Ísak veit að hann verður hataður: „Ungur strákur átti sér draum“ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2025 07:00 Ísak Bergmann Jóhannesson og kærasta hans Agnes Perla Sigurðardóttir með treyjuna sem sýnir að samningur Ísaks við Köln er til ársins 2030. FC Köln Nú þegar margir af stuðningsmönnum Fortuna Düsseldorf eru reiðir og vilja jafnvel brenna treyju Ísaks Bergmanns Jóhannessonar hefur Skagamaðurinn ungi reynt að útskýra hvað vakti fyrir honum með því að ganga í raðir erkióvinarins, FC Köln. Þessi 22 ára gamli landsliðsmaður átti stórkostlegt tímabil með Fortuna í næstefstu deild Þýskalands í vetur og skoraði til að mynda ellefu mörk fyrir liðið. Eftir tvö tímabil með liðinu og að hafa verið nálægt því að koma því upp í efstu deild hefur Ísak nú gripið tækifærið til að spila í fyrsta sinn í sjálfri efstu deild Þýskalands, með Köln sem vann næstefstu deildina í ár. Með þessu skrefi kveðst Ísak láta æskudraum sinn rætast en á sama tíma segist hann gera sér grein fyrir því að margir af hans fyrri stuðningsmönnum muni núna snúa við honum bakinu, eða hreinlega „hata“ hann. „Ég veit að ekkert sem ég mun segja mun láta ykkur Fortuna-aðdáendum líða betur, ég skil tilfinningar ykkar fullkomlega. Ég hef hugsað mikið til ykkar og þessi ákvörðun var ekki auðveld, en ungur strákur átti sér draum um að spila í Bundesliga og nú hefur sá ungi strákur fengið tækifæri,“ skrifaði Ísak á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Ísak Bergmann Jóhannesson (@isak.bergmann.johannesson) „Ég veit að mörg ykkar munu hata mig en tilfinningar mínar til félagsins eru enn þær sömu. Uppsagnarákvæðið var virkjað og ég þurfti að taka ákvörðun. Ég vil þakka Fortuna fyrir tækifærið til að spila fyrir þetta félag og þakka ykkur fyrir stuðninginn frá fyrsta degi,“ skrifaði Ísak, fullmeðvitaður um að þessi stuðningur breytist nú í andhverfu sína. Eftir standi þó frábærar minningar: „Þessi tvö ár hafa verið alveg ótrúleg. Að hitta frábært fólk, vini ævilangt og eignast minningar sem ég mun geyma í hjarta mínu að eilífu. Ég skil tilfinningar ykkar og virði þær að fullu. En ungi strákurinn innra með mér tók ákvörðunina og átti sér draum.“ Nú mun Ísak hins vegar eignast nýja stuðningsmenn hjá hinu gamla stórveldi Köln. Í kveðju til þeirra á samfélagsmiðlum Kölnar segir Skagamaðurinn: „Halló stuðningsmenn Kölnar. Ég heiti Ísak Jóhannesson og ég get ekki beðið eftir því að spila fyrir framan ykkur á leikvanginum. Sjáumst fljótt!“ A warm welcome to you, too, Ísak! ❤️🤍 #effzeh pic.twitter.com/iUbzFjEUXy— 1. FC Cologne (@fckoeln_en) June 1, 2025 Þýskir fjölmiðlar segja að Köln greiði Fortuna 5,5 milljónir evra fyrir Ísak, eða jafnvirði um 800 milljóna íslenskra króna. Þýski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Sjá meira
Þessi 22 ára gamli landsliðsmaður átti stórkostlegt tímabil með Fortuna í næstefstu deild Þýskalands í vetur og skoraði til að mynda ellefu mörk fyrir liðið. Eftir tvö tímabil með liðinu og að hafa verið nálægt því að koma því upp í efstu deild hefur Ísak nú gripið tækifærið til að spila í fyrsta sinn í sjálfri efstu deild Þýskalands, með Köln sem vann næstefstu deildina í ár. Með þessu skrefi kveðst Ísak láta æskudraum sinn rætast en á sama tíma segist hann gera sér grein fyrir því að margir af hans fyrri stuðningsmönnum muni núna snúa við honum bakinu, eða hreinlega „hata“ hann. „Ég veit að ekkert sem ég mun segja mun láta ykkur Fortuna-aðdáendum líða betur, ég skil tilfinningar ykkar fullkomlega. Ég hef hugsað mikið til ykkar og þessi ákvörðun var ekki auðveld, en ungur strákur átti sér draum um að spila í Bundesliga og nú hefur sá ungi strákur fengið tækifæri,“ skrifaði Ísak á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Ísak Bergmann Jóhannesson (@isak.bergmann.johannesson) „Ég veit að mörg ykkar munu hata mig en tilfinningar mínar til félagsins eru enn þær sömu. Uppsagnarákvæðið var virkjað og ég þurfti að taka ákvörðun. Ég vil þakka Fortuna fyrir tækifærið til að spila fyrir þetta félag og þakka ykkur fyrir stuðninginn frá fyrsta degi,“ skrifaði Ísak, fullmeðvitaður um að þessi stuðningur breytist nú í andhverfu sína. Eftir standi þó frábærar minningar: „Þessi tvö ár hafa verið alveg ótrúleg. Að hitta frábært fólk, vini ævilangt og eignast minningar sem ég mun geyma í hjarta mínu að eilífu. Ég skil tilfinningar ykkar og virði þær að fullu. En ungi strákurinn innra með mér tók ákvörðunina og átti sér draum.“ Nú mun Ísak hins vegar eignast nýja stuðningsmenn hjá hinu gamla stórveldi Köln. Í kveðju til þeirra á samfélagsmiðlum Kölnar segir Skagamaðurinn: „Halló stuðningsmenn Kölnar. Ég heiti Ísak Jóhannesson og ég get ekki beðið eftir því að spila fyrir framan ykkur á leikvanginum. Sjáumst fljótt!“ A warm welcome to you, too, Ísak! ❤️🤍 #effzeh pic.twitter.com/iUbzFjEUXy— 1. FC Cologne (@fckoeln_en) June 1, 2025 Þýskir fjölmiðlar segja að Köln greiði Fortuna 5,5 milljónir evra fyrir Ísak, eða jafnvirði um 800 milljóna íslenskra króna.
Þýski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Sjá meira