Leita „Skrattans í Ozarkfjöllum“ í hellum og skógum Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2025 15:41 Grant Hardin hefur gengið undir nafninu „Skrattinn í Ozarkfjöllum". AP Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Ozark-fjöllunum í Bandaríkjunum að strokufanga sem gengur undir nafninu „Skrattinn í Ozarkfjöllum“. Hann heitir Grant Hardin og er fyrrverandi lögreglustjóri sem dæmdur var árið 2017 fyrir morð og nauðgun. Hardin strauk úr fangelsi á dögunum en fjöllin eru erfið til leitar þar sem finna má fjölmarga hella, yfirgefna skúra og marga aðra felustaði. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hefur heitið tíu þúsund dölum fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Hardins. Hardin, sem er 56 ára gamall, var lögreglustjóri í bænum Gateway í Arkansas. Hann var handtekinn árið 2017 vegna gruns um að hann hefði skotið mág borgarstjóra Gateway í höfuðið og játaði hann morðið. Hann var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi en var seinna meir dæmdur í fimmtíu ára fangelsi til viðbótar fyrir nauðgun frá 1997, samkvæmt AP fréttaveitunni. Það kom í ljós árið 2019 þegar lífsýni frá nauðgunni voru borin saman við önnur sýni í kerfum yfirvalda í Bandaríkjanna. Þá hafði sýni lögreglustjórans verið bætt í kerfið 2017. Heimildarmynd var gerð um mál Hardins, sem kallast „Skrattinn í Ozarkfjöllum“ Hann strauk úr fangelsi á sunnudaginn með því að klæðast fötum sem líktust lögreglubúning og opnaði vörður dyr fyrir honum án þess að skoða skírteini hans eða skoða hann nánar. Búninginn mun hann hafa búið til sjálfur og er til rannsóknar hvort hann hafi getað gert það vegna starfa hans í eldhúsi fangelsisins. Hardin í þykjustu lögreglubúningnum sínum á leið úr fangelsinu á sunnudaginn.AP/Fangelsismálayfirvöld í Arkansas Sporhundur komst fljótt á spor „djöfulsins“ en tapaði lyktinni tiltölulega fljótt vegna mikillar rigningar. Lögreglan segir marga slíka hunda notaða til leitarinnar í fjöllunum en slæmt veður hefur komið niður á leitinni. Engar fregnir hafa borist af því að einhverjar vísbendingar um Hardin hafi fundist frá því hann flúði. Talsmenn lögreglunnar segja þó að þar til annað komi í ljós verði gert ráð fyrir að hann sé enn á svæðinu og verður leitað þar. Leitin er þó erfið, bæði vegna slæms veðurs, og vegna fjölmargra felustaða á svæðinu. Um er að ræða fjalllendi sem er að miklu leyti skógi vaxið. Þarna eru fjölmargir og djúpir hellar auk alls konar skúra og skála og er Hardin kunnugur staðháttum, ef svo má segja. Sérfræðingur sem ræddi við AP fréttaveituna segir að á svæðinu kringum fangelsið þar sem Hardin strauk megi finna fjölmarga hella. Þeir séu mögulega hvergi fleiri í öllu Arkansas. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hefur heitið tíu þúsund dölum fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Hardins. Hardin, sem er 56 ára gamall, var lögreglustjóri í bænum Gateway í Arkansas. Hann var handtekinn árið 2017 vegna gruns um að hann hefði skotið mág borgarstjóra Gateway í höfuðið og játaði hann morðið. Hann var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi en var seinna meir dæmdur í fimmtíu ára fangelsi til viðbótar fyrir nauðgun frá 1997, samkvæmt AP fréttaveitunni. Það kom í ljós árið 2019 þegar lífsýni frá nauðgunni voru borin saman við önnur sýni í kerfum yfirvalda í Bandaríkjanna. Þá hafði sýni lögreglustjórans verið bætt í kerfið 2017. Heimildarmynd var gerð um mál Hardins, sem kallast „Skrattinn í Ozarkfjöllum“ Hann strauk úr fangelsi á sunnudaginn með því að klæðast fötum sem líktust lögreglubúning og opnaði vörður dyr fyrir honum án þess að skoða skírteini hans eða skoða hann nánar. Búninginn mun hann hafa búið til sjálfur og er til rannsóknar hvort hann hafi getað gert það vegna starfa hans í eldhúsi fangelsisins. Hardin í þykjustu lögreglubúningnum sínum á leið úr fangelsinu á sunnudaginn.AP/Fangelsismálayfirvöld í Arkansas Sporhundur komst fljótt á spor „djöfulsins“ en tapaði lyktinni tiltölulega fljótt vegna mikillar rigningar. Lögreglan segir marga slíka hunda notaða til leitarinnar í fjöllunum en slæmt veður hefur komið niður á leitinni. Engar fregnir hafa borist af því að einhverjar vísbendingar um Hardin hafi fundist frá því hann flúði. Talsmenn lögreglunnar segja þó að þar til annað komi í ljós verði gert ráð fyrir að hann sé enn á svæðinu og verður leitað þar. Leitin er þó erfið, bæði vegna slæms veðurs, og vegna fjölmargra felustaða á svæðinu. Um er að ræða fjalllendi sem er að miklu leyti skógi vaxið. Þarna eru fjölmargir og djúpir hellar auk alls konar skúra og skála og er Hardin kunnugur staðháttum, ef svo má segja. Sérfræðingur sem ræddi við AP fréttaveituna segir að á svæðinu kringum fangelsið þar sem Hardin strauk megi finna fjölmarga hella. Þeir séu mögulega hvergi fleiri í öllu Arkansas.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent