„Okkur langar að börnin okkar fái öruggan stað til að vera á“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. maí 2025 23:26 Dóttir Erlu Bjarkar Árskóg iðkar körfubolta með íþróttafélaginu Aþenu. Aðsend Óvissa er um rekstrarsamning íþróttafélagsins Aþenu við Reykjavíkurborg um notkun íþróttahúsnæðis. Foreldrar iðkenda hafa stofnað undirskriftalista til að hvetja yfirvöld borgarinnar til að skrifa undir samninginn. Eitt foreldrið segist sama um pólitíkina heldur vilji hún einungis öruggan stað þar sem börn geta iðkað íþróttir. Í bréfi sem fréttastofa hefur undir höndum ritað af Jóhönnu Jakobsdóttur, formanni Aþenu, segir að rekstrarsamningur félagsins um notkun á íþróttahúsnæði við Reykjavíkurborg renni út um næstu mánaðamót. Enn hefur nýr samningur ekki verið undirritaður þrátt fyrir að forsvarsmenn hafi fundað með fulltrúum Menningar- og íþróttaráðs. Aþena hefur hingað til æft í húsnæði við Austurberg í Breiðholtinu. „Á fundi kom fram að borgin veit að Aþena hefur rekið húsið óaðfinnanlega og starfið líka. Mikill árangur hefur náðst í hverfinu. Plan Aþenu um hvernig á að byggja þetta upp að virka og snjóboltinn fer að rúlla jafnvel hraðar,“ stendur í bréfinu sem útlistar niðurstöður fundar formannsins með foreldrum iðkenda. Í bréfinu er einnig hægt að sjá mikinn vilja stjórnarmanna Aþenu til að halda starfseminni áfram, sem er að miklu leiti fjármögnuð með styrktaraðilum og sjálfboðaliðastarfi. Allir þjálfarar meistaraflokksins séu sjálfboðaliðar auk allrar skrifstofuvinnu og styrktarþjálfara. „Aþena og allir sem koma að Aþenu brenna fyrir krakkana. Þess vegna viljum við halda áfram, þess vegna viljum við að hlutirnir gangi g þess vegna tökum við baráttuna þar sem þess þarf.“ Metþátttaka þrátt fyrir „erfitt hverfi“ „Við vissum ekki af þessu fyrr en á mánudaginn, að það gengi erfiðlega að fá samning um íþróttahúsið,“ segir Erla Björk Árskóg, foreldri stúlku sem æfir körfubolta hjá Aþenu, í samtali við fréttastofu. Erla Björk stofnaði undirskriftalista fyrir hönd foreldra iðkendanna þar sem skorað er á borgaryfirvöld að gera áframhaldandi samning um rekstur íþróttahússins. Vert er að taka fram að er undirrituð hóf skrif höfðu 955 einstaklingar skrifað undir listann. Þegar þessi orð eru rituð hafa 1040 skrifað undir. „Þá tókum við foreldrarnir okkur saman og ákváðum að gera það sem við getum. Því nú erum við í hverfi sem er eitt það erfiðasta borgarinnar. Þetta er metþátttaka í þessu starfi.“ Flokkur dóttur Erlu Bjarkar.Aðsend Um helmingur stúlkna í bekk dóttur Erlu Bjarkar æfir körfubolta hjá Aþenu en að hennar sögn hafi flestar þeirra ekki stundað íþróttir áður. Erla Björk hefur einnig tekið þátt í foreldrastarfi í grunnskólanum og segir engin önnur verkefni í þágu barnanna hafi virkað jafn vel og starfsemi Aþenu. „Okkur er í rauninni alveg sama um þessa pólitík og allt á bak við þetta. Okkur langar að börnin okkar fái öruggan stað til að vera á,“ segir hún. Þar vísar hún í umræðu um þjálfunarstíl Brynjars Karls Sigurðssonar, þjálfara meistaraflokks Aþenu. Auðveldar innlimun barna og foreldra í samfélagið Erla Björk lýsir öllu félaginu sem einni stórri fölskyldu. Þar hafi skapast uppbyggilegt samfélag sem vinni saman. Sem dæmi tekur hún að stelpurnar í meistaraflokki Aþenu hjálpi oft þeim yngri með heimavinnu, íslenskukennslu eða þýðingu. „Þjálfarinn hjá dóttur minni hefur mætt upp í skóla hjá þeim. Stelpurnar í bekknum voru með leikrit í skólanum og þá mætti þjálfarinn úr körfuboltanum á leiksýningu í skólanum,“ segir Erla. Margar af stúlkunum sem æfi hjá félaginu eru af erlendu bergi brotnu en hefur íþróttaiðkunin hjálpað þeim að innlimast í samfélagið. Ekki einungis hafi börnin átt auðveldara með að kynnast jafnöldrum sínum heldur einnig foreldrar barnanna. Erla Björk lýsir ferðalagi til Akureyrar þar sem liðið keppti í körfubolta. „Meirihlutinn var erlendir foreldrar og maður fékk að kynnast þeim. Ég hef ekki tekið eftir þessum foreldrum einu sinni í skólanum hjá börnunum,“ segir hún. Aþena Reykjavík Börn og uppeldi Íþróttir barna Körfubolti Frístund barna Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Í bréfi sem fréttastofa hefur undir höndum ritað af Jóhönnu Jakobsdóttur, formanni Aþenu, segir að rekstrarsamningur félagsins um notkun á íþróttahúsnæði við Reykjavíkurborg renni út um næstu mánaðamót. Enn hefur nýr samningur ekki verið undirritaður þrátt fyrir að forsvarsmenn hafi fundað með fulltrúum Menningar- og íþróttaráðs. Aþena hefur hingað til æft í húsnæði við Austurberg í Breiðholtinu. „Á fundi kom fram að borgin veit að Aþena hefur rekið húsið óaðfinnanlega og starfið líka. Mikill árangur hefur náðst í hverfinu. Plan Aþenu um hvernig á að byggja þetta upp að virka og snjóboltinn fer að rúlla jafnvel hraðar,“ stendur í bréfinu sem útlistar niðurstöður fundar formannsins með foreldrum iðkenda. Í bréfinu er einnig hægt að sjá mikinn vilja stjórnarmanna Aþenu til að halda starfseminni áfram, sem er að miklu leiti fjármögnuð með styrktaraðilum og sjálfboðaliðastarfi. Allir þjálfarar meistaraflokksins séu sjálfboðaliðar auk allrar skrifstofuvinnu og styrktarþjálfara. „Aþena og allir sem koma að Aþenu brenna fyrir krakkana. Þess vegna viljum við halda áfram, þess vegna viljum við að hlutirnir gangi g þess vegna tökum við baráttuna þar sem þess þarf.“ Metþátttaka þrátt fyrir „erfitt hverfi“ „Við vissum ekki af þessu fyrr en á mánudaginn, að það gengi erfiðlega að fá samning um íþróttahúsið,“ segir Erla Björk Árskóg, foreldri stúlku sem æfir körfubolta hjá Aþenu, í samtali við fréttastofu. Erla Björk stofnaði undirskriftalista fyrir hönd foreldra iðkendanna þar sem skorað er á borgaryfirvöld að gera áframhaldandi samning um rekstur íþróttahússins. Vert er að taka fram að er undirrituð hóf skrif höfðu 955 einstaklingar skrifað undir listann. Þegar þessi orð eru rituð hafa 1040 skrifað undir. „Þá tókum við foreldrarnir okkur saman og ákváðum að gera það sem við getum. Því nú erum við í hverfi sem er eitt það erfiðasta borgarinnar. Þetta er metþátttaka í þessu starfi.“ Flokkur dóttur Erlu Bjarkar.Aðsend Um helmingur stúlkna í bekk dóttur Erlu Bjarkar æfir körfubolta hjá Aþenu en að hennar sögn hafi flestar þeirra ekki stundað íþróttir áður. Erla Björk hefur einnig tekið þátt í foreldrastarfi í grunnskólanum og segir engin önnur verkefni í þágu barnanna hafi virkað jafn vel og starfsemi Aþenu. „Okkur er í rauninni alveg sama um þessa pólitík og allt á bak við þetta. Okkur langar að börnin okkar fái öruggan stað til að vera á,“ segir hún. Þar vísar hún í umræðu um þjálfunarstíl Brynjars Karls Sigurðssonar, þjálfara meistaraflokks Aþenu. Auðveldar innlimun barna og foreldra í samfélagið Erla Björk lýsir öllu félaginu sem einni stórri fölskyldu. Þar hafi skapast uppbyggilegt samfélag sem vinni saman. Sem dæmi tekur hún að stelpurnar í meistaraflokki Aþenu hjálpi oft þeim yngri með heimavinnu, íslenskukennslu eða þýðingu. „Þjálfarinn hjá dóttur minni hefur mætt upp í skóla hjá þeim. Stelpurnar í bekknum voru með leikrit í skólanum og þá mætti þjálfarinn úr körfuboltanum á leiksýningu í skólanum,“ segir Erla. Margar af stúlkunum sem æfi hjá félaginu eru af erlendu bergi brotnu en hefur íþróttaiðkunin hjálpað þeim að innlimast í samfélagið. Ekki einungis hafi börnin átt auðveldara með að kynnast jafnöldrum sínum heldur einnig foreldrar barnanna. Erla Björk lýsir ferðalagi til Akureyrar þar sem liðið keppti í körfubolta. „Meirihlutinn var erlendir foreldrar og maður fékk að kynnast þeim. Ég hef ekki tekið eftir þessum foreldrum einu sinni í skólanum hjá börnunum,“ segir hún.
Aþena Reykjavík Börn og uppeldi Íþróttir barna Körfubolti Frístund barna Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent