Sigríður svarar gagnrýni á störf lögreglunnar á Suðurnesjum Lovísa Arnardóttir skrifar 31. maí 2025 15:02 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri svaraði gagnrýni fyrrverandi lögreglustjóra í bréfi til starfsmanna í vikunni. Vísir/Anton Brink Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri svaraði gagnrýni Úlfars Lúðvíkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra, í tölvupósti til starfsmanna embættisins á þriðjudag. Þar sagði hún Úlfar ekki hafa sinnt sameiginlegu verkefni lögreglunnar og tollsins um farþegaeftirlit og því hafi samstarfinu verið rift. Úlfar hefur frá því að hann hætti sem lögreglustjóri, og áður, gagnrýnt landamæravörslu á Íslandi og gagnrýnt að ekki hafi fengist farþegaupplýsingar frá öllum þeim flugfélögum sem hingað fljúga. Í nýlegu viðtali í Spursmálum kallaði hann eftir því að Sigríður Björk segði af sér og sagði hátt setta embættismenn innan dómsmálaráðuneytisins getulausa til að taka á málefnum landamæranna. Í bréfi Sigríðar Bjarkar til starfsmanna fer hún ítarlega yfir þróun landamæraeftirlits og, meðal annars, stofnun sérstakrar deildar með það verkefni, PIU einingar, sem hafi verið stofnuð, meðal annars, til að „tryggja aðgengi löggæsluyfirvalda að farþegaupplýsingum og vinnslu á þeim“. Einingin hafi verið samstarfsverkefni ríkislögreglustjóra, tollsins og lögreglustjórans á Suðurnesjum en samkvæmt því átti hann að leggja mannskap í verkefnið. Hann hafi ekki gert það og því hafi samningnum verið rift síðustu áramót og nýr samningur gerður á milli ríkislögreglustjóra og Skattsins en tollstjóri sé hluti af því embætti. Farþegaupplýsingunum hafi verið miðlað til tollsins í þessu samstarfi en nú eigi að breyta lögum sem herða slík upplýsingaskil og þá verði lögregla með forræði á upplýsingunum. Sigríður segir í bréfi sínu að til að tryggja áframhaldandi samstarf verði deildin í framhaldinu vistuð hjá Skattinum og yfirmaður deildarinnar verði með viðveru hjá Skattinum og hjá ríkislögreglustjóra á Rauðarárstíg. Sigríður ítrekar í bréfi sínu hlutverk og ábyrgð hvers embættis í landamæraeftirliti. „Landamæravarsla er í höndum lögreglu og Landhelgisgæslu Íslands en tollstjóri, nú Skatturinn, fer með eftirlit með vöru. Landamæravarsla og tolleftirlit eru mikilvægur og órjúfanlegur hluti af öryggismálum þjóðarinnar,“ segir hún í bréfinu. Miður að starfsfólk á Suðurnesjum sé gagnrýnt Þá segir hún miður að heyra gagnrýni á starfsfólks hjá lögregluembættinu á Suðurnesjum. Sjálf var hún lögreglustjóri þar frá 2009 til 2014 og hvetur starfsfólk í bréfinu til að lesa ársskýrslur embættisins frá þeim tíma. Hún segir áskoranir samfélagsins hafa verið allt aðrar en í dag og telur upp helstu verkefni á þeim tíma. Þá segir hún Margréti Kristínu Pálsdóttur, settan lögreglustjóra í embættinu, vel til þess fallna að sinna þessum verkefnum. Hún hafi til dæmis komið að stofnun landamæradeildar embættisins á sínum tíma. Margrét er sett í embætti þar til í október en sagði sjálf í viðtali eftir skipun að hún gerði ráð fyrir því að búið yrði að skipa nýjan lögreglustjóra fyrir þann tíma. Sjálf var hún skipuð aðstoðarlögreglustjóri til fimm ára í fyrra. Útlendingamál séu í ólestri Úlfar gagnrýndi einnig þegar Margrét Kristín var skipuð í embættið eftir að hann hætti og sagði gengið fram hjá Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, yfirlögfræðingi á Suðurnesjum. Eiginmaður Öldu Hrannar og fyrrverandi lögreglumaðurinn, Gestur Pálmason, hefur tekið undir gagnrýni vegna landamæraeftirlits og útlendingamála. Hann var gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar nýlega þar sem hann sagði stjórnvöld hafa misst stjórn á útlendingamálum. Í bréfi sínu til starfsmanna segir Sigríður fjölmargar skýrslur til um málefni landamæra en embættin vinni nú eftir landsáætlun sem öll lögregluembættin hafi komið að. Það skorti enn fjármagn í framkvæmdaáætlun en þau voni að úr því verði bætt. Hún segir landamæraeftirlit þó ekki einungis snúa að flugvöllum og minnir á að þeir sem eru stöðvaðir á landamærum vegna brotastarfsemi séu ekki endilega þau sem hagnist á henni eða stýri henni. Það þurfi samhent átak lögregluliða til að ná tökum á skipulagðri glæpastarfsemi. Lögreglan Lögreglumál Öryggis- og varnarmál Landamæri Suðurnesjabær Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Grindavík Vogar Vistaskipti Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Úlfar hefur frá því að hann hætti sem lögreglustjóri, og áður, gagnrýnt landamæravörslu á Íslandi og gagnrýnt að ekki hafi fengist farþegaupplýsingar frá öllum þeim flugfélögum sem hingað fljúga. Í nýlegu viðtali í Spursmálum kallaði hann eftir því að Sigríður Björk segði af sér og sagði hátt setta embættismenn innan dómsmálaráðuneytisins getulausa til að taka á málefnum landamæranna. Í bréfi Sigríðar Bjarkar til starfsmanna fer hún ítarlega yfir þróun landamæraeftirlits og, meðal annars, stofnun sérstakrar deildar með það verkefni, PIU einingar, sem hafi verið stofnuð, meðal annars, til að „tryggja aðgengi löggæsluyfirvalda að farþegaupplýsingum og vinnslu á þeim“. Einingin hafi verið samstarfsverkefni ríkislögreglustjóra, tollsins og lögreglustjórans á Suðurnesjum en samkvæmt því átti hann að leggja mannskap í verkefnið. Hann hafi ekki gert það og því hafi samningnum verið rift síðustu áramót og nýr samningur gerður á milli ríkislögreglustjóra og Skattsins en tollstjóri sé hluti af því embætti. Farþegaupplýsingunum hafi verið miðlað til tollsins í þessu samstarfi en nú eigi að breyta lögum sem herða slík upplýsingaskil og þá verði lögregla með forræði á upplýsingunum. Sigríður segir í bréfi sínu að til að tryggja áframhaldandi samstarf verði deildin í framhaldinu vistuð hjá Skattinum og yfirmaður deildarinnar verði með viðveru hjá Skattinum og hjá ríkislögreglustjóra á Rauðarárstíg. Sigríður ítrekar í bréfi sínu hlutverk og ábyrgð hvers embættis í landamæraeftirliti. „Landamæravarsla er í höndum lögreglu og Landhelgisgæslu Íslands en tollstjóri, nú Skatturinn, fer með eftirlit með vöru. Landamæravarsla og tolleftirlit eru mikilvægur og órjúfanlegur hluti af öryggismálum þjóðarinnar,“ segir hún í bréfinu. Miður að starfsfólk á Suðurnesjum sé gagnrýnt Þá segir hún miður að heyra gagnrýni á starfsfólks hjá lögregluembættinu á Suðurnesjum. Sjálf var hún lögreglustjóri þar frá 2009 til 2014 og hvetur starfsfólk í bréfinu til að lesa ársskýrslur embættisins frá þeim tíma. Hún segir áskoranir samfélagsins hafa verið allt aðrar en í dag og telur upp helstu verkefni á þeim tíma. Þá segir hún Margréti Kristínu Pálsdóttur, settan lögreglustjóra í embættinu, vel til þess fallna að sinna þessum verkefnum. Hún hafi til dæmis komið að stofnun landamæradeildar embættisins á sínum tíma. Margrét er sett í embætti þar til í október en sagði sjálf í viðtali eftir skipun að hún gerði ráð fyrir því að búið yrði að skipa nýjan lögreglustjóra fyrir þann tíma. Sjálf var hún skipuð aðstoðarlögreglustjóri til fimm ára í fyrra. Útlendingamál séu í ólestri Úlfar gagnrýndi einnig þegar Margrét Kristín var skipuð í embættið eftir að hann hætti og sagði gengið fram hjá Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, yfirlögfræðingi á Suðurnesjum. Eiginmaður Öldu Hrannar og fyrrverandi lögreglumaðurinn, Gestur Pálmason, hefur tekið undir gagnrýni vegna landamæraeftirlits og útlendingamála. Hann var gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar nýlega þar sem hann sagði stjórnvöld hafa misst stjórn á útlendingamálum. Í bréfi sínu til starfsmanna segir Sigríður fjölmargar skýrslur til um málefni landamæra en embættin vinni nú eftir landsáætlun sem öll lögregluembættin hafi komið að. Það skorti enn fjármagn í framkvæmdaáætlun en þau voni að úr því verði bætt. Hún segir landamæraeftirlit þó ekki einungis snúa að flugvöllum og minnir á að þeir sem eru stöðvaðir á landamærum vegna brotastarfsemi séu ekki endilega þau sem hagnist á henni eða stýri henni. Það þurfi samhent átak lögregluliða til að ná tökum á skipulagðri glæpastarfsemi.
Lögreglan Lögreglumál Öryggis- og varnarmál Landamæri Suðurnesjabær Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Grindavík Vogar Vistaskipti Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira