Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 4. júní 2025 14:59 Mjólk er góð og verður á endanum að ótal mismunandi gæðavörum. Grunnvaran sem allir þekkja er mjólkurferna sem innheldur einn lítra af næringarríkum prótínvökva. Þetta er líklega þekktasta stærðareining sem landsmenn skilja og endurspeglar magn og umfang eins lítra. Olía er líka seld í lítrum sem er dælt á tanka með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðabúið enda kemur hún öll erlendis frá, ólíkt íslensku mjólkinni. Orkuskipti eru þjóðaröryggismál Mjólkurframleiðsla á Íslandi styrkir fæðuöryggi landsins. Þetta fæðuöryggi er þó veikburða þar sem mjólkurframleiðsla er ennþá verulega háð innfluttri olíu, bæði fyrir heyskap og mjólkurbíla. Þetta gildir fyrir alla matvælaframleiðslu sem þýðir að fæðuöryggi er ekki tryggt án þessa að bæta orkuöryggi landsins. Eins og ég hef sagt áður þá er staðan sú að ef skrúfað yrði fyrir olíuinnflutning til Íslands myndi þjóðfélagið lamast á örfáum vikum. Hér eru ekki 90 daga neyðarbirgðir eins og flestar vestrænar þjóðir hafa komið sér upp þannig að lömunin yrði hröð og víðtæk. Orkuskipti yfir í innlenda orku er bæði hagkvæm og eykur orkuöryggi þjóðarinnar. Sett í samhengi Orkuskipti í vegasamgöngum, hingað til, hafa minnkað þörf á olíuinnflutningi um 130 þúsund lítra á dag. Orkuöryggi landsins hefur skánað um tæpa 50 milljón lítra á ári vegna orkuskipta í vegasamgöngum. Til að setja þetta í samhengi við við mjólkurlítra þá er þetta eins og hvert heimili á Íslandi þurfi nú að kaupa einni fernu minna af olíu á dag. Það er eitthvað sem við skiljum öll að er alveg heilmikill slatti. Vandamálið er hinsvegar að við notum um 800 þúsund lítra af olíu á dag í vegasamgöngur. Þetta samsvarar rúmlega 6 lítrum á hvert heimili á dag. Ef olía væri mjólk þá þyrfti hvert heimili sjö fernur á dag í ísskápinn og þökk sé rafbílavæðingu hingað til þá er ein fernan þó orðinn íslensk. Verkefnið er þá að breyta hratt og vel hinum fernunum og fylla þær af hreinni íslenskri orku. Bætt nýtni Það fylgja fleiri töfrar orkuskiptum í vegasamgöngum. Rafvæðingu vegasamgangna leiðir til miklu betri orkunýtni. Rafbíll þarf nefnilega þrisvar sinnum minni orku en sambærilegur bensínbíll til að komast sömu vegalengd. Ef við tengjum þetta aftur við mjólkurfernur þá verður staðan eftirfarandi. Þegar við erum búinn að rafvæða stóran hluta vegasamgangna þá þurfum við ekki lengur sjö fernur ísskápinn heldur bara rúmlega tvær til að fá sama magn af næringu. Það er alvöru hagræðing. Við munum ekki aðeins skipta yfir í rammíslenska orku, við munum líka minnka þörfina á olíufernum úr 300 milljónum á ári í 100 milljónir. Við þurfum ekki erlenda mjólk því að við eigum íslenska, við þurfum heldur ekki alla þessa erlendu olíu af því að við eigum íslenska raforku. Höfundur er sviðsstjóri svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Orkuskipti Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mjólk er góð og verður á endanum að ótal mismunandi gæðavörum. Grunnvaran sem allir þekkja er mjólkurferna sem innheldur einn lítra af næringarríkum prótínvökva. Þetta er líklega þekktasta stærðareining sem landsmenn skilja og endurspeglar magn og umfang eins lítra. Olía er líka seld í lítrum sem er dælt á tanka með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðabúið enda kemur hún öll erlendis frá, ólíkt íslensku mjólkinni. Orkuskipti eru þjóðaröryggismál Mjólkurframleiðsla á Íslandi styrkir fæðuöryggi landsins. Þetta fæðuöryggi er þó veikburða þar sem mjólkurframleiðsla er ennþá verulega háð innfluttri olíu, bæði fyrir heyskap og mjólkurbíla. Þetta gildir fyrir alla matvælaframleiðslu sem þýðir að fæðuöryggi er ekki tryggt án þessa að bæta orkuöryggi landsins. Eins og ég hef sagt áður þá er staðan sú að ef skrúfað yrði fyrir olíuinnflutning til Íslands myndi þjóðfélagið lamast á örfáum vikum. Hér eru ekki 90 daga neyðarbirgðir eins og flestar vestrænar þjóðir hafa komið sér upp þannig að lömunin yrði hröð og víðtæk. Orkuskipti yfir í innlenda orku er bæði hagkvæm og eykur orkuöryggi þjóðarinnar. Sett í samhengi Orkuskipti í vegasamgöngum, hingað til, hafa minnkað þörf á olíuinnflutningi um 130 þúsund lítra á dag. Orkuöryggi landsins hefur skánað um tæpa 50 milljón lítra á ári vegna orkuskipta í vegasamgöngum. Til að setja þetta í samhengi við við mjólkurlítra þá er þetta eins og hvert heimili á Íslandi þurfi nú að kaupa einni fernu minna af olíu á dag. Það er eitthvað sem við skiljum öll að er alveg heilmikill slatti. Vandamálið er hinsvegar að við notum um 800 þúsund lítra af olíu á dag í vegasamgöngur. Þetta samsvarar rúmlega 6 lítrum á hvert heimili á dag. Ef olía væri mjólk þá þyrfti hvert heimili sjö fernur á dag í ísskápinn og þökk sé rafbílavæðingu hingað til þá er ein fernan þó orðinn íslensk. Verkefnið er þá að breyta hratt og vel hinum fernunum og fylla þær af hreinni íslenskri orku. Bætt nýtni Það fylgja fleiri töfrar orkuskiptum í vegasamgöngum. Rafvæðingu vegasamgangna leiðir til miklu betri orkunýtni. Rafbíll þarf nefnilega þrisvar sinnum minni orku en sambærilegur bensínbíll til að komast sömu vegalengd. Ef við tengjum þetta aftur við mjólkurfernur þá verður staðan eftirfarandi. Þegar við erum búinn að rafvæða stóran hluta vegasamgangna þá þurfum við ekki lengur sjö fernur ísskápinn heldur bara rúmlega tvær til að fá sama magn af næringu. Það er alvöru hagræðing. Við munum ekki aðeins skipta yfir í rammíslenska orku, við munum líka minnka þörfina á olíufernum úr 300 milljónum á ári í 100 milljónir. Við þurfum ekki erlenda mjólk því að við eigum íslenska, við þurfum heldur ekki alla þessa erlendu olíu af því að við eigum íslenska raforku. Höfundur er sviðsstjóri svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun