Verður það að vera Ísrael? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 30. maí 2025 07:02 Fyrir rétt rúmum tíu árum réðust vígamenn Ríkis íslams inn í flóttamannabúðirnar Yarmouk í Sýrlandi þar sem Palestínumenn höfðust við og tóku yfir stærstan hluta þeirra en áður höfðu búðirnar lotið stjórn uppreisnarmanna í landinu og stjórnarher landsins setið um þær í tvö ár með skelfilegum afleiðingum fyrir íbúana. Mikill meirihluti þeirra hafði flúið á brott og þær tæplega 20 þúsundir sem eftir voru höfðu frá því umsátrið hófst búið við hungursneyð og sjúkdóma sem voru ekki sízt afleiðing þess að neyta mengaðs vatns en stjórnarherinn kom meðal annars í veg fyrir að vatn bærist til búðanna. „Verið er að murka lífið úr okkur hérna, verið er að tortíma Yarmouk-flóttamannabúðunum,“ hafði dagblaðið Guardian eftir Palestínumanni í búðunum, sem staðsettar eru í útjaðri höfuðborgarinnar Damaskus, í apríl 2015 sem kaus að koma ekki fram undir nafni af ótta við afleiðingar þess. „Ástandið innan búðanna er skelfilegt. Það er enginn matur eða rafmagn eða vatn. Ríki íslams er að drepa íbúana og ræna eignum þeirra, það eru átök, það er sprengjuregn. Allir eru að varpa sprengjum á búðirnar. Um leið og Ríki íslams kom í þær brenndu þeir palestínska fánann og afhöfðuðu síðan óbreytta borgara.“ Fram kemur í fréttinni að mikil þörf væri fyrir lyf og aðrar lækningavörur í flóttamannabúðunum til þess að meðhöndla sjúkdóma og særða íbúa. Tvö sjúkrahús væru í búðunum en annað þeirra, á vegum Palestínumanna, hefði verið sprengt af stjórnarhernum. Þá segir að margir Palestínumenn í búðunum upplifðu að vera hunzaðir af Arabalöndunum og umheiminum. Haft er eftir einum íbúanna að hann upplifði þetta sem svik. Einkum af hálfu alþjóðasamfélagsins sem væri ljóslega sama um þjáningar íbúa Yarmouk-búðanna. Stundum væri eins og Palestínumenn væru ekki hluti mannkynsins. Meðan á þessu gekk í Yarmouk-búðunum heyrðist vart múkk í þeim hér á landi sem hæst hafa þegar Palestínumenn á Gaza og Vesturbakkanum eru annars vegar. Sömu aðilar hafa heldur ekki gagnrýnt áralanga ógnarstjórn Hamas á Gaza og dráp þeirra á Palestínumönnum og annað ofbeldi í þeirra garð. Skiptir virkilega máli hvar Palestínumenn líða slíkar hörmungar? Er ekki aðalatriðið hvort þeir gera það? Eða er meginatriðið hver kemur þar við sögu? Verður það að vera Ísrael? Erfitt er að komast að annarri niðurstöðu. Er að furða að ófáir velti því fyrir sér hvort gyðingaandúð hafi áhrif í þeim efnum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rétt rúmum tíu árum réðust vígamenn Ríkis íslams inn í flóttamannabúðirnar Yarmouk í Sýrlandi þar sem Palestínumenn höfðust við og tóku yfir stærstan hluta þeirra en áður höfðu búðirnar lotið stjórn uppreisnarmanna í landinu og stjórnarher landsins setið um þær í tvö ár með skelfilegum afleiðingum fyrir íbúana. Mikill meirihluti þeirra hafði flúið á brott og þær tæplega 20 þúsundir sem eftir voru höfðu frá því umsátrið hófst búið við hungursneyð og sjúkdóma sem voru ekki sízt afleiðing þess að neyta mengaðs vatns en stjórnarherinn kom meðal annars í veg fyrir að vatn bærist til búðanna. „Verið er að murka lífið úr okkur hérna, verið er að tortíma Yarmouk-flóttamannabúðunum,“ hafði dagblaðið Guardian eftir Palestínumanni í búðunum, sem staðsettar eru í útjaðri höfuðborgarinnar Damaskus, í apríl 2015 sem kaus að koma ekki fram undir nafni af ótta við afleiðingar þess. „Ástandið innan búðanna er skelfilegt. Það er enginn matur eða rafmagn eða vatn. Ríki íslams er að drepa íbúana og ræna eignum þeirra, það eru átök, það er sprengjuregn. Allir eru að varpa sprengjum á búðirnar. Um leið og Ríki íslams kom í þær brenndu þeir palestínska fánann og afhöfðuðu síðan óbreytta borgara.“ Fram kemur í fréttinni að mikil þörf væri fyrir lyf og aðrar lækningavörur í flóttamannabúðunum til þess að meðhöndla sjúkdóma og særða íbúa. Tvö sjúkrahús væru í búðunum en annað þeirra, á vegum Palestínumanna, hefði verið sprengt af stjórnarhernum. Þá segir að margir Palestínumenn í búðunum upplifðu að vera hunzaðir af Arabalöndunum og umheiminum. Haft er eftir einum íbúanna að hann upplifði þetta sem svik. Einkum af hálfu alþjóðasamfélagsins sem væri ljóslega sama um þjáningar íbúa Yarmouk-búðanna. Stundum væri eins og Palestínumenn væru ekki hluti mannkynsins. Meðan á þessu gekk í Yarmouk-búðunum heyrðist vart múkk í þeim hér á landi sem hæst hafa þegar Palestínumenn á Gaza og Vesturbakkanum eru annars vegar. Sömu aðilar hafa heldur ekki gagnrýnt áralanga ógnarstjórn Hamas á Gaza og dráp þeirra á Palestínumönnum og annað ofbeldi í þeirra garð. Skiptir virkilega máli hvar Palestínumenn líða slíkar hörmungar? Er ekki aðalatriðið hvort þeir gera það? Eða er meginatriðið hver kemur þar við sögu? Verður það að vera Ísrael? Erfitt er að komast að annarri niðurstöðu. Er að furða að ófáir velti því fyrir sér hvort gyðingaandúð hafi áhrif í þeim efnum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun