Kindur aðstoðuðu björgunarfólk að finna afkvæmi sín Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. júní 2025 19:11 Björgunarsveitin Dalvík hélt inn í Skíðadal til að aðstoða bændur við að koma sauðfé í skjól. Landsbjörg Vonskuveður var víðast hvar um land í dag og bitnaði einna helst á sauðfjárbændum og ferðamönnum á tjaldsvæðum sem ráku upp stór augu þegar að fannhvít jörð blasti við í morgun. Kindur aðstoðuðu sauðfjárbændur við að finna afkvæmi sín sem hafði fennt yfir. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir voru í gildi í öllum landshlutum í dag og verða áfram í gildi víðast hvar til miðnættis. Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi í gær vegna veðursins og þá hefur skriðuvakt Veðurstofu Íslands varað við aukinni skriðuhættu og vatnavöxtum á norðan- og austanverðu landinu. Fylgst er náið með stöðunni. Sjá má það helsta frá veðrinu í dag í spilaranum hér fyrir neðan. Ekki eðlilegt veður Sem dæmi má nefna mikið fannfergi sem blasti við gáttuðum gestum í Vaglaskógi í morgun, einhvers konar sandstorm á Hvolsvelli og þá var ýmsu feykt um koll víða. Veðrið kom yfirskálaverði hjá Ferðafélagi Íslands í opna skjöldu. Hann vinnur nú að því að gera skála félagsins reiðubúna fyrir sumaropnun innan skamms. „Það er ekki alveg eins og þetta sé eðlilegt sumar opnunarveður,“ sagði Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður. Einna verst var veðrið á Hnjúki í Skíðadal þar sem bændur ásamt björgunarsveitafólki frá Dalvík stóðu í ströngu við að bjarga um 100 kindum og lömbum. „Þær voru sumar bara komnar undir snjó og voru fenntar, lömbin líka. Það var alveg þannig að sumar kindur gátu vísað á hvar lömbin voru í snjónum og þannig fundust þau. Það var mjög mikill snjór í morgun og þetta er aðeins að minnka núna, maður sér að hann er að taka upp.“ Fór mjög illa í sumar ærnar Það muni hafa slæm áhrif ef veðrið stendur yfir til lengri tíma. „Þau eru bara að hlýja sér núna. En auðvitað sér maður að þetta hefur farið mjög illa í sumar ærnar sérstaklega. Auðvitað er alltaf hætta á því þegar það þarf að loka þetta svona inni. Kindurnar geta fengið júgurbólgu ef lömbin hanga mikið á þeim og auðvitað geta komið afturkippir í einhver lömbin.“ Um 30 lömb og kindur eru enn ófundin. Reiknað er með að leit verði haldið áfram fram eftir kvöldi. „Þetta er mjög erfið vinna og mikil vinna en við eigum góða að, góða ættingja og góða vini og eigum björgunarsveitinni mikið að þakka fyrir að hjálpa okkur við þetta.“ Veður Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Gular og appelsínugular veðurviðvaranir voru í gildi í öllum landshlutum í dag og verða áfram í gildi víðast hvar til miðnættis. Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi í gær vegna veðursins og þá hefur skriðuvakt Veðurstofu Íslands varað við aukinni skriðuhættu og vatnavöxtum á norðan- og austanverðu landinu. Fylgst er náið með stöðunni. Sjá má það helsta frá veðrinu í dag í spilaranum hér fyrir neðan. Ekki eðlilegt veður Sem dæmi má nefna mikið fannfergi sem blasti við gáttuðum gestum í Vaglaskógi í morgun, einhvers konar sandstorm á Hvolsvelli og þá var ýmsu feykt um koll víða. Veðrið kom yfirskálaverði hjá Ferðafélagi Íslands í opna skjöldu. Hann vinnur nú að því að gera skála félagsins reiðubúna fyrir sumaropnun innan skamms. „Það er ekki alveg eins og þetta sé eðlilegt sumar opnunarveður,“ sagði Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður. Einna verst var veðrið á Hnjúki í Skíðadal þar sem bændur ásamt björgunarsveitafólki frá Dalvík stóðu í ströngu við að bjarga um 100 kindum og lömbum. „Þær voru sumar bara komnar undir snjó og voru fenntar, lömbin líka. Það var alveg þannig að sumar kindur gátu vísað á hvar lömbin voru í snjónum og þannig fundust þau. Það var mjög mikill snjór í morgun og þetta er aðeins að minnka núna, maður sér að hann er að taka upp.“ Fór mjög illa í sumar ærnar Það muni hafa slæm áhrif ef veðrið stendur yfir til lengri tíma. „Þau eru bara að hlýja sér núna. En auðvitað sér maður að þetta hefur farið mjög illa í sumar ærnar sérstaklega. Auðvitað er alltaf hætta á því þegar það þarf að loka þetta svona inni. Kindurnar geta fengið júgurbólgu ef lömbin hanga mikið á þeim og auðvitað geta komið afturkippir í einhver lömbin.“ Um 30 lömb og kindur eru enn ófundin. Reiknað er með að leit verði haldið áfram fram eftir kvöldi. „Þetta er mjög erfið vinna og mikil vinna en við eigum góða að, góða ættingja og góða vini og eigum björgunarsveitinni mikið að þakka fyrir að hjálpa okkur við þetta.“
Veður Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira