Halda framkvæmdastjóra Félagsbústaða þrátt fyrir alvarlegt vantraust Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2025 16:17 Ellý Þorsteinsdóttir, formaður stjórnar Félagsbústaða, greindi starfsfólki frá því fyrir viku að umdeildur framkvæmdastjóri héldi áfram störfum. Mikil ólga hefur verið innan veggja stofnunarinnar og allt starfsfólk utan þriggja stjórnendu lýstu yfir vantrausti á framkvæmdastjórann í vetur. Vísir Stjórn Félagsbústaða hefur ákveðið að Sigrún Árnadóttir verði áfram framkvæmdastjóri stofnunarinnar þrátt fyrir vantraust starfsfólks á henni. Sigrúnu verði jafnframt falið að leiða umbótastarf. Stéttarfélagið Sameyki hefur óskað eftir fundi með borginni vegna ástandsins hjá Félagsbústöðum. Allt starfsfólk Félagsbústaða fyrir utan þrjá stjórnendur skrifaði undir yfirlýsingu um vantraust á hendur Sigrúnu eftir að hún rak starfsmann fyrir allra augum á starfsmannafundi í febrúar. Stjórn Félagsbústaða fékk í kjölfarið mannauðsfyrirtæki til þess að gera almennt áhættumat á vinnustaðnum og komust ráðgjafar þess að þeirri niðurstöðu að vantraust starfsfólks til framkvæmdastjórnar væri alvarlegt. Ellý Þorsteinsdóttir, formaður stjórnar Félagsbústaða, greindi starfsfólki stofnunarinnar frá því á fundi sem boðaður var með skömmum fyrirvara á föstudag að stjórnin hefði ákveðið að Sigrún yrði áfram framkvæmdastjóri. Sigrúnu yrði jafnframt falið að leiða umbætur á skrifstofunni. Henni til fulltingis yrði ráðinn mannauðsfulltrúi til tveggja ára samkvæmt heimildum Vísis. Fundargerð stjórnar af fundinum þar sem þetta var ákveðið hefur enn ekki verið birt. Þegar blaðamaður náði tali af Ellý formanni í hádeginu í dag sagðist hún ekki hafa tíma til að ræða um málið. Ekki náðist í hana aftur við vinnslu þessarar fréttar. Félagsbústaðir eru sjálfseignastofnun sem er að öllu leyti í eigu Reykjavíkurborgar. Hún heldur utan um þúsundir félagslegra íbúða sem félagsþjónusta borgarinnar úthlutar og sýslar þannig með margmilljarða króna eignir. Hafa áhyggjur af mannauðsmálum og velferð starfsfólks Kári Sigurðsson, formaður Sameykis, sat kynningarfundinn fyrir viku að ósk starfsfólks Félagsbústaða. Hann segir félagið hafa óskað eftir fundi með fulltrúum Reykjavíkurborgar sem er eigandi félagsbústaða. „Við höfum óskað eftir fundi af því að við höfum mjög miklar áhyggjur af mannauðsmálum hjá Félagsbústöðum. Við höfum áhyggjur af velferð starfsfólks félagsbústaða,“ segir Kári við Vísi. Sigrún var ráðin framkvæmdastjóri Félagsbústaða eftir að forveri hennar sagði af sér vegna hundruð milljóna króna framúrkeyrslu við framkvæmdir í Breiðholti árið 2019. Hún var áður bæjarstjóri Sandgerðis í tíð meirihluta Samfylkingarinnar og óháðra. Áður var hún framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi til fjölda ára. Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Mannauðsmál Tengdar fréttir Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Allt almennt starfsfólk Félagsbústaða skrifaði undir yfirlýsingu um vantraust á hendur framkvæmdastjóra stofnunarinnar eftir að hann rak starfsmann fyrir allra augum á starfsmannafundi í síðasta mánuði. Starfsfólkið sakar framkvæmdastjórann um „ógnarstjórn“ og virðingarleysi. 13. mars 2025 13:14 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Allt starfsfólk Félagsbústaða fyrir utan þrjá stjórnendur skrifaði undir yfirlýsingu um vantraust á hendur Sigrúnu eftir að hún rak starfsmann fyrir allra augum á starfsmannafundi í febrúar. Stjórn Félagsbústaða fékk í kjölfarið mannauðsfyrirtæki til þess að gera almennt áhættumat á vinnustaðnum og komust ráðgjafar þess að þeirri niðurstöðu að vantraust starfsfólks til framkvæmdastjórnar væri alvarlegt. Ellý Þorsteinsdóttir, formaður stjórnar Félagsbústaða, greindi starfsfólki stofnunarinnar frá því á fundi sem boðaður var með skömmum fyrirvara á föstudag að stjórnin hefði ákveðið að Sigrún yrði áfram framkvæmdastjóri. Sigrúnu yrði jafnframt falið að leiða umbætur á skrifstofunni. Henni til fulltingis yrði ráðinn mannauðsfulltrúi til tveggja ára samkvæmt heimildum Vísis. Fundargerð stjórnar af fundinum þar sem þetta var ákveðið hefur enn ekki verið birt. Þegar blaðamaður náði tali af Ellý formanni í hádeginu í dag sagðist hún ekki hafa tíma til að ræða um málið. Ekki náðist í hana aftur við vinnslu þessarar fréttar. Félagsbústaðir eru sjálfseignastofnun sem er að öllu leyti í eigu Reykjavíkurborgar. Hún heldur utan um þúsundir félagslegra íbúða sem félagsþjónusta borgarinnar úthlutar og sýslar þannig með margmilljarða króna eignir. Hafa áhyggjur af mannauðsmálum og velferð starfsfólks Kári Sigurðsson, formaður Sameykis, sat kynningarfundinn fyrir viku að ósk starfsfólks Félagsbústaða. Hann segir félagið hafa óskað eftir fundi með fulltrúum Reykjavíkurborgar sem er eigandi félagsbústaða. „Við höfum óskað eftir fundi af því að við höfum mjög miklar áhyggjur af mannauðsmálum hjá Félagsbústöðum. Við höfum áhyggjur af velferð starfsfólks félagsbústaða,“ segir Kári við Vísi. Sigrún var ráðin framkvæmdastjóri Félagsbústaða eftir að forveri hennar sagði af sér vegna hundruð milljóna króna framúrkeyrslu við framkvæmdir í Breiðholti árið 2019. Hún var áður bæjarstjóri Sandgerðis í tíð meirihluta Samfylkingarinnar og óháðra. Áður var hún framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi til fjölda ára.
Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Mannauðsmál Tengdar fréttir Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Allt almennt starfsfólk Félagsbústaða skrifaði undir yfirlýsingu um vantraust á hendur framkvæmdastjóra stofnunarinnar eftir að hann rak starfsmann fyrir allra augum á starfsmannafundi í síðasta mánuði. Starfsfólkið sakar framkvæmdastjórann um „ógnarstjórn“ og virðingarleysi. 13. mars 2025 13:14 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Allt almennt starfsfólk Félagsbústaða skrifaði undir yfirlýsingu um vantraust á hendur framkvæmdastjóra stofnunarinnar eftir að hann rak starfsmann fyrir allra augum á starfsmannafundi í síðasta mánuði. Starfsfólkið sakar framkvæmdastjórann um „ógnarstjórn“ og virðingarleysi. 13. mars 2025 13:14