Vestræn ríki niðurgreiða stríðsrekstur Rússa í Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2025 08:57 Árásarstríð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta gegn Úkraínu er að stórum hluta fjármagnað með tekjum af sölu á jarðefnaeldsneyti til NATO-ríkja. Vísir/EPA Tekjur Rússa af sölu á olíu og gasi til vestrænna ríkja eru þrefalt hærri en stuðningur þeirra síðarnefndu til Úkraínu frá því að innrás Rússa í nágrannaríkið hófst. Næstum þriðjungur af tekjum rússneska ríkisins koma frá sölu á olíu og gasi. Þrátt fyrir refsiaðgerðir sem bandalagsríki Úkraínu lögðu á olíu- og gasútflutning Rússa í kjölfar innrásarinnar í febrúar 2022 hafa Rússar fengið meira en 883 milljarða evra í tekjur af henni á þeim tíma. Þær tekjur eru grundvallarforsenda þess að Rússar geti haldið árásarstríði sínu áfram. Um fjórðungur, 228 milljarðar, er vegna sölu til ríkja sem taka þátt í refsiaðgerðunum samkvæmt greiningu sem breska ríkisútvarpið BBC segir frá. Langmestur hluti þess, 209 milljarðar evra, kemur frá Evrópusambandsríkjum en ólíkt Bandaríkjunum bannaði ESB ekki innflutning á rússnesku gasi. Kaup Evrópusambandsríkja á rússnesku gasi nema meira en þrefalt hærri upphæð en stuðningur þeirra við Úkraínu frá upphafi stríðsins. Greiðslur NATO-ríkja til Rússa eru hátt í helmingi hærri en aðstoð þeirra við Úkraínumenn. Haft er eftir Kaju Kallas, utanríkismálaráðherra ESB, að viðskiptaþvinganirnar á olíu- og gassölu Rússa séu ekki þær sterkustu vegna andstöðu sumra aðildarríkja. Þau óttist stigmögnun átakanna en það ráði einnig för að það sé ódýrt til skemmri tíma litið að kaupa rússneskt gas og olíu. „Þvætta“ olíuna í Tyrklandi og á Indlandi Evrópuríki og Bandaríkin hafa verið hvött til þess að gera enn meira til þess að stöðva innflutning á rússnesku gasi og olíu. Engu að síður hefur salan til Evrópu á gasi aðeins aukist. Rússneskt gas var flutt beint til Evrópu með leiðslum þar til Úkraínumenn skrúfuðu fyrir það í janúar. Rússnesk olía er enn flutt til Ungverjalands og Slóvakíu. Bæði ríki kaupa einnig rússneskt gas sem er flutt inn með leiðslum í gegnum Tyrkland. Tekjur Rússa af jarðefnaeldsneyti drógust aðeins saman um fimm prósent á milli ára í fyrra. Þeir höfðu jafnframt sex prósent meira upp úr sölu á hráolíu en árið áður en níu prósent meira af sölu af gasi. Rússar segja sjálfir að útflutningur á gasi til Evrópu hafi aukist um fimmtung í fyrra og hann hafi aldrei verið meiri. Þar við bætist að rússnesk olía er keypt til vestrænna ríkja eftir að hún er unnin í þriðja ríki. Rússar eru sagðir nota hreinsistöðvar í Tyrklandi og á Indlandi til þess að „þvætta“ olíuna og selja hana til ríkjanna sem taka þátt í refsiaðgerðunum gegn þeim. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Þrátt fyrir refsiaðgerðir sem bandalagsríki Úkraínu lögðu á olíu- og gasútflutning Rússa í kjölfar innrásarinnar í febrúar 2022 hafa Rússar fengið meira en 883 milljarða evra í tekjur af henni á þeim tíma. Þær tekjur eru grundvallarforsenda þess að Rússar geti haldið árásarstríði sínu áfram. Um fjórðungur, 228 milljarðar, er vegna sölu til ríkja sem taka þátt í refsiaðgerðunum samkvæmt greiningu sem breska ríkisútvarpið BBC segir frá. Langmestur hluti þess, 209 milljarðar evra, kemur frá Evrópusambandsríkjum en ólíkt Bandaríkjunum bannaði ESB ekki innflutning á rússnesku gasi. Kaup Evrópusambandsríkja á rússnesku gasi nema meira en þrefalt hærri upphæð en stuðningur þeirra við Úkraínu frá upphafi stríðsins. Greiðslur NATO-ríkja til Rússa eru hátt í helmingi hærri en aðstoð þeirra við Úkraínumenn. Haft er eftir Kaju Kallas, utanríkismálaráðherra ESB, að viðskiptaþvinganirnar á olíu- og gassölu Rússa séu ekki þær sterkustu vegna andstöðu sumra aðildarríkja. Þau óttist stigmögnun átakanna en það ráði einnig för að það sé ódýrt til skemmri tíma litið að kaupa rússneskt gas og olíu. „Þvætta“ olíuna í Tyrklandi og á Indlandi Evrópuríki og Bandaríkin hafa verið hvött til þess að gera enn meira til þess að stöðva innflutning á rússnesku gasi og olíu. Engu að síður hefur salan til Evrópu á gasi aðeins aukist. Rússneskt gas var flutt beint til Evrópu með leiðslum þar til Úkraínumenn skrúfuðu fyrir það í janúar. Rússnesk olía er enn flutt til Ungverjalands og Slóvakíu. Bæði ríki kaupa einnig rússneskt gas sem er flutt inn með leiðslum í gegnum Tyrkland. Tekjur Rússa af jarðefnaeldsneyti drógust aðeins saman um fimm prósent á milli ára í fyrra. Þeir höfðu jafnframt sex prósent meira upp úr sölu á hráolíu en árið áður en níu prósent meira af sölu af gasi. Rússar segja sjálfir að útflutningur á gasi til Evrópu hafi aukist um fimmtung í fyrra og hann hafi aldrei verið meiri. Þar við bætist að rússnesk olía er keypt til vestrænna ríkja eftir að hún er unnin í þriðja ríki. Rússar eru sagðir nota hreinsistöðvar í Tyrklandi og á Indlandi til þess að „þvætta“ olíuna og selja hana til ríkjanna sem taka þátt í refsiaðgerðunum gegn þeim.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent