Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. maí 2025 13:55 Þingmaður Miðflokksins segir frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á lögum um strandveiðar til bráðabirgða vera með ólíkindum. Nái málið óbreytt fram að ganga verði ráðagjöf Hafrannsóknarstofnunar kippt úr sambandi með hætti sem ekki hafi áður sést. Þessu segist ráðherra ósammála og ítrekar að um ákvæði til bráðabirgða sé að ræða, annað frumvarp um strandveiðar sé væntanlegt í haust. Frumvarpi atvinnuvegaráðherra um lög til bráðabirgða vegna strandveiða var dreift á Alþingi í gær. Frumvarpið er liður í að efna loforð ríkisstjórnarinnar um að tryggja 48 daga til strandveiða, mál sem Flokkur fólksins lagði mikla áherslu á í kosningabaráttunni. Með frumvarpinu er meðal annars kveðið á um að Fiskistofa skuli ekki stöðva strandveiðar á árinu, þrátt fyrir að leyfilegum heildarafla hafi verið náð. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir málið með miklum ólíkindum. „Hérna er í rauninni verið að kippa ráðagjöf Hafrannsóknarstofnunar úr sambandi með hætti sem ekki hefur sést áður. Þar sem Fiskistofu er í raun bannað að stöðva veiðar þegar útgefinn kvóti er búinn. Þannig að þetta er mjög sérstök útfærsla sem atvinnuvegaráðherra leggur þarna til,“ segir Bergþór. Málið verði látið „skoppa yfir“ til næstu ríkisstjórnar Lagt er til ákvæði til bráðabirgða þar sem ráðherra er veitt heimild til að flytja milli ára aflamagn sem kæmi til úthlutunar á komandi árum innan 5,3% kerfisins svokallaða. Þetta telur Bergþór jafnframt vera óraunhæft. „Það sem við í stjórnarandstöðunni höfum verið að kalla eftir frá því að þetta samkomulag valkyrjanna var kynnt um 48 strandveiðar er hvaðan ráðherra ætlar að taka þessar viðbótaraflaheimildir. Því er ekki svarað þarna heldur einfaldlega kippt úr sambandi ráðgjör Hafrannsóknarstofnunar og gefinn út gúmmítékki sem á að skoppa yfir á líftíma næstu ríkisstjórnar. Því að það á ekki að jafna þetta út fyrr en á fiskveiðiárinu sem lýkur 2029. Þetta er allt með miklum ólíkindum,“ segir Bergþór. Blasir öðruvísi við ráðherra Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra ítrekar að um ákvæði til bráðabirgða sé að ræða. „Við erum síðan að koma með lögin inn í næsta haust. Þetta tryggir það að 48 dagarnir nái fram að ganga í sumar og að strandveiðimenn hringinn í kringum landið verði á fullri ferð í veiði og hafnir landsins fullar af lífi. Þannig þetta er bara mjög jákvætt mál og ég er sannfærð um að þetta er jákvætt innlegg í þessa atvinnugrein,“ segir Hanna Katrín. Ef þetta nær fram að ganga, er þá ekki verið að kippa ráðgjöf Hafró úr sambandi? „Nei, það er það ekki. Vegna þess að þarna er, það eru vissulega líkur á að það fari örlítið fram yfir en það er töluvert minna en verið hefur. Og það er í ráðgjöf Hafró, og á ekki síður við í hinum stóra potti, ákveðinn sveigjanleiki til þess að færa á milli ára. Hérna er einmitt frekar verið að herða á því að ráðherra er ekki hér að taka að láni eitthvað inn í næsta ár sem hann hyggst eftir atvikum greiða til baka þegar og ef, heldur verið að lögfesta að það verði gert í jöfnum hlutföllum næstu þrjú fiskveiðiár,“ svarar Hanna Katrín. Í greinargerð frumvarpsins kemur meðal annars fram einnig að mögulega þurfi að gera breytingar á því magni sem heimilt verði að veiða í hverri veiðiferð, til að unnt sé að tryggja 48 daga tímabil. „Það eru auðvitað ýmis tæki og tól sem ég hef yfir að ráða sem ekki þurfa þessa lagabreytingu til, en þetta er það sem er nauðsynlegt til að tryggja þetta í sumar,“ segir Hanna Katrín. Ekki í samráðsgátt en stefnt að afgreiðslu fyrir sumarfrí Frumvarpið var ekki birt í samráðsgátt áður en því var dreift á Alþingi. „Mál er varða sjávarútveg, það skiptir að því er virðist ekki máli hvort þau fari í samráðsgátt eða ekki því stjórnvöld virðast ekkert hlusta á þær athugasemdir sem þar koma fram,“ segir Bergþór. „Ég held að þarna sé ráðherrann að fara í vegferð sem er ekki alveg búið að hugsa til enda,“ bætir Bergþór við en hann telur að með þessu sé ráðherrann „augljóslega að kaupa sér frið fram yfir þetta tímabil.“ Sjálf kveðst Hanna Katrín vongóð um að málið nái fram að ganga áður en þingið fer í sumarfrí, en ljóst er að ekki er langur tími til stefnu. „Ég er sannfærð um það. Þetta er náttúrlega lítið og einfalt mál. Þetta er ákvæði til bráðabirgða og þetta skiptir fjölmarga miklu máli hringinn í kringum landið, hvað varðar líf í þessum minni bæjarfélögum, hafnir landsins. Þannig ég er algjörlega sannfærð um það að þingið tekur höndum saman og veitir þessu gott brautargengi. Ég á hins vegar, og býst ekki við neinu öðru en að það verði fjörugar umræður og töluverð vinna lögð í afgreiðslu málsins um strandveiðar sem kemur fram í haust,“ segir Hanna Katrín. Sjávarútvegur Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Strandveiðar Hafrannsóknastofnun Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Frumvarpi atvinnuvegaráðherra um lög til bráðabirgða vegna strandveiða var dreift á Alþingi í gær. Frumvarpið er liður í að efna loforð ríkisstjórnarinnar um að tryggja 48 daga til strandveiða, mál sem Flokkur fólksins lagði mikla áherslu á í kosningabaráttunni. Með frumvarpinu er meðal annars kveðið á um að Fiskistofa skuli ekki stöðva strandveiðar á árinu, þrátt fyrir að leyfilegum heildarafla hafi verið náð. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir málið með miklum ólíkindum. „Hérna er í rauninni verið að kippa ráðagjöf Hafrannsóknarstofnunar úr sambandi með hætti sem ekki hefur sést áður. Þar sem Fiskistofu er í raun bannað að stöðva veiðar þegar útgefinn kvóti er búinn. Þannig að þetta er mjög sérstök útfærsla sem atvinnuvegaráðherra leggur þarna til,“ segir Bergþór. Málið verði látið „skoppa yfir“ til næstu ríkisstjórnar Lagt er til ákvæði til bráðabirgða þar sem ráðherra er veitt heimild til að flytja milli ára aflamagn sem kæmi til úthlutunar á komandi árum innan 5,3% kerfisins svokallaða. Þetta telur Bergþór jafnframt vera óraunhæft. „Það sem við í stjórnarandstöðunni höfum verið að kalla eftir frá því að þetta samkomulag valkyrjanna var kynnt um 48 strandveiðar er hvaðan ráðherra ætlar að taka þessar viðbótaraflaheimildir. Því er ekki svarað þarna heldur einfaldlega kippt úr sambandi ráðgjör Hafrannsóknarstofnunar og gefinn út gúmmítékki sem á að skoppa yfir á líftíma næstu ríkisstjórnar. Því að það á ekki að jafna þetta út fyrr en á fiskveiðiárinu sem lýkur 2029. Þetta er allt með miklum ólíkindum,“ segir Bergþór. Blasir öðruvísi við ráðherra Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra ítrekar að um ákvæði til bráðabirgða sé að ræða. „Við erum síðan að koma með lögin inn í næsta haust. Þetta tryggir það að 48 dagarnir nái fram að ganga í sumar og að strandveiðimenn hringinn í kringum landið verði á fullri ferð í veiði og hafnir landsins fullar af lífi. Þannig þetta er bara mjög jákvætt mál og ég er sannfærð um að þetta er jákvætt innlegg í þessa atvinnugrein,“ segir Hanna Katrín. Ef þetta nær fram að ganga, er þá ekki verið að kippa ráðgjöf Hafró úr sambandi? „Nei, það er það ekki. Vegna þess að þarna er, það eru vissulega líkur á að það fari örlítið fram yfir en það er töluvert minna en verið hefur. Og það er í ráðgjöf Hafró, og á ekki síður við í hinum stóra potti, ákveðinn sveigjanleiki til þess að færa á milli ára. Hérna er einmitt frekar verið að herða á því að ráðherra er ekki hér að taka að láni eitthvað inn í næsta ár sem hann hyggst eftir atvikum greiða til baka þegar og ef, heldur verið að lögfesta að það verði gert í jöfnum hlutföllum næstu þrjú fiskveiðiár,“ svarar Hanna Katrín. Í greinargerð frumvarpsins kemur meðal annars fram einnig að mögulega þurfi að gera breytingar á því magni sem heimilt verði að veiða í hverri veiðiferð, til að unnt sé að tryggja 48 daga tímabil. „Það eru auðvitað ýmis tæki og tól sem ég hef yfir að ráða sem ekki þurfa þessa lagabreytingu til, en þetta er það sem er nauðsynlegt til að tryggja þetta í sumar,“ segir Hanna Katrín. Ekki í samráðsgátt en stefnt að afgreiðslu fyrir sumarfrí Frumvarpið var ekki birt í samráðsgátt áður en því var dreift á Alþingi. „Mál er varða sjávarútveg, það skiptir að því er virðist ekki máli hvort þau fari í samráðsgátt eða ekki því stjórnvöld virðast ekkert hlusta á þær athugasemdir sem þar koma fram,“ segir Bergþór. „Ég held að þarna sé ráðherrann að fara í vegferð sem er ekki alveg búið að hugsa til enda,“ bætir Bergþór við en hann telur að með þessu sé ráðherrann „augljóslega að kaupa sér frið fram yfir þetta tímabil.“ Sjálf kveðst Hanna Katrín vongóð um að málið nái fram að ganga áður en þingið fer í sumarfrí, en ljóst er að ekki er langur tími til stefnu. „Ég er sannfærð um það. Þetta er náttúrlega lítið og einfalt mál. Þetta er ákvæði til bráðabirgða og þetta skiptir fjölmarga miklu máli hringinn í kringum landið, hvað varðar líf í þessum minni bæjarfélögum, hafnir landsins. Þannig ég er algjörlega sannfærð um það að þingið tekur höndum saman og veitir þessu gott brautargengi. Ég á hins vegar, og býst ekki við neinu öðru en að það verði fjörugar umræður og töluverð vinna lögð í afgreiðslu málsins um strandveiðar sem kemur fram í haust,“ segir Hanna Katrín.
Sjávarútvegur Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Strandveiðar Hafrannsóknastofnun Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira