Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. maí 2025 13:55 Þingmaður Miðflokksins segir frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á lögum um strandveiðar til bráðabirgða vera með ólíkindum. Nái málið óbreytt fram að ganga verði ráðagjöf Hafrannsóknarstofnunar kippt úr sambandi með hætti sem ekki hafi áður sést. Þessu segist ráðherra ósammála og ítrekar að um ákvæði til bráðabirgða sé að ræða, annað frumvarp um strandveiðar sé væntanlegt í haust. Frumvarpi atvinnuvegaráðherra um lög til bráðabirgða vegna strandveiða var dreift á Alþingi í gær. Frumvarpið er liður í að efna loforð ríkisstjórnarinnar um að tryggja 48 daga til strandveiða, mál sem Flokkur fólksins lagði mikla áherslu á í kosningabaráttunni. Með frumvarpinu er meðal annars kveðið á um að Fiskistofa skuli ekki stöðva strandveiðar á árinu, þrátt fyrir að leyfilegum heildarafla hafi verið náð. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir málið með miklum ólíkindum. „Hérna er í rauninni verið að kippa ráðagjöf Hafrannsóknarstofnunar úr sambandi með hætti sem ekki hefur sést áður. Þar sem Fiskistofu er í raun bannað að stöðva veiðar þegar útgefinn kvóti er búinn. Þannig að þetta er mjög sérstök útfærsla sem atvinnuvegaráðherra leggur þarna til,“ segir Bergþór. Málið verði látið „skoppa yfir“ til næstu ríkisstjórnar Lagt er til ákvæði til bráðabirgða þar sem ráðherra er veitt heimild til að flytja milli ára aflamagn sem kæmi til úthlutunar á komandi árum innan 5,3% kerfisins svokallaða. Þetta telur Bergþór jafnframt vera óraunhæft. „Það sem við í stjórnarandstöðunni höfum verið að kalla eftir frá því að þetta samkomulag valkyrjanna var kynnt um 48 strandveiðar er hvaðan ráðherra ætlar að taka þessar viðbótaraflaheimildir. Því er ekki svarað þarna heldur einfaldlega kippt úr sambandi ráðgjör Hafrannsóknarstofnunar og gefinn út gúmmítékki sem á að skoppa yfir á líftíma næstu ríkisstjórnar. Því að það á ekki að jafna þetta út fyrr en á fiskveiðiárinu sem lýkur 2029. Þetta er allt með miklum ólíkindum,“ segir Bergþór. Blasir öðruvísi við ráðherra Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra ítrekar að um ákvæði til bráðabirgða sé að ræða. „Við erum síðan að koma með lögin inn í næsta haust. Þetta tryggir það að 48 dagarnir nái fram að ganga í sumar og að strandveiðimenn hringinn í kringum landið verði á fullri ferð í veiði og hafnir landsins fullar af lífi. Þannig þetta er bara mjög jákvætt mál og ég er sannfærð um að þetta er jákvætt innlegg í þessa atvinnugrein,“ segir Hanna Katrín. Ef þetta nær fram að ganga, er þá ekki verið að kippa ráðgjöf Hafró úr sambandi? „Nei, það er það ekki. Vegna þess að þarna er, það eru vissulega líkur á að það fari örlítið fram yfir en það er töluvert minna en verið hefur. Og það er í ráðgjöf Hafró, og á ekki síður við í hinum stóra potti, ákveðinn sveigjanleiki til þess að færa á milli ára. Hérna er einmitt frekar verið að herða á því að ráðherra er ekki hér að taka að láni eitthvað inn í næsta ár sem hann hyggst eftir atvikum greiða til baka þegar og ef, heldur verið að lögfesta að það verði gert í jöfnum hlutföllum næstu þrjú fiskveiðiár,“ svarar Hanna Katrín. Í greinargerð frumvarpsins kemur meðal annars fram einnig að mögulega þurfi að gera breytingar á því magni sem heimilt verði að veiða í hverri veiðiferð, til að unnt sé að tryggja 48 daga tímabil. „Það eru auðvitað ýmis tæki og tól sem ég hef yfir að ráða sem ekki þurfa þessa lagabreytingu til, en þetta er það sem er nauðsynlegt til að tryggja þetta í sumar,“ segir Hanna Katrín. Ekki í samráðsgátt en stefnt að afgreiðslu fyrir sumarfrí Frumvarpið var ekki birt í samráðsgátt áður en því var dreift á Alþingi. „Mál er varða sjávarútveg, það skiptir að því er virðist ekki máli hvort þau fari í samráðsgátt eða ekki því stjórnvöld virðast ekkert hlusta á þær athugasemdir sem þar koma fram,“ segir Bergþór. „Ég held að þarna sé ráðherrann að fara í vegferð sem er ekki alveg búið að hugsa til enda,“ bætir Bergþór við en hann telur að með þessu sé ráðherrann „augljóslega að kaupa sér frið fram yfir þetta tímabil.“ Sjálf kveðst Hanna Katrín vongóð um að málið nái fram að ganga áður en þingið fer í sumarfrí, en ljóst er að ekki er langur tími til stefnu. „Ég er sannfærð um það. Þetta er náttúrlega lítið og einfalt mál. Þetta er ákvæði til bráðabirgða og þetta skiptir fjölmarga miklu máli hringinn í kringum landið, hvað varðar líf í þessum minni bæjarfélögum, hafnir landsins. Þannig ég er algjörlega sannfærð um það að þingið tekur höndum saman og veitir þessu gott brautargengi. Ég á hins vegar, og býst ekki við neinu öðru en að það verði fjörugar umræður og töluverð vinna lögð í afgreiðslu málsins um strandveiðar sem kemur fram í haust,“ segir Hanna Katrín. Sjávarútvegur Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Strandveiðar Hafrannsóknastofnun Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Frumvarpi atvinnuvegaráðherra um lög til bráðabirgða vegna strandveiða var dreift á Alþingi í gær. Frumvarpið er liður í að efna loforð ríkisstjórnarinnar um að tryggja 48 daga til strandveiða, mál sem Flokkur fólksins lagði mikla áherslu á í kosningabaráttunni. Með frumvarpinu er meðal annars kveðið á um að Fiskistofa skuli ekki stöðva strandveiðar á árinu, þrátt fyrir að leyfilegum heildarafla hafi verið náð. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir málið með miklum ólíkindum. „Hérna er í rauninni verið að kippa ráðagjöf Hafrannsóknarstofnunar úr sambandi með hætti sem ekki hefur sést áður. Þar sem Fiskistofu er í raun bannað að stöðva veiðar þegar útgefinn kvóti er búinn. Þannig að þetta er mjög sérstök útfærsla sem atvinnuvegaráðherra leggur þarna til,“ segir Bergþór. Málið verði látið „skoppa yfir“ til næstu ríkisstjórnar Lagt er til ákvæði til bráðabirgða þar sem ráðherra er veitt heimild til að flytja milli ára aflamagn sem kæmi til úthlutunar á komandi árum innan 5,3% kerfisins svokallaða. Þetta telur Bergþór jafnframt vera óraunhæft. „Það sem við í stjórnarandstöðunni höfum verið að kalla eftir frá því að þetta samkomulag valkyrjanna var kynnt um 48 strandveiðar er hvaðan ráðherra ætlar að taka þessar viðbótaraflaheimildir. Því er ekki svarað þarna heldur einfaldlega kippt úr sambandi ráðgjör Hafrannsóknarstofnunar og gefinn út gúmmítékki sem á að skoppa yfir á líftíma næstu ríkisstjórnar. Því að það á ekki að jafna þetta út fyrr en á fiskveiðiárinu sem lýkur 2029. Þetta er allt með miklum ólíkindum,“ segir Bergþór. Blasir öðruvísi við ráðherra Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra ítrekar að um ákvæði til bráðabirgða sé að ræða. „Við erum síðan að koma með lögin inn í næsta haust. Þetta tryggir það að 48 dagarnir nái fram að ganga í sumar og að strandveiðimenn hringinn í kringum landið verði á fullri ferð í veiði og hafnir landsins fullar af lífi. Þannig þetta er bara mjög jákvætt mál og ég er sannfærð um að þetta er jákvætt innlegg í þessa atvinnugrein,“ segir Hanna Katrín. Ef þetta nær fram að ganga, er þá ekki verið að kippa ráðgjöf Hafró úr sambandi? „Nei, það er það ekki. Vegna þess að þarna er, það eru vissulega líkur á að það fari örlítið fram yfir en það er töluvert minna en verið hefur. Og það er í ráðgjöf Hafró, og á ekki síður við í hinum stóra potti, ákveðinn sveigjanleiki til þess að færa á milli ára. Hérna er einmitt frekar verið að herða á því að ráðherra er ekki hér að taka að láni eitthvað inn í næsta ár sem hann hyggst eftir atvikum greiða til baka þegar og ef, heldur verið að lögfesta að það verði gert í jöfnum hlutföllum næstu þrjú fiskveiðiár,“ svarar Hanna Katrín. Í greinargerð frumvarpsins kemur meðal annars fram einnig að mögulega þurfi að gera breytingar á því magni sem heimilt verði að veiða í hverri veiðiferð, til að unnt sé að tryggja 48 daga tímabil. „Það eru auðvitað ýmis tæki og tól sem ég hef yfir að ráða sem ekki þurfa þessa lagabreytingu til, en þetta er það sem er nauðsynlegt til að tryggja þetta í sumar,“ segir Hanna Katrín. Ekki í samráðsgátt en stefnt að afgreiðslu fyrir sumarfrí Frumvarpið var ekki birt í samráðsgátt áður en því var dreift á Alþingi. „Mál er varða sjávarútveg, það skiptir að því er virðist ekki máli hvort þau fari í samráðsgátt eða ekki því stjórnvöld virðast ekkert hlusta á þær athugasemdir sem þar koma fram,“ segir Bergþór. „Ég held að þarna sé ráðherrann að fara í vegferð sem er ekki alveg búið að hugsa til enda,“ bætir Bergþór við en hann telur að með þessu sé ráðherrann „augljóslega að kaupa sér frið fram yfir þetta tímabil.“ Sjálf kveðst Hanna Katrín vongóð um að málið nái fram að ganga áður en þingið fer í sumarfrí, en ljóst er að ekki er langur tími til stefnu. „Ég er sannfærð um það. Þetta er náttúrlega lítið og einfalt mál. Þetta er ákvæði til bráðabirgða og þetta skiptir fjölmarga miklu máli hringinn í kringum landið, hvað varðar líf í þessum minni bæjarfélögum, hafnir landsins. Þannig ég er algjörlega sannfærð um það að þingið tekur höndum saman og veitir þessu gott brautargengi. Ég á hins vegar, og býst ekki við neinu öðru en að það verði fjörugar umræður og töluverð vinna lögð í afgreiðslu málsins um strandveiðar sem kemur fram í haust,“ segir Hanna Katrín.
Sjávarútvegur Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Strandveiðar Hafrannsóknastofnun Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira