Fór ekki út úr húsi eftir afsögnina Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júní 2025 12:28 Ásthildur Lóa Þórsdóttir segir afsögnina eina erfiðustu ákvörðun lífs síns. Hún segist vilja verða ráðherra aftur en að hún geri ekki kröfu um að núverandi ráðherra segi af sér. Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins og fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, segir afsögn sína úr embætti ráðherra hafa verið erfiðustu ákvörðun lífs síns. Eftir afsögnina hafi hún ekki farið úr húsi dögum saman. Ásthildur Lóa var gestur Páls Magnússonar í Sprengisandi í morgun þar sem hún fór yfir afsögnina og afleiðingar hennar á sig persónulega. Ásthildur Lóa vann mikinn kosningasigur í þingkosningunum í Suðurkjördæmi og fékk 20 prósent atkvæða og tvo þingmenn. Ásthildur Lóa sagði það hafa verið óvænt að ná því að vera fyrsti þingmaðurinn kjördæmisins en mjög ánægjulegt. Þau hafi verið sterk í sínum málflutningi í aðdraganda kosninga og alltaf staðið föst í sínum prinsippum. Það útskýri velgengni þeirra í kosningunum í nóvember. Páll sagði í þættinum að í fyrstu fréttum af máli Ásthildar Lóu hafi verið gefið í skyn þrenns konar brot. Að hún hafi átt barn með ólögráða einstaklingi, að hún hafi verið í valdastöðu gagnvart þessum einstaklingi og að hún hafi svo í kjölfarið tálmað þessum einstaklingi aðgengi að barninu sem þau áttu saman. Þegar leið á fréttaflutning hafi komið í ljós að ekkert af þessu var í rétt og spurði Ásthildi Lóu hvers vegna, í ljósi þess, hún hafi sagt af sér. „Þetta mál bar rosalega brátt að þennan fimmtudag,“ segir Ásthildur Lóa og að það hafi verið augljóst að RÚV hafi talið sig vera með „einhverja sprengju“ í höndunum. Hún hafi ekki vitað hvað þau myndu segja en það hafi verið læti í kringum þetta og henni sagt að fréttastofan myndi flytja fréttina sama hvort hún myndi mæta í viðtal um málið eða ekki. Fjölmiðlastormur sem myndi skyggja allt Þegar hún hafi verið búin að fá vitneskju um að það stæði til að flytja þessa frétt hafi hún þurft að láta fjölskyldu sína vita og ræða fyrir forystu ríkisstjórnarinnar. „Það var bara augljóst að úr þessu kæmi alveg gríðarlegur fjölmiðlastormur sem myndi yfirskyggja allt,“ segir Ásthildur og á þá við bæði hennar starf í ráðuneytinu og starf ríkisstjórnarinnar almennt. Þá væri augljóst að málið yrði fjölskyldu hennar erfitt. Hún hafi tekið þessa ákvörðun vegna þess að hún hafi vitað að hvorki hún, né fjölskylda hennar eða samstarfsfólk, myndi fá frið. Það megi deila um allar ákvarðanir í þessu máli en miðað við hvernig umfjöllun fjölmiðla varð og hvernig hún hélt áfram þá hafi ákvörðunin um að segja af sér verið rétt ákvörðun. „En þetta var rosalega erfið og sársaukafull ákvörðun.“ Hún sjái eftir ráðuneytinu og öllum þeim verkefnum sem hún hafi sinnt þar en þegar hún líti til baka komist hún alltaf að þeirri niðurstöðu að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Hún segir ákvörðunina alfarið hafa verið hennar en hún hafi átt í samtali við forystu ríkisstjórnarinnar um hana. „Ég stend enn á því að hún hafi verið rétt,“ segir hún og að það hafi ekki verið þrýstingur. Ásthildur fór eftir afsögnina í tveggja mánaða leyfi en sneri aftur til þingstarfa í síðustu viku. „Við vorum brotin,“ segir hún um það af hverju hún fór i leyfi. Fjölskyldan hafi verið brotin og upplifað þetta sem mikið áfall. „Ég skreið í skjól, ég skreið í hýði. Ég talaði ekki við neinn. Ég fór ekki út, ég fór ekki út í búð, vegna þess að andlitið á mér var út um allt. Þó að umræðan hafi snúist mér í vil alveg svakalega hratt þá var þetta ofboðslega óþægileg tilfinning.“ Hún segir ótrúlegasta fólk hafa haft samband við hana í kjölfarið til að lýsa reiði yfir málinu en það hafi ekkert annað verið í stöðunni. Hún segir það góða tilfinningu að vera komin aftur til þingstarfa og það hafi alltaf verið planið að koma áður en því lyki í vor. Henni hafi verið afar vel tekið og gott að koma til vinnu. Vill vera ráðherra aftur Spurð hvort henni finnist hún eigi kröfu til að endurheimta ráðherraembætti sitt segir Ásthildur það stórmál að segja af sér. Hún vilji aftur fara í þetta embætti en það sé kominn nýr ráðherra. Hann eigi hennar stuðning en það verði að koma í ljós hvað gerist. Vilji hennar og raunveruleikinn sé ekki endilega það sama. Hún standi með þessari ákvörðun og viti að hún eigi ekki kröfu á að núverandi ráðherra segi af sér fyrir hana. Ásthildur Lóa fór einnig í viðtalinu yfir málaferli hennar við ríkið og húsnæðiskaup hennar. Flokkur fólksins Sprengisandur Húsnæðismál Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Ásthildur Lóa var gestur Páls Magnússonar í Sprengisandi í morgun þar sem hún fór yfir afsögnina og afleiðingar hennar á sig persónulega. Ásthildur Lóa vann mikinn kosningasigur í þingkosningunum í Suðurkjördæmi og fékk 20 prósent atkvæða og tvo þingmenn. Ásthildur Lóa sagði það hafa verið óvænt að ná því að vera fyrsti þingmaðurinn kjördæmisins en mjög ánægjulegt. Þau hafi verið sterk í sínum málflutningi í aðdraganda kosninga og alltaf staðið föst í sínum prinsippum. Það útskýri velgengni þeirra í kosningunum í nóvember. Páll sagði í þættinum að í fyrstu fréttum af máli Ásthildar Lóu hafi verið gefið í skyn þrenns konar brot. Að hún hafi átt barn með ólögráða einstaklingi, að hún hafi verið í valdastöðu gagnvart þessum einstaklingi og að hún hafi svo í kjölfarið tálmað þessum einstaklingi aðgengi að barninu sem þau áttu saman. Þegar leið á fréttaflutning hafi komið í ljós að ekkert af þessu var í rétt og spurði Ásthildi Lóu hvers vegna, í ljósi þess, hún hafi sagt af sér. „Þetta mál bar rosalega brátt að þennan fimmtudag,“ segir Ásthildur Lóa og að það hafi verið augljóst að RÚV hafi talið sig vera með „einhverja sprengju“ í höndunum. Hún hafi ekki vitað hvað þau myndu segja en það hafi verið læti í kringum þetta og henni sagt að fréttastofan myndi flytja fréttina sama hvort hún myndi mæta í viðtal um málið eða ekki. Fjölmiðlastormur sem myndi skyggja allt Þegar hún hafi verið búin að fá vitneskju um að það stæði til að flytja þessa frétt hafi hún þurft að láta fjölskyldu sína vita og ræða fyrir forystu ríkisstjórnarinnar. „Það var bara augljóst að úr þessu kæmi alveg gríðarlegur fjölmiðlastormur sem myndi yfirskyggja allt,“ segir Ásthildur og á þá við bæði hennar starf í ráðuneytinu og starf ríkisstjórnarinnar almennt. Þá væri augljóst að málið yrði fjölskyldu hennar erfitt. Hún hafi tekið þessa ákvörðun vegna þess að hún hafi vitað að hvorki hún, né fjölskylda hennar eða samstarfsfólk, myndi fá frið. Það megi deila um allar ákvarðanir í þessu máli en miðað við hvernig umfjöllun fjölmiðla varð og hvernig hún hélt áfram þá hafi ákvörðunin um að segja af sér verið rétt ákvörðun. „En þetta var rosalega erfið og sársaukafull ákvörðun.“ Hún sjái eftir ráðuneytinu og öllum þeim verkefnum sem hún hafi sinnt þar en þegar hún líti til baka komist hún alltaf að þeirri niðurstöðu að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Hún segir ákvörðunina alfarið hafa verið hennar en hún hafi átt í samtali við forystu ríkisstjórnarinnar um hana. „Ég stend enn á því að hún hafi verið rétt,“ segir hún og að það hafi ekki verið þrýstingur. Ásthildur fór eftir afsögnina í tveggja mánaða leyfi en sneri aftur til þingstarfa í síðustu viku. „Við vorum brotin,“ segir hún um það af hverju hún fór i leyfi. Fjölskyldan hafi verið brotin og upplifað þetta sem mikið áfall. „Ég skreið í skjól, ég skreið í hýði. Ég talaði ekki við neinn. Ég fór ekki út, ég fór ekki út í búð, vegna þess að andlitið á mér var út um allt. Þó að umræðan hafi snúist mér í vil alveg svakalega hratt þá var þetta ofboðslega óþægileg tilfinning.“ Hún segir ótrúlegasta fólk hafa haft samband við hana í kjölfarið til að lýsa reiði yfir málinu en það hafi ekkert annað verið í stöðunni. Hún segir það góða tilfinningu að vera komin aftur til þingstarfa og það hafi alltaf verið planið að koma áður en því lyki í vor. Henni hafi verið afar vel tekið og gott að koma til vinnu. Vill vera ráðherra aftur Spurð hvort henni finnist hún eigi kröfu til að endurheimta ráðherraembætti sitt segir Ásthildur það stórmál að segja af sér. Hún vilji aftur fara í þetta embætti en það sé kominn nýr ráðherra. Hann eigi hennar stuðning en það verði að koma í ljós hvað gerist. Vilji hennar og raunveruleikinn sé ekki endilega það sama. Hún standi með þessari ákvörðun og viti að hún eigi ekki kröfu á að núverandi ráðherra segi af sér fyrir hana. Ásthildur Lóa fór einnig í viðtalinu yfir málaferli hennar við ríkið og húsnæðiskaup hennar.
Flokkur fólksins Sprengisandur Húsnæðismál Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira