Stærsta brautskráning í sögu skólans Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. júní 2025 17:47 Aldrei hafa jafn margir brautskráðst frá skólanum. FG Aldrei hafa jafn margir útskrifast úr Fjölbrautarskólanum í Garðabæ í sögu skólans. 159 nemendur brautskráðust frá skólanum í gær. „Af þeim 159 sem brautskráðust voru 49 af listnámsbrautum, 30 af viðskiptabraut, 21 af hönnunar og markaðsbraut, 18 af náttúrufræðibraut, 17 af félagsvísindabraut, 17 af íþróttabraut, fjórir með lokapróf frá FG og þrír af alþjóðabrautum. Þá voru einnig með í hópnum 13 sem luku námi á miðönn skólans,“ stendur í tilkynningu frá skólanum. Hermann Guðmundsson hlaut titilinn dúx en hann brautskráðist með 9,6 í einkunn af félagsvísindabraut skólans. Semídúxinn kom af hönnunar- og markaðsbraut en það var Kalina Louisa Kamenova Mihaleva sem var með 9,4 í meðaleinkunn. Bæði Hermann og Kalina fengu að auki fjölda verðlauna fyrir góðan námsárangur. Hermann Guðmundsson var dúx skólans með 9,6 í meðaleinkunn.FG Kolfinna Björt Þórðardóttir, forseti nemendafélags FG, NFFG, tók til máls við athöfnina. Hún var sérstaklega þakklát fyrir góðan árangur í góðverðarviku skólans. Nemendafélagið safnaði um 1,2 milljón króna til styrktar Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. Vert er að taka fram að sem hluti af góðgerðarvikunni fékk Kristinn Þorsteinsson, skólameistari FG, sér húðflúr af lunda. „Þá var ég stoltur af mínu fólki. Nú þarf ég bara að ákveða hvaða tattoo ég fæ mér næst,“ sagði Kristinn í ávarpi sínu við athöfnina. Fyrir hönd nemenda flutti Eiríkur Örn Beck ávarp nýstúdenta. Rakel Inga Ólafsdóttir, Eydís Ósk Sævarsdóttir, Hildur Kristín Hermannsdóttir og Mikael Steinn Guðmundsson flutti tónlistaratriði. Einstaklega góð stjórn Nýstúdentar skólans stóðu sig greinilega með prýði á liðnum árum þar sem fjöldi nemenda fengu margvísleg verðlaun, bæði fyrir góðan námsárangur og skólasókn. Líkt og áður kom fram fengu Hermann dúx og Kalina semídúx fjölda verðlauna. Hulda Líf Bjarkadóttir fékk sérstök verðlaun Soroptimistafélagsins í Hafnarfirði fyrir framfarir og þrautseigju í námi. Stjórn nemendafélagsins fékk einnig sérstök verðlaun „fyrir vel unnin störf í þágu nemenda, enda almennt talið að þessi stjórn hafi verið einstaklega góð,“ stendur í tilkynningu skólans. Kolfinna Björt, Daníel Orri, Erla Mjöll, Eva Júlía, Jónas Breki og Kristín Jóhanna sátu í stjórn nemendafélagsins. Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að nemendurnir söfnuðu 120 þúsund krónum en í raun söfnuðu þau um 1,2 milljónum króna. Framhaldsskólar Garðabær Dúxar Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
„Af þeim 159 sem brautskráðust voru 49 af listnámsbrautum, 30 af viðskiptabraut, 21 af hönnunar og markaðsbraut, 18 af náttúrufræðibraut, 17 af félagsvísindabraut, 17 af íþróttabraut, fjórir með lokapróf frá FG og þrír af alþjóðabrautum. Þá voru einnig með í hópnum 13 sem luku námi á miðönn skólans,“ stendur í tilkynningu frá skólanum. Hermann Guðmundsson hlaut titilinn dúx en hann brautskráðist með 9,6 í einkunn af félagsvísindabraut skólans. Semídúxinn kom af hönnunar- og markaðsbraut en það var Kalina Louisa Kamenova Mihaleva sem var með 9,4 í meðaleinkunn. Bæði Hermann og Kalina fengu að auki fjölda verðlauna fyrir góðan námsárangur. Hermann Guðmundsson var dúx skólans með 9,6 í meðaleinkunn.FG Kolfinna Björt Þórðardóttir, forseti nemendafélags FG, NFFG, tók til máls við athöfnina. Hún var sérstaklega þakklát fyrir góðan árangur í góðverðarviku skólans. Nemendafélagið safnaði um 1,2 milljón króna til styrktar Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. Vert er að taka fram að sem hluti af góðgerðarvikunni fékk Kristinn Þorsteinsson, skólameistari FG, sér húðflúr af lunda. „Þá var ég stoltur af mínu fólki. Nú þarf ég bara að ákveða hvaða tattoo ég fæ mér næst,“ sagði Kristinn í ávarpi sínu við athöfnina. Fyrir hönd nemenda flutti Eiríkur Örn Beck ávarp nýstúdenta. Rakel Inga Ólafsdóttir, Eydís Ósk Sævarsdóttir, Hildur Kristín Hermannsdóttir og Mikael Steinn Guðmundsson flutti tónlistaratriði. Einstaklega góð stjórn Nýstúdentar skólans stóðu sig greinilega með prýði á liðnum árum þar sem fjöldi nemenda fengu margvísleg verðlaun, bæði fyrir góðan námsárangur og skólasókn. Líkt og áður kom fram fengu Hermann dúx og Kalina semídúx fjölda verðlauna. Hulda Líf Bjarkadóttir fékk sérstök verðlaun Soroptimistafélagsins í Hafnarfirði fyrir framfarir og þrautseigju í námi. Stjórn nemendafélagsins fékk einnig sérstök verðlaun „fyrir vel unnin störf í þágu nemenda, enda almennt talið að þessi stjórn hafi verið einstaklega góð,“ stendur í tilkynningu skólans. Kolfinna Björt, Daníel Orri, Erla Mjöll, Eva Júlía, Jónas Breki og Kristín Jóhanna sátu í stjórn nemendafélagsins. Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að nemendurnir söfnuðu 120 þúsund krónum en í raun söfnuðu þau um 1,2 milljónum króna.
Framhaldsskólar Garðabær Dúxar Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira