Varð undir bílhræi ofan í járntætara og fær 150 milljónir Árni Sæberg skrifar 3. júní 2025 11:50 Samstarfsmaður mannsins henti bílhræi ofan í járntætara, á meðan maðurinn var við vinnu ofan í tætaranum. Myndin er úr safni. Getty/tfoxtoto Litáískur karlmaður á þrítugsaldri bar sigur úr býtum í rimmu við Sjóvá vegna uppgjörs bóta fyrir dómi. Hann fær tæplega 150 milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna alvarlegs vinnuslyss sem hann varð fyrir við störf í málmendurvinnslu. Hann glímir við hundrað prósenta varanlega örorku eftir slysið. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kvað upp dóm í málinu þann 21. maí síðastliðinn og birti í dag. Í dóminum segir að maðurinn hafi aðallega krafist þess að Sjóvá greiddi honum 147 milljónir króna auk vaxta og dráttarvaxta. Menntaður mannauðsstjóri en fékk ekki vinnu við hæfi Í dóminum er málsatvikum lýst svo að maðurinn hefði útskrifast úr menntaskóla, með áherslu á viðskiptastjórnun, og mannauðsstjórnun í háskóla í heimalandinu. Skömmu eftir að hann útskrifaðist hafi hann leitað sér að vinnu sem hæfði þeirri menntun sem hann hafði aflað sér. Hann hafi verið tekinn í atvinnuviðtöl en ekki orðið fyrir valinu. Á meðan hann leitaði sér vinnu við hæfi hafi hann unnið í vöruhúsi. Vorið 2019 hafi hann komið hingað til lands og fengið, í gegnum starfsmannaleigu, starf við sorpendurvinnslu. Þar hafi hann starfað í tvær vikur en eftir það aflað sér sjálfur vinnu hjá ónefndri málmendurvinnslu, þar sem allmargir samlandar hans hefðu starfað í mörg ár. Varð undir bílhræi ofan í járntætara Þar hefði hann starfað í fjóra mánuði þegar hann þurfti að fara niður í stóran járntætara þar sem renna liggur niður að valsi sem tætir málma í sundur. Hann hafi verið neðst í rennunni þar sem valsinn þjappar málmstykkjum saman áður en tætarinn tekur við að herða bolta á hlífðarplötum valsins, sem hafi ekki verið í gangi. „Á meðan stefnandi var að herða boltana henti stjórnandi krana við hlið tætarans bílhræi í rennuna sem rann á stefnanda þannig að hann klemmdist undir hræinu. Hann hlaut afar alvarlegan mænuskaða (C5–C6). Hann er í hjólastól og þarf aðstoð með nær allar daglegar athafnir og fær þrálátar sýkingar í þvagfæri, blöðru og nýru.“ Fékk upphaflega innan við fimmtíu milljónir Bæklunarlæknir og lögmaður hafi metið afleiðingar slyssins fyrir manninn. Niðurstöður þeirra hafi verið að maðurinn væri með 90 stiga varanlegan miska og 100 prósenta varanlega örorku. Á grundvelli þessa mats hafi maðurinn gert kröfu í frjálsa ábyrgðartryggingu málmendurvinnslunnar hjá Sjóvá og krafist bóta miðað við annað árslaunaviðmið en því sem fékkst hefði verið miðað við tekjur hans síðastliðin þrjú ár fyrir slys, líkt og venjan er. Sú kröfugerð hafi byggt á heimild skaðabótalaga til að miða árstekjur við sérstakar aðstæður. Rúmu ári eftir slysið hafi Sjóvá greitt manninum tæplega 48 milljónir króna úr ábyrgðartryggingunni. Sú upphæð hafi miðað við lágmarksárslaun skaðabótalaga. Fær bætur miðað við starf sem hann vann í fjóra mánuði Í dóminum segir að niðurstaða dómsins hafi verið að aðstæður sem varða atvinnu og atvinnuþátttöku mannsins séu óvenjulegar í skilningi skaðabótalaga. Að mati dómsins liggi ekki annað fyrir en að þau laun sem hann hafði hjá málmendurvinnslunni þá fjóra mánuði sem hann vann þar gefi réttasta mynd af þeim launum sem hann hefði haft til frambúðar, hefði hann ekki slasast. Í málsástæðum sínum byggði maðurinn á því að reiknuð árslaun hans hjá málmendurvinnslunni hefðu alls numið tæplega ellefu milljónum króna. Lágmarkslaun sem Sjóvá byggði á hafi aftur á móti aðeins numið 3,5 milljónum. Þá segir að fallast megi á kröfu mannsins um annan kostnað, meðal annars lyfjakostnað, að álitum. Sjóvá greiði manninum því 146,7 milljónir króna, með vöxtum frá slysdegi og dráttarvöxtum frá september 2021. Þá greiði Sjóvá allan gjafsóknarkostnað mannsins, 2,5 milljónir króna, í ríkissjóð. Tryggingar Dómsmál Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kvað upp dóm í málinu þann 21. maí síðastliðinn og birti í dag. Í dóminum segir að maðurinn hafi aðallega krafist þess að Sjóvá greiddi honum 147 milljónir króna auk vaxta og dráttarvaxta. Menntaður mannauðsstjóri en fékk ekki vinnu við hæfi Í dóminum er málsatvikum lýst svo að maðurinn hefði útskrifast úr menntaskóla, með áherslu á viðskiptastjórnun, og mannauðsstjórnun í háskóla í heimalandinu. Skömmu eftir að hann útskrifaðist hafi hann leitað sér að vinnu sem hæfði þeirri menntun sem hann hafði aflað sér. Hann hafi verið tekinn í atvinnuviðtöl en ekki orðið fyrir valinu. Á meðan hann leitaði sér vinnu við hæfi hafi hann unnið í vöruhúsi. Vorið 2019 hafi hann komið hingað til lands og fengið, í gegnum starfsmannaleigu, starf við sorpendurvinnslu. Þar hafi hann starfað í tvær vikur en eftir það aflað sér sjálfur vinnu hjá ónefndri málmendurvinnslu, þar sem allmargir samlandar hans hefðu starfað í mörg ár. Varð undir bílhræi ofan í járntætara Þar hefði hann starfað í fjóra mánuði þegar hann þurfti að fara niður í stóran járntætara þar sem renna liggur niður að valsi sem tætir málma í sundur. Hann hafi verið neðst í rennunni þar sem valsinn þjappar málmstykkjum saman áður en tætarinn tekur við að herða bolta á hlífðarplötum valsins, sem hafi ekki verið í gangi. „Á meðan stefnandi var að herða boltana henti stjórnandi krana við hlið tætarans bílhræi í rennuna sem rann á stefnanda þannig að hann klemmdist undir hræinu. Hann hlaut afar alvarlegan mænuskaða (C5–C6). Hann er í hjólastól og þarf aðstoð með nær allar daglegar athafnir og fær þrálátar sýkingar í þvagfæri, blöðru og nýru.“ Fékk upphaflega innan við fimmtíu milljónir Bæklunarlæknir og lögmaður hafi metið afleiðingar slyssins fyrir manninn. Niðurstöður þeirra hafi verið að maðurinn væri með 90 stiga varanlegan miska og 100 prósenta varanlega örorku. Á grundvelli þessa mats hafi maðurinn gert kröfu í frjálsa ábyrgðartryggingu málmendurvinnslunnar hjá Sjóvá og krafist bóta miðað við annað árslaunaviðmið en því sem fékkst hefði verið miðað við tekjur hans síðastliðin þrjú ár fyrir slys, líkt og venjan er. Sú kröfugerð hafi byggt á heimild skaðabótalaga til að miða árstekjur við sérstakar aðstæður. Rúmu ári eftir slysið hafi Sjóvá greitt manninum tæplega 48 milljónir króna úr ábyrgðartryggingunni. Sú upphæð hafi miðað við lágmarksárslaun skaðabótalaga. Fær bætur miðað við starf sem hann vann í fjóra mánuði Í dóminum segir að niðurstaða dómsins hafi verið að aðstæður sem varða atvinnu og atvinnuþátttöku mannsins séu óvenjulegar í skilningi skaðabótalaga. Að mati dómsins liggi ekki annað fyrir en að þau laun sem hann hafði hjá málmendurvinnslunni þá fjóra mánuði sem hann vann þar gefi réttasta mynd af þeim launum sem hann hefði haft til frambúðar, hefði hann ekki slasast. Í málsástæðum sínum byggði maðurinn á því að reiknuð árslaun hans hjá málmendurvinnslunni hefðu alls numið tæplega ellefu milljónum króna. Lágmarkslaun sem Sjóvá byggði á hafi aftur á móti aðeins numið 3,5 milljónum. Þá segir að fallast megi á kröfu mannsins um annan kostnað, meðal annars lyfjakostnað, að álitum. Sjóvá greiði manninum því 146,7 milljónir króna, með vöxtum frá slysdegi og dráttarvöxtum frá september 2021. Þá greiði Sjóvá allan gjafsóknarkostnað mannsins, 2,5 milljónir króna, í ríkissjóð.
Tryggingar Dómsmál Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira