„Hef mikinn skilning á því að Víðir hafi gert þetta“ Agnar Már Másson skrifar 4. júní 2025 12:19 Víðir fór fram á frestun brottvísunar Oscars Bocanegra í síðustu viku. Sigmar segist sýna ákvörðun hans skilning. Vísir/Samsett Þingflokksformaður Viðreisnar sýnir því skilning að Víðir Reynisson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar, hafi farið fram á frestun brottvísunar Oscars Botanegra. Víðir Reynisson, sem er þingmaður Samfylkingarinnar, hafði í síðustu viku samband við Útlendingastofnun þar sem hann bað stofnunina um að fresta yfirvofandi brottvísun Oscars Botanegra, 17 ára kólumbísks drengs, á grunvelli þess að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að farið yrði fram á ríkisborgararétt fyrir drenginn. Víðir sagðist við fjölmiðla hafa tekið sjálfstæða ákvörðun brottflutningurinn hafi hvorki verið góð meðferð á skattfé né einstaklingi í ljósi stöðunnar. „Ég hef mikinn skilning á því að Víðir hafi gert þetta,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, sem tekur þó fram að málið hafi ekki verið rætt í þingflokknum. „Mér finnst Víðir hafa rökstudd það ágætlega hvers vegna hann gerði þetta; ef drengurinn fær ríkisborgararétt og Víðir hefði ekki gert þetta þá hefði hann verið sendur út með fjórum lögreglumönnum g tveimur barnaverndafulltrúum til Parísar og síðan til Kólumbíu, þá mögulega til að sækja hann örstuttu seinna aftur.“ Fólk fengið ríkisborgararétt af ýmsum ástæðum Átján aðrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem er til skoðunar að veita ríkisborgararétt, fengu ekki sömu meðferð. Gerir þú enga athugasemd við það að hann hafi dregið einn fyrir framan röðina? „Nú þekki ég ekki tölfræðina eða hvernig nákvæmlega stendur á þessu. En það er auðvitað þannig, bæði þegar verið er að veita ríkisborgararétt og þegar verið er að fara yfir hjá Útlendingastofnun og kærunefnd að hvert mál er einstakt. Og staða þessa drengs er náttúrulega viðkvæm,“ svarar Sigmar. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir hann að sér. Oscar sótti um alþjóðlega vernd en fékk synjun, fyrst hjá ÚTL og svo hjá áfrýjunarnefnd Útlendingamála. Sigmar nefnir enn fremur að ríkisborgararéttur sé veittur fólki af margvíslegum ástæðum og nefnir hann í því samhengi skókmeistarann Bobby Fischer, liðskonur Pussy Riot og hina ýmsu íþróttamenn sem hingað flytja til landsins. Spurður hvort tilefni sé til að breyta lögunum svara hann neitandi. „Nei, ég geri engar athugasemdir við þetta verklag.“ Trúnaðarbrestur og pólitísk afskipti Þingmenn í stjórnarandstöðu hafa margir sakað Víði um pólitísk afskipti af máli drengsins, þar sem undirnefnd Allsherjar- og menntamálanefndar. Sigríður Á. Andersen þingkona Miðflokksins sagðist í umræðum á þingi í gær undrandi á framgöngu Víðis og sakaði hann um að hafa brotið trúnað við allsherjar- og menntamálanefnd. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði einnig fram bókun á fundi allsherjar- og menntamálanefndar þar sem hún gerði athugasemdir við vinnulag Víðis og að hann hafi haft samband við Útlendingastofnun. Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Alþingi Ríkisborgararéttur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Fleiri fréttir Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Sjá meira
Víðir Reynisson, sem er þingmaður Samfylkingarinnar, hafði í síðustu viku samband við Útlendingastofnun þar sem hann bað stofnunina um að fresta yfirvofandi brottvísun Oscars Botanegra, 17 ára kólumbísks drengs, á grunvelli þess að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að farið yrði fram á ríkisborgararétt fyrir drenginn. Víðir sagðist við fjölmiðla hafa tekið sjálfstæða ákvörðun brottflutningurinn hafi hvorki verið góð meðferð á skattfé né einstaklingi í ljósi stöðunnar. „Ég hef mikinn skilning á því að Víðir hafi gert þetta,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, sem tekur þó fram að málið hafi ekki verið rætt í þingflokknum. „Mér finnst Víðir hafa rökstudd það ágætlega hvers vegna hann gerði þetta; ef drengurinn fær ríkisborgararétt og Víðir hefði ekki gert þetta þá hefði hann verið sendur út með fjórum lögreglumönnum g tveimur barnaverndafulltrúum til Parísar og síðan til Kólumbíu, þá mögulega til að sækja hann örstuttu seinna aftur.“ Fólk fengið ríkisborgararétt af ýmsum ástæðum Átján aðrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem er til skoðunar að veita ríkisborgararétt, fengu ekki sömu meðferð. Gerir þú enga athugasemd við það að hann hafi dregið einn fyrir framan röðina? „Nú þekki ég ekki tölfræðina eða hvernig nákvæmlega stendur á þessu. En það er auðvitað þannig, bæði þegar verið er að veita ríkisborgararétt og þegar verið er að fara yfir hjá Útlendingastofnun og kærunefnd að hvert mál er einstakt. Og staða þessa drengs er náttúrulega viðkvæm,“ svarar Sigmar. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir hann að sér. Oscar sótti um alþjóðlega vernd en fékk synjun, fyrst hjá ÚTL og svo hjá áfrýjunarnefnd Útlendingamála. Sigmar nefnir enn fremur að ríkisborgararéttur sé veittur fólki af margvíslegum ástæðum og nefnir hann í því samhengi skókmeistarann Bobby Fischer, liðskonur Pussy Riot og hina ýmsu íþróttamenn sem hingað flytja til landsins. Spurður hvort tilefni sé til að breyta lögunum svara hann neitandi. „Nei, ég geri engar athugasemdir við þetta verklag.“ Trúnaðarbrestur og pólitísk afskipti Þingmenn í stjórnarandstöðu hafa margir sakað Víði um pólitísk afskipti af máli drengsins, þar sem undirnefnd Allsherjar- og menntamálanefndar. Sigríður Á. Andersen þingkona Miðflokksins sagðist í umræðum á þingi í gær undrandi á framgöngu Víðis og sakaði hann um að hafa brotið trúnað við allsherjar- og menntamálanefnd. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði einnig fram bókun á fundi allsherjar- og menntamálanefndar þar sem hún gerði athugasemdir við vinnulag Víðis og að hann hafi haft samband við Útlendingastofnun.
Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Alþingi Ríkisborgararéttur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Fleiri fréttir Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Sjá meira