Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. maí 2025 23:03 Átta ára dóttir Baraböru Drafnar Fischer varð fyrir jeppa en komst lífs af þökk sé hjálmsins. Samsett/Getty „Fyrir sex árum fer dóttir mín út að hjóla með vinkonum sínum og þá fær ég þetta símtal sem enginn vill fá,“ segir Barbara Dröfn Fischer í viðtali í Reykjavík síðdegis. Sara, dóttir Barböru, var átta ára gömul þegar hún hjólaði fyrir slysni út á götu og varð fyrir jeppa. Hún fékk tvö högg, fyrst þegar bíllinn keyrði á hana og svo þegar hún lenti á malbikinu nokkrum metrum frá slysstað. „Þau voru úti að leika og ég held þær hafi verið að leika sér að skransa. Hún missir stjórn og fer út á götu og bíll keyrir á hana,“ sagði Barbara. „Henni var haldið sofandi í nokkra daga á gjörgæslu uppi á spítala og fór svo á Barnaspítala Hringsins og var þar alveg í mánuð.“ Lagaði hjálminn á síðustu stundu Andrea Bergmann Halldórsdóttir, systir Barböru, lýsti atburðunum í pistli á Facebook. Þar brýnir hún fyrir foreldrum og forráðamönnum mikilvægi þess að vera með hjálm en einnig passa upp á að hann sé rétt stilltur. „Viðbragðsaðilar og læknir á bráðamóttöku segja allir að án hjálmsins hefði Sara okkar ekki átt mikla möguleika á að lifa slysið af. Viðbragðsaðilar töluðu um að hjálmurinn hefði enn verið á höfðinu og setið fullkomlega á henni þegar þeir komu á vettvang og þeir telji að það hafi bjargað lífi hennar,“ sagði Andrea. Atburðarásin hefði hins vegar getað verið allt öðruvísi. „Ég fór heim í hádeginu að ná í systur mína og þá var hún akkúrat að fara út að hjóla. Ég stoppa hana í forstofunni, laga hjálminn á höfðinu og stilli hann aftan á,“ sagði Barbara. „Maður gleymir þessu aldrei, ég man þetta alltaf í forstofunni heima.“ Dóttirin hætt að hjóla því hún vill ekki vera með hjálm Þrátt fyrir slysið segir Barbara ekki sjást á dóttur sinni í dag. Hún æfi fótbolta af kappi, fer á skíði og geti gert allt sem venjulegir unglingar gera en Sara er fimmtán ára í dag. Hins vegar séu enn kvillar sem hrjá hana. „Hún er búin að fara í fjölda aðgerða, endurhæfingu, sjúkraþjálfun en þetta mun há henni út lífið. Hún missti snerpu, upplifir reglulega verki í mjöðm, hné og baki og fær höfuðverki sem hún fékk ekki áður,“ segir Andrea. „Markmiðið var að verða atvinnumaður í fótbolta þegar hún var yngri en hún er búin að sjá það núna að það er ekki að fara gerast. Þetta slys hafði þau áhrif að hún verður ekki atvinnumaður,“ segir Barbara. Þær systur segjast báðar hafa miklar áhyggjur af minni notkun ungmenna á hjálmum. „Við búum fyrir neðan unglingaskóla, og þar eru rafskútur og alls konar. Við sjáum að þau eru ekki að nota hjálma. Í vinkonuhópnum hennar, þær eru alveg hættar að nota hjálma. Dóttir mín hjólar ekki í dag, því ég neyði hana til að vera með hjálm. Hún vill ekki vera öðruvísi en allir hinir,“ segir Barbara. „Í 99 prósent tilfella er þetta að fara vera allt í lagi en svo gerist þetta eina prósent.“ Umferðaröryggi Hjólreiðar Reykjavík síðdegis Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Sara, dóttir Barböru, var átta ára gömul þegar hún hjólaði fyrir slysni út á götu og varð fyrir jeppa. Hún fékk tvö högg, fyrst þegar bíllinn keyrði á hana og svo þegar hún lenti á malbikinu nokkrum metrum frá slysstað. „Þau voru úti að leika og ég held þær hafi verið að leika sér að skransa. Hún missir stjórn og fer út á götu og bíll keyrir á hana,“ sagði Barbara. „Henni var haldið sofandi í nokkra daga á gjörgæslu uppi á spítala og fór svo á Barnaspítala Hringsins og var þar alveg í mánuð.“ Lagaði hjálminn á síðustu stundu Andrea Bergmann Halldórsdóttir, systir Barböru, lýsti atburðunum í pistli á Facebook. Þar brýnir hún fyrir foreldrum og forráðamönnum mikilvægi þess að vera með hjálm en einnig passa upp á að hann sé rétt stilltur. „Viðbragðsaðilar og læknir á bráðamóttöku segja allir að án hjálmsins hefði Sara okkar ekki átt mikla möguleika á að lifa slysið af. Viðbragðsaðilar töluðu um að hjálmurinn hefði enn verið á höfðinu og setið fullkomlega á henni þegar þeir komu á vettvang og þeir telji að það hafi bjargað lífi hennar,“ sagði Andrea. Atburðarásin hefði hins vegar getað verið allt öðruvísi. „Ég fór heim í hádeginu að ná í systur mína og þá var hún akkúrat að fara út að hjóla. Ég stoppa hana í forstofunni, laga hjálminn á höfðinu og stilli hann aftan á,“ sagði Barbara. „Maður gleymir þessu aldrei, ég man þetta alltaf í forstofunni heima.“ Dóttirin hætt að hjóla því hún vill ekki vera með hjálm Þrátt fyrir slysið segir Barbara ekki sjást á dóttur sinni í dag. Hún æfi fótbolta af kappi, fer á skíði og geti gert allt sem venjulegir unglingar gera en Sara er fimmtán ára í dag. Hins vegar séu enn kvillar sem hrjá hana. „Hún er búin að fara í fjölda aðgerða, endurhæfingu, sjúkraþjálfun en þetta mun há henni út lífið. Hún missti snerpu, upplifir reglulega verki í mjöðm, hné og baki og fær höfuðverki sem hún fékk ekki áður,“ segir Andrea. „Markmiðið var að verða atvinnumaður í fótbolta þegar hún var yngri en hún er búin að sjá það núna að það er ekki að fara gerast. Þetta slys hafði þau áhrif að hún verður ekki atvinnumaður,“ segir Barbara. Þær systur segjast báðar hafa miklar áhyggjur af minni notkun ungmenna á hjálmum. „Við búum fyrir neðan unglingaskóla, og þar eru rafskútur og alls konar. Við sjáum að þau eru ekki að nota hjálma. Í vinkonuhópnum hennar, þær eru alveg hættar að nota hjálma. Dóttir mín hjólar ekki í dag, því ég neyði hana til að vera með hjálm. Hún vill ekki vera öðruvísi en allir hinir,“ segir Barbara. „Í 99 prósent tilfella er þetta að fara vera allt í lagi en svo gerist þetta eina prósent.“
Umferðaröryggi Hjólreiðar Reykjavík síðdegis Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira