Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. maí 2025 23:03 Átta ára dóttir Baraböru Drafnar Fischer varð fyrir jeppa en komst lífs af þökk sé hjálmsins. Samsett/Getty „Fyrir sex árum fer dóttir mín út að hjóla með vinkonum sínum og þá fær ég þetta símtal sem enginn vill fá,“ segir Barbara Dröfn Fischer í viðtali í Reykjavík síðdegis. Sara, dóttir Barböru, var átta ára gömul þegar hún hjólaði fyrir slysni út á götu og varð fyrir jeppa. Hún fékk tvö högg, fyrst þegar bíllinn keyrði á hana og svo þegar hún lenti á malbikinu nokkrum metrum frá slysstað. „Þau voru úti að leika og ég held þær hafi verið að leika sér að skransa. Hún missir stjórn og fer út á götu og bíll keyrir á hana,“ sagði Barbara. „Henni var haldið sofandi í nokkra daga á gjörgæslu uppi á spítala og fór svo á Barnaspítala Hringsins og var þar alveg í mánuð.“ Lagaði hjálminn á síðustu stundu Andrea Bergmann Halldórsdóttir, systir Barböru, lýsti atburðunum í pistli á Facebook. Þar brýnir hún fyrir foreldrum og forráðamönnum mikilvægi þess að vera með hjálm en einnig passa upp á að hann sé rétt stilltur. „Viðbragðsaðilar og læknir á bráðamóttöku segja allir að án hjálmsins hefði Sara okkar ekki átt mikla möguleika á að lifa slysið af. Viðbragðsaðilar töluðu um að hjálmurinn hefði enn verið á höfðinu og setið fullkomlega á henni þegar þeir komu á vettvang og þeir telji að það hafi bjargað lífi hennar,“ sagði Andrea. Atburðarásin hefði hins vegar getað verið allt öðruvísi. „Ég fór heim í hádeginu að ná í systur mína og þá var hún akkúrat að fara út að hjóla. Ég stoppa hana í forstofunni, laga hjálminn á höfðinu og stilli hann aftan á,“ sagði Barbara. „Maður gleymir þessu aldrei, ég man þetta alltaf í forstofunni heima.“ Dóttirin hætt að hjóla því hún vill ekki vera með hjálm Þrátt fyrir slysið segir Barbara ekki sjást á dóttur sinni í dag. Hún æfi fótbolta af kappi, fer á skíði og geti gert allt sem venjulegir unglingar gera en Sara er fimmtán ára í dag. Hins vegar séu enn kvillar sem hrjá hana. „Hún er búin að fara í fjölda aðgerða, endurhæfingu, sjúkraþjálfun en þetta mun há henni út lífið. Hún missti snerpu, upplifir reglulega verki í mjöðm, hné og baki og fær höfuðverki sem hún fékk ekki áður,“ segir Andrea. „Markmiðið var að verða atvinnumaður í fótbolta þegar hún var yngri en hún er búin að sjá það núna að það er ekki að fara gerast. Þetta slys hafði þau áhrif að hún verður ekki atvinnumaður,“ segir Barbara. Þær systur segjast báðar hafa miklar áhyggjur af minni notkun ungmenna á hjálmum. „Við búum fyrir neðan unglingaskóla, og þar eru rafskútur og alls konar. Við sjáum að þau eru ekki að nota hjálma. Í vinkonuhópnum hennar, þær eru alveg hættar að nota hjálma. Dóttir mín hjólar ekki í dag, því ég neyði hana til að vera með hjálm. Hún vill ekki vera öðruvísi en allir hinir,“ segir Barbara. „Í 99 prósent tilfella er þetta að fara vera allt í lagi en svo gerist þetta eina prósent.“ Umferðaröryggi Hjólreiðar Reykjavík síðdegis Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Sara, dóttir Barböru, var átta ára gömul þegar hún hjólaði fyrir slysni út á götu og varð fyrir jeppa. Hún fékk tvö högg, fyrst þegar bíllinn keyrði á hana og svo þegar hún lenti á malbikinu nokkrum metrum frá slysstað. „Þau voru úti að leika og ég held þær hafi verið að leika sér að skransa. Hún missir stjórn og fer út á götu og bíll keyrir á hana,“ sagði Barbara. „Henni var haldið sofandi í nokkra daga á gjörgæslu uppi á spítala og fór svo á Barnaspítala Hringsins og var þar alveg í mánuð.“ Lagaði hjálminn á síðustu stundu Andrea Bergmann Halldórsdóttir, systir Barböru, lýsti atburðunum í pistli á Facebook. Þar brýnir hún fyrir foreldrum og forráðamönnum mikilvægi þess að vera með hjálm en einnig passa upp á að hann sé rétt stilltur. „Viðbragðsaðilar og læknir á bráðamóttöku segja allir að án hjálmsins hefði Sara okkar ekki átt mikla möguleika á að lifa slysið af. Viðbragðsaðilar töluðu um að hjálmurinn hefði enn verið á höfðinu og setið fullkomlega á henni þegar þeir komu á vettvang og þeir telji að það hafi bjargað lífi hennar,“ sagði Andrea. Atburðarásin hefði hins vegar getað verið allt öðruvísi. „Ég fór heim í hádeginu að ná í systur mína og þá var hún akkúrat að fara út að hjóla. Ég stoppa hana í forstofunni, laga hjálminn á höfðinu og stilli hann aftan á,“ sagði Barbara. „Maður gleymir þessu aldrei, ég man þetta alltaf í forstofunni heima.“ Dóttirin hætt að hjóla því hún vill ekki vera með hjálm Þrátt fyrir slysið segir Barbara ekki sjást á dóttur sinni í dag. Hún æfi fótbolta af kappi, fer á skíði og geti gert allt sem venjulegir unglingar gera en Sara er fimmtán ára í dag. Hins vegar séu enn kvillar sem hrjá hana. „Hún er búin að fara í fjölda aðgerða, endurhæfingu, sjúkraþjálfun en þetta mun há henni út lífið. Hún missti snerpu, upplifir reglulega verki í mjöðm, hné og baki og fær höfuðverki sem hún fékk ekki áður,“ segir Andrea. „Markmiðið var að verða atvinnumaður í fótbolta þegar hún var yngri en hún er búin að sjá það núna að það er ekki að fara gerast. Þetta slys hafði þau áhrif að hún verður ekki atvinnumaður,“ segir Barbara. Þær systur segjast báðar hafa miklar áhyggjur af minni notkun ungmenna á hjálmum. „Við búum fyrir neðan unglingaskóla, og þar eru rafskútur og alls konar. Við sjáum að þau eru ekki að nota hjálma. Í vinkonuhópnum hennar, þær eru alveg hættar að nota hjálma. Dóttir mín hjólar ekki í dag, því ég neyði hana til að vera með hjálm. Hún vill ekki vera öðruvísi en allir hinir,“ segir Barbara. „Í 99 prósent tilfella er þetta að fara vera allt í lagi en svo gerist þetta eina prósent.“
Umferðaröryggi Hjólreiðar Reykjavík síðdegis Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira