliðaárdalnum, þar sem veitufólk hóf skógrækt um svipað leyti. Sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu var forgangsröðunin fullljós fyrir áratug. Þá mótuðu þau saman framtíðarsýn á þróun svæðisins. Það var gert með svæðisskipulagi fyrir allt höfuðborgarsvæðið, sem afar breið samfélagsleg sátt ríkir um. Vatn er grundvallarnauðsyn fólki, atvinnulífi og brunavörnum í sveitarfélögunum. Þess vegna var vatnsverndin það fyrsta sem sett var á skipulagið. Vatnið fyrst, svo aðrir hagsmunir. Frá því þessi sáttmáli var gerður hafa hvorttveggja Garðabær og Hafnarfjörður gert breytingar á deiliskipulagi hjá sér til að endurspegla þetta mikilvægismat. Nú er komið að Reykjavík og fyrir liggur tillaga um að endurspegla sjónarmið sveitarfélagasáttmálans í deiliskipulagi Heiðmerkur. Það er gert meðal annars með því að almenn bílaumferð fari ekki um grannsvæði borholanna sem gefa okkur vatnið sem síðan ratar í kranana hjá okkur. Tillagan gerir vitaskuld ráð fyrir að allur almenningur geti áfram notið útivistar í Heiðmörk og að aðstaða til hennar verði bætt að mörgu leyti. Þá víkur svo við að í fyrsta sinn í meira en öld er farið fram á það að vatnsveitan víki. Að það öryggi vatnsbólanna, sem barist hefur verið við að efla um áratugaskeið gegn vaxandi ógnum, lúti í lægra haldi fyrir bílaumferð um útivistarsvæði. Það finnst mér ótækt og væri ömurleg afturför frá þeirri góðu sátt sem sveitarfélögin náðu fyrir réttum áratug um forgangsröðun framtíðarhagsmuna íbúa. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar, móðurfélags Veitna sem útvega hátt í helmingi landsmanna drykkjarvatn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Hjálmarsson Vatn Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Vatnsból Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í fyrsta sinn á þeim 116 árum sem liðin eru frá því að Reykvíkingar fóru að sækja vatn til bæjarins úr Heiðmörk eru komnar fram kröfur um að vatnsbólin verði færð; að uppfylling þessara grundvallarþarfa samfélagsins víki fyrir öðrum þörfum. Sú þörf er að aka bílum um grannsvæði vatnsverndarinnar á útivistarsvæðinu í Heiðmörk. Í árdaga vatnsveitunnar var Heiðmörkin eyðilegt heiðaland. Á fyrstu áratugunum byggðist þarna frístundabyggð óþægilega nálægt vatnsbólunum, nýr Suðurlandsvegur með stöðugt vaxandi umferð var lagður skammt frá, háspennulínur lagðar þvert yfir vatnstökuna og nú á síðustu áratugum vaxandi útivist af fagurlega fjölbreyttu tagi. Þetta síðasta er ekki síst því að þakka að frá miðri síðustu öld hefur verið afar gott samstarf milli vatnsveitunnar og skógræktarfólks um skógrækt og ýmsa umsjón á vatnsverndarsvæðinu. Skógurinn hefur gert Heiðmörk að einstakri útivistarperlu sem sótt er af fólki hvaðanæva að á höfuðborgarsvæðinu. Það gildir það sama þar og í annarri útivistarperlu, Elliðaárdalnum, þar sem veitufólk hóf skógrækt um svipað leyti. Sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu var forgangsröðunin fullljós fyrir áratug. Þá mótuðu þau saman framtíðarsýn á þróun svæðisins. Það var gert með svæðisskipulagi fyrir allt höfuðborgarsvæðið, sem afar breið samfélagsleg sátt ríkir um. Vatn er grundvallarnauðsyn fólki, atvinnulífi og brunavörnum í sveitarfélögunum. Þess vegna var vatnsverndin það fyrsta sem sett var á skipulagið. Vatnið fyrst, svo aðrir hagsmunir. Frá því þessi sáttmáli var gerður hafa hvorttveggja Garðabær og Hafnarfjörður gert breytingar á deiliskipulagi hjá sér til að endurspegla þetta mikilvægismat. Nú er komið að Reykjavík og fyrir liggur tillaga um að endurspegla sjónarmið sveitarfélagasáttmálans í deiliskipulagi Heiðmerkur. Það er gert meðal annars með því að almenn bílaumferð fari ekki um grannsvæði borholanna sem gefa okkur vatnið sem síðan ratar í kranana hjá okkur. Tillagan gerir vitaskuld ráð fyrir að allur almenningur geti áfram notið útivistar í Heiðmörk og að aðstaða til hennar verði bætt að mörgu leyti. Þá víkur svo við að í fyrsta sinn í meira en öld er farið fram á það að vatnsveitan víki. Að það öryggi vatnsbólanna, sem barist hefur verið við að efla um áratugaskeið gegn vaxandi ógnum, lúti í lægra haldi fyrir bílaumferð um útivistarsvæði. Það finnst mér ótækt og væri ömurleg afturför frá þeirri góðu sátt sem sveitarfélögin náðu fyrir réttum áratug um forgangsröðun framtíðarhagsmuna íbúa. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar, móðurfélags Veitna sem útvega hátt í helmingi landsmanna drykkjarvatn
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar