„Yndisleg kvöldstund í þessum þunga harmi okkar“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. maí 2025 11:54 Hrunakirkja í Hrunamannahreppi. Kirkjan.is Fjölmenn bænastund var haldin í Hrunakirkju í gærkvöldi vegna tíu ára drengs sem lést í slysi við Hvítá í fyrradag. Sóknarpresturinn segir stundina hafa verið áhrifaríka en margir finni nú til. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um seint á sjötta tímanum í fyrradag um að dráttavél hefði runnið fram af háum bakka Hvítár í Hrunamannahreppi og hafnað ofan í ánni. Ökumaðurinn fannst skömmu eftir slysið og var úrskurðaður látinn á vettvangi. Hann hét Víglundur Þorsteinsson, fæddur 2015 og bjó í Haukholtum ásamt foreldrum sínum og þremur systkinum. Klukkan átta í gærkvöldi var haldin bænastund í Hrunakirkju vegna slyssins. Óskar Hafsteinn Óskarsson sóknarprestur segir samfélagið í sveitinni lítið og standa þétt saman nú á þessum erfiðu tímum. „Það var náttúrulega fullt út úr dyrum. Þar komum við sveitungarnir saman og tókum utan um hvort annað og reyndum að virkja allt þetta mannlega og styrkinn sem við höfum sem samfélag þegar svona harmur ríður yfir samfélagið. Þetta var ákaflega sterk og áhrifarík stund þar sem við finnum styrkinn hvert af öðru í þeim ótrúlega harmi sem við erum að ganga í gengum sem samfélag,“ segir Óskar Hafsteinn. „Fólk stóð í kringum kirkjuna en sem betur fer var veðrið gott þannig að það var alveg fram eftir kvöldi staðið úti við kirkjuna og fólk að tala saman og taka utan um hvort annað. Þetta var bara yndisleg kvöldstund í þessum þunga harmi okkar.“ Margir finni nú til. „ Ekki bara samfélagið hér. Hann hafði snertifleti þessi drengur við fólk hér í öllum uppsveitum og langt út fyrir það og líka fólk sem að kannski þekkir ekki til fjölskyldunnar. Ég held að við finnum bara öll til sem þjóð þegar að svona hörmulegt slys verður og þegar barn á í hlut. Það er þungbærara en orð fá lýst en þá skiptir máli að vera mannnleg og sýna ást og kærleika á vináttu og þá reynir á okkur og það erum við að gera núna.“ Þá var önnur bænastund haldin fyrir hádegi með samnemendum Víglundar og foreldrum þeirra. „Svo náttúrulega er stóra verkefnið framundan að reyna að haldast í hendur og styðja hvert annað og styrkja og þar búum við vel að vera í góðu og sterku og traustu samfélagi,“ segir Óskar Hafsteinn. Hrunamannahreppur Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um seint á sjötta tímanum í fyrradag um að dráttavél hefði runnið fram af háum bakka Hvítár í Hrunamannahreppi og hafnað ofan í ánni. Ökumaðurinn fannst skömmu eftir slysið og var úrskurðaður látinn á vettvangi. Hann hét Víglundur Þorsteinsson, fæddur 2015 og bjó í Haukholtum ásamt foreldrum sínum og þremur systkinum. Klukkan átta í gærkvöldi var haldin bænastund í Hrunakirkju vegna slyssins. Óskar Hafsteinn Óskarsson sóknarprestur segir samfélagið í sveitinni lítið og standa þétt saman nú á þessum erfiðu tímum. „Það var náttúrulega fullt út úr dyrum. Þar komum við sveitungarnir saman og tókum utan um hvort annað og reyndum að virkja allt þetta mannlega og styrkinn sem við höfum sem samfélag þegar svona harmur ríður yfir samfélagið. Þetta var ákaflega sterk og áhrifarík stund þar sem við finnum styrkinn hvert af öðru í þeim ótrúlega harmi sem við erum að ganga í gengum sem samfélag,“ segir Óskar Hafsteinn. „Fólk stóð í kringum kirkjuna en sem betur fer var veðrið gott þannig að það var alveg fram eftir kvöldi staðið úti við kirkjuna og fólk að tala saman og taka utan um hvort annað. Þetta var bara yndisleg kvöldstund í þessum þunga harmi okkar.“ Margir finni nú til. „ Ekki bara samfélagið hér. Hann hafði snertifleti þessi drengur við fólk hér í öllum uppsveitum og langt út fyrir það og líka fólk sem að kannski þekkir ekki til fjölskyldunnar. Ég held að við finnum bara öll til sem þjóð þegar að svona hörmulegt slys verður og þegar barn á í hlut. Það er þungbærara en orð fá lýst en þá skiptir máli að vera mannnleg og sýna ást og kærleika á vináttu og þá reynir á okkur og það erum við að gera núna.“ Þá var önnur bænastund haldin fyrir hádegi með samnemendum Víglundar og foreldrum þeirra. „Svo náttúrulega er stóra verkefnið framundan að reyna að haldast í hendur og styðja hvert annað og styrkja og þar búum við vel að vera í góðu og sterku og traustu samfélagi,“ segir Óskar Hafsteinn.
Hrunamannahreppur Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira