Verður það að vera Ísrael? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 30. maí 2025 07:02 Fyrir rétt rúmum tíu árum réðust vígamenn Ríkis íslams inn í flóttamannabúðirnar Yarmouk í Sýrlandi þar sem Palestínumenn höfðust við og tóku yfir stærstan hluta þeirra en áður höfðu búðirnar lotið stjórn uppreisnarmanna í landinu og stjórnarher landsins setið um þær í tvö ár með skelfilegum afleiðingum fyrir íbúana. Mikill meirihluti þeirra hafði flúið á brott og þær tæplega 20 þúsundir sem eftir voru höfðu frá því umsátrið hófst búið við hungursneyð og sjúkdóma sem voru ekki sízt afleiðing þess að neyta mengaðs vatns en stjórnarherinn kom meðal annars í veg fyrir að vatn bærist til búðanna. „Verið er að murka lífið úr okkur hérna, verið er að tortíma Yarmouk-flóttamannabúðunum,“ hafði dagblaðið Guardian eftir Palestínumanni í búðunum, sem staðsettar eru í útjaðri höfuðborgarinnar Damaskus, í apríl 2015 sem kaus að koma ekki fram undir nafni af ótta við afleiðingar þess. „Ástandið innan búðanna er skelfilegt. Það er enginn matur eða rafmagn eða vatn. Ríki íslams er að drepa íbúana og ræna eignum þeirra, það eru átök, það er sprengjuregn. Allir eru að varpa sprengjum á búðirnar. Um leið og Ríki íslams kom í þær brenndu þeir palestínska fánann og afhöfðuðu síðan óbreytta borgara.“ Fram kemur í fréttinni að mikil þörf væri fyrir lyf og aðrar lækningavörur í flóttamannabúðunum til þess að meðhöndla sjúkdóma og særða íbúa. Tvö sjúkrahús væru í búðunum en annað þeirra, á vegum Palestínumanna, hefði verið sprengt af stjórnarhernum. Þá segir að margir Palestínumenn í búðunum upplifðu að vera hunzaðir af Arabalöndunum og umheiminum. Haft er eftir einum íbúanna að hann upplifði þetta sem svik. Einkum af hálfu alþjóðasamfélagsins sem væri ljóslega sama um þjáningar íbúa Yarmouk-búðanna. Stundum væri eins og Palestínumenn væru ekki hluti mannkynsins. Meðan á þessu gekk í Yarmouk-búðunum heyrðist vart múkk í þeim hér á landi sem hæst hafa þegar Palestínumenn á Gaza og Vesturbakkanum eru annars vegar. Sömu aðilar hafa heldur ekki gagnrýnt áralanga ógnarstjórn Hamas á Gaza og dráp þeirra á Palestínumönnum og annað ofbeldi í þeirra garð. Skiptir virkilega máli hvar Palestínumenn líða slíkar hörmungar? Er ekki aðalatriðið hvort þeir gera það? Eða er meginatriðið hver kemur þar við sögu? Verður það að vera Ísrael? Erfitt er að komast að annarri niðurstöðu. Er að furða að ófáir velti því fyrir sér hvort gyðingaandúð hafi áhrif í þeim efnum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir rétt rúmum tíu árum réðust vígamenn Ríkis íslams inn í flóttamannabúðirnar Yarmouk í Sýrlandi þar sem Palestínumenn höfðust við og tóku yfir stærstan hluta þeirra en áður höfðu búðirnar lotið stjórn uppreisnarmanna í landinu og stjórnarher landsins setið um þær í tvö ár með skelfilegum afleiðingum fyrir íbúana. Mikill meirihluti þeirra hafði flúið á brott og þær tæplega 20 þúsundir sem eftir voru höfðu frá því umsátrið hófst búið við hungursneyð og sjúkdóma sem voru ekki sízt afleiðing þess að neyta mengaðs vatns en stjórnarherinn kom meðal annars í veg fyrir að vatn bærist til búðanna. „Verið er að murka lífið úr okkur hérna, verið er að tortíma Yarmouk-flóttamannabúðunum,“ hafði dagblaðið Guardian eftir Palestínumanni í búðunum, sem staðsettar eru í útjaðri höfuðborgarinnar Damaskus, í apríl 2015 sem kaus að koma ekki fram undir nafni af ótta við afleiðingar þess. „Ástandið innan búðanna er skelfilegt. Það er enginn matur eða rafmagn eða vatn. Ríki íslams er að drepa íbúana og ræna eignum þeirra, það eru átök, það er sprengjuregn. Allir eru að varpa sprengjum á búðirnar. Um leið og Ríki íslams kom í þær brenndu þeir palestínska fánann og afhöfðuðu síðan óbreytta borgara.“ Fram kemur í fréttinni að mikil þörf væri fyrir lyf og aðrar lækningavörur í flóttamannabúðunum til þess að meðhöndla sjúkdóma og særða íbúa. Tvö sjúkrahús væru í búðunum en annað þeirra, á vegum Palestínumanna, hefði verið sprengt af stjórnarhernum. Þá segir að margir Palestínumenn í búðunum upplifðu að vera hunzaðir af Arabalöndunum og umheiminum. Haft er eftir einum íbúanna að hann upplifði þetta sem svik. Einkum af hálfu alþjóðasamfélagsins sem væri ljóslega sama um þjáningar íbúa Yarmouk-búðanna. Stundum væri eins og Palestínumenn væru ekki hluti mannkynsins. Meðan á þessu gekk í Yarmouk-búðunum heyrðist vart múkk í þeim hér á landi sem hæst hafa þegar Palestínumenn á Gaza og Vesturbakkanum eru annars vegar. Sömu aðilar hafa heldur ekki gagnrýnt áralanga ógnarstjórn Hamas á Gaza og dráp þeirra á Palestínumönnum og annað ofbeldi í þeirra garð. Skiptir virkilega máli hvar Palestínumenn líða slíkar hörmungar? Er ekki aðalatriðið hvort þeir gera það? Eða er meginatriðið hver kemur þar við sögu? Verður það að vera Ísrael? Erfitt er að komast að annarri niðurstöðu. Er að furða að ófáir velti því fyrir sér hvort gyðingaandúð hafi áhrif í þeim efnum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun