Verður greinilega að vera Ísrael Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 5. júní 2025 06:31 „Mér hefur vissulega fallið það þungt hversu lítils ég má mín gagnvart öllu því ofbeldi sem viðgengst víða um heim. Það mætti líka spyrja hvers vegna séu ekki tíðar mótmælagöngur í Reykjavík vegna þess ofbeldis sem almennir borgarar í Súdan mega þola svo vísað sé til ástands sem er ekki síður alvarlegt en á Gaza,“ ritaði Einar Ólafsson í grein á Vísi fyrr í vikunni þar sem hann gerði að umtalsefni grein eftir mig á sama miðli þar sem ég benti á það að ekki virtist þykja ástæða til þess að mótmæla ofbeldi í garð Palestínumanna nema Ísrael ætti í hlut. Það að Ísrael kæmi við sögu virðist þannig vera nauðsynlegur útgangspunktur en ekki einfaldlega það að Palestínumenn yrðu fyrir ofbeldi óháð því hver gerandinn væri í þeim efnum. Ég benti í því sambandi á gróft ofbeldi sem Palestínumenn í flóttamannabúðum Yarmouk í Sýrlandi hefðu orðið fyrir af hendi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams sem myrti þar fjölda fólks meðal annars og ekki sízt með því að afhöfða það. Þeir sem hæst hafa látið í sér heyra hér á landi vegna Palestínumanna á Gaza og Vesturbakkanum sáu ljóslega ekki nokkra ástæðu til þess að gera veður út af því. Enda átti Ísrael ekki þar hlut að máli. Einar ber því við að stríðið í Sýrlandi hafi verið „ansi flókið“ og dæmið um flóttamannabúðirnar „einungis eitt af skelfilegum atburðum sem þar hafa átt sér stað.“ Þá hafi ekki verið einhugur um það hverjum væri um að kenna í þeim efnum og flestir sammála um að ætti ekki við um einhvern einn. Kom það virkilega í veg fyrir að vakin væri athygli á ofbeldinu í garð Palestínumanna í Yarmouk og alþjóðasamfélagið hvatt til þess að stuðla að friði í Sýrlandi svo slíkt endurtæki sig ekki? Það var víst engin ástæða til þess miðað við skrif Einars og framgöngu hans og annarra í þeim efnum. Ljóst er að mörgum þykir deilan fyrir botni Miðjarðarhafsins að sama skapi „ansi flókin“ og vissulega eru atburðirnir á Gaza um þessar mundir ekki það eina sem átt hefur sér stað þar í þeim efnum. Er þá einhver ástæða til þess að gera veður út af því? Væntanlega ekki miðað við málflutning Einars. Vitaskuld stenzt þetta enga skoðun. Eina rökrétta skýringin er sú sem áður segir að aðkoma Ísraels sé álitin nauðsynleg forsenda. Ég benti einnig á ógnarstjórn hryðjuverkasamtakanna Hamas á Gaza um langt árabil og ofbeldi þeirra í garð Palestínumanna, þeirra eigin fólks, á svæðinu sem til að mynda má lesa um í umfjöllunum mannréttindasamtakanna Amnesty International. Meðal annars hafa þar ítrekað á liðnum árum verið barin niður friðsöm mótmæli með ofbeldi og pólitískir andstæðingar og einstaklingar sem mótmælt hafa stjórn þeirra barðir, fangelsaðir, pyntaðir og myrtir. Afgreiðsla Einars er jafnvel enn ódýrari þegar Hamas er annars vegar. Segist hann einfaldlega ekki ætla að elta ólar við þá athugasemd að ofbeldi þeirra í garð Palestínumanna hafi ekki verið mótmælt af hans hálfu og annarra á sömu bylgjulengd hér á landi. Hins vegar væri sama hvaða álit fólk hefði á Hamas, og jafnvel þó einhverjir vildu taka undir með stjórnvöldum í Ísrael um að uppræta þyrfti samtökin, þá réttlætti það ekki framgöngu Ísraelshers á Gaza. Hið sama ætti við um árás þeirra á Ísrael í október 2023. Hitt er svo annað mál að forystumenn Hamas voru inntir eftir því í arabískum fjölmiðlum í kjölfar árásarinnar hvers vegna þeir hefðu sett almenning á Gaza í svo gríðarlega hættu með henni og hvort hún yrði ekki dýru verði keypt fyrir hann. Svörin voru þau að svo yrði vissulega en þeir væru reiðubúnir að færa þær fórnir. „Við erum kölluð þjóð píslarvotta og við erum stoltir af því að fórna píslarvottum,“ sagði Ghazi Hamad, háttsettur forystumaður innan Hamas. Ég hef sjálfur ítrekað fjallað um það hvernig óbreyttir borgarar á Gaza væru einkum fórnarlömb ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafsins enda á milli steins og sleggju í þeim efnum. Annars vegar væri Ísraelsher og hins vegar Hamas sem ljóst væri að skeytti engu um öryggi þeirra og skýldi sér þvert á móti á bak við þá. Til að mynda hefðu tugir kílómetra af göngum verið grafnir á Gaza fyrir vígamenn samtakanna á sama tíma og þar væri hvergi að finna loftvarnabyrgi, loftvarnarflautur eða annað til þess að tryggja öryggi almennra borgara. Á hinn bóginn má velta fyrir sér hversu mikið mannfall hefði orðið í Ísrael vegna þeirra tugþúsunda eldflauga sem Hamas hefur skotið á landið ef ekki væri fyrir loftvarnarkerfi þess. Vert er að lokum að fjalla um ástandið í Súdan sem Einar hafði frumkvæði að því að nefna til sögunnar og komið er inn á í upphafi greinarinnar. Munurinn væri þó sá að hans sögn að þar væri um borgarastyrjöld að ræða sem vestræn ríki gætu lítil áhrif haft á. Dregur hann þó síðan strax í land og segir að kannski gætu Bandaríkin og Evrópusambandið haft þar áhrif og hugsanlega rétt að þrýsta á þau að beita sér. Tengir hann á frétt brezka ríkisútvarpsins BBC um málið sem hann virðist þó ekki hafa lesið sjálfur. Þar segir að Sameinuðu þjóðirnar hafi lýst stríðið í Súdan, sem hófst 2023, kostað hefur 150 þúsund mannslíf, leitt til hungursneyðar 25 milljóna manna og neytt tólf milljónir á vergang, verstu mannúðarkrísu heimsins. Hægt er að finna ófáar greinar sem Einar hefur skrifað um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafsins þar sem spjótunum er beint að Ísrael en ég hef enga slíka fundið um Súdan þrátt fyrir stór orð í grein hans um stöðu mála þar í landi, líkt og þau sem vitnað er til í upphafi þessarar greinar, og hversu þungbært honum þyki að eigin sögn að geta ekki beitt sér í þeim efnum. Ekki er þó nóg með að 150 þúsund manns hafi týnt lífi í stríðinu í Súdan heldur hefur fjöldi manns meðal annars af Massalit-þjóðflokknum verið drepinn þar í landi fyrir þá eina sök að vera dekkri á hörund og ekki arabískir. Full ástæða væri því til þess að stinga niður penna í þeim efnum ekki síður en í tilfelli Gaza. Hins vegar á Ísrael jú enga aðkomu að þeim átökum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
„Mér hefur vissulega fallið það þungt hversu lítils ég má mín gagnvart öllu því ofbeldi sem viðgengst víða um heim. Það mætti líka spyrja hvers vegna séu ekki tíðar mótmælagöngur í Reykjavík vegna þess ofbeldis sem almennir borgarar í Súdan mega þola svo vísað sé til ástands sem er ekki síður alvarlegt en á Gaza,“ ritaði Einar Ólafsson í grein á Vísi fyrr í vikunni þar sem hann gerði að umtalsefni grein eftir mig á sama miðli þar sem ég benti á það að ekki virtist þykja ástæða til þess að mótmæla ofbeldi í garð Palestínumanna nema Ísrael ætti í hlut. Það að Ísrael kæmi við sögu virðist þannig vera nauðsynlegur útgangspunktur en ekki einfaldlega það að Palestínumenn yrðu fyrir ofbeldi óháð því hver gerandinn væri í þeim efnum. Ég benti í því sambandi á gróft ofbeldi sem Palestínumenn í flóttamannabúðum Yarmouk í Sýrlandi hefðu orðið fyrir af hendi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams sem myrti þar fjölda fólks meðal annars og ekki sízt með því að afhöfða það. Þeir sem hæst hafa látið í sér heyra hér á landi vegna Palestínumanna á Gaza og Vesturbakkanum sáu ljóslega ekki nokkra ástæðu til þess að gera veður út af því. Enda átti Ísrael ekki þar hlut að máli. Einar ber því við að stríðið í Sýrlandi hafi verið „ansi flókið“ og dæmið um flóttamannabúðirnar „einungis eitt af skelfilegum atburðum sem þar hafa átt sér stað.“ Þá hafi ekki verið einhugur um það hverjum væri um að kenna í þeim efnum og flestir sammála um að ætti ekki við um einhvern einn. Kom það virkilega í veg fyrir að vakin væri athygli á ofbeldinu í garð Palestínumanna í Yarmouk og alþjóðasamfélagið hvatt til þess að stuðla að friði í Sýrlandi svo slíkt endurtæki sig ekki? Það var víst engin ástæða til þess miðað við skrif Einars og framgöngu hans og annarra í þeim efnum. Ljóst er að mörgum þykir deilan fyrir botni Miðjarðarhafsins að sama skapi „ansi flókin“ og vissulega eru atburðirnir á Gaza um þessar mundir ekki það eina sem átt hefur sér stað þar í þeim efnum. Er þá einhver ástæða til þess að gera veður út af því? Væntanlega ekki miðað við málflutning Einars. Vitaskuld stenzt þetta enga skoðun. Eina rökrétta skýringin er sú sem áður segir að aðkoma Ísraels sé álitin nauðsynleg forsenda. Ég benti einnig á ógnarstjórn hryðjuverkasamtakanna Hamas á Gaza um langt árabil og ofbeldi þeirra í garð Palestínumanna, þeirra eigin fólks, á svæðinu sem til að mynda má lesa um í umfjöllunum mannréttindasamtakanna Amnesty International. Meðal annars hafa þar ítrekað á liðnum árum verið barin niður friðsöm mótmæli með ofbeldi og pólitískir andstæðingar og einstaklingar sem mótmælt hafa stjórn þeirra barðir, fangelsaðir, pyntaðir og myrtir. Afgreiðsla Einars er jafnvel enn ódýrari þegar Hamas er annars vegar. Segist hann einfaldlega ekki ætla að elta ólar við þá athugasemd að ofbeldi þeirra í garð Palestínumanna hafi ekki verið mótmælt af hans hálfu og annarra á sömu bylgjulengd hér á landi. Hins vegar væri sama hvaða álit fólk hefði á Hamas, og jafnvel þó einhverjir vildu taka undir með stjórnvöldum í Ísrael um að uppræta þyrfti samtökin, þá réttlætti það ekki framgöngu Ísraelshers á Gaza. Hið sama ætti við um árás þeirra á Ísrael í október 2023. Hitt er svo annað mál að forystumenn Hamas voru inntir eftir því í arabískum fjölmiðlum í kjölfar árásarinnar hvers vegna þeir hefðu sett almenning á Gaza í svo gríðarlega hættu með henni og hvort hún yrði ekki dýru verði keypt fyrir hann. Svörin voru þau að svo yrði vissulega en þeir væru reiðubúnir að færa þær fórnir. „Við erum kölluð þjóð píslarvotta og við erum stoltir af því að fórna píslarvottum,“ sagði Ghazi Hamad, háttsettur forystumaður innan Hamas. Ég hef sjálfur ítrekað fjallað um það hvernig óbreyttir borgarar á Gaza væru einkum fórnarlömb ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafsins enda á milli steins og sleggju í þeim efnum. Annars vegar væri Ísraelsher og hins vegar Hamas sem ljóst væri að skeytti engu um öryggi þeirra og skýldi sér þvert á móti á bak við þá. Til að mynda hefðu tugir kílómetra af göngum verið grafnir á Gaza fyrir vígamenn samtakanna á sama tíma og þar væri hvergi að finna loftvarnabyrgi, loftvarnarflautur eða annað til þess að tryggja öryggi almennra borgara. Á hinn bóginn má velta fyrir sér hversu mikið mannfall hefði orðið í Ísrael vegna þeirra tugþúsunda eldflauga sem Hamas hefur skotið á landið ef ekki væri fyrir loftvarnarkerfi þess. Vert er að lokum að fjalla um ástandið í Súdan sem Einar hafði frumkvæði að því að nefna til sögunnar og komið er inn á í upphafi greinarinnar. Munurinn væri þó sá að hans sögn að þar væri um borgarastyrjöld að ræða sem vestræn ríki gætu lítil áhrif haft á. Dregur hann þó síðan strax í land og segir að kannski gætu Bandaríkin og Evrópusambandið haft þar áhrif og hugsanlega rétt að þrýsta á þau að beita sér. Tengir hann á frétt brezka ríkisútvarpsins BBC um málið sem hann virðist þó ekki hafa lesið sjálfur. Þar segir að Sameinuðu þjóðirnar hafi lýst stríðið í Súdan, sem hófst 2023, kostað hefur 150 þúsund mannslíf, leitt til hungursneyðar 25 milljóna manna og neytt tólf milljónir á vergang, verstu mannúðarkrísu heimsins. Hægt er að finna ófáar greinar sem Einar hefur skrifað um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafsins þar sem spjótunum er beint að Ísrael en ég hef enga slíka fundið um Súdan þrátt fyrir stór orð í grein hans um stöðu mála þar í landi, líkt og þau sem vitnað er til í upphafi þessarar greinar, og hversu þungbært honum þyki að eigin sögn að geta ekki beitt sér í þeim efnum. Ekki er þó nóg með að 150 þúsund manns hafi týnt lífi í stríðinu í Súdan heldur hefur fjöldi manns meðal annars af Massalit-þjóðflokknum verið drepinn þar í landi fyrir þá eina sök að vera dekkri á hörund og ekki arabískir. Full ástæða væri því til þess að stinga niður penna í þeim efnum ekki síður en í tilfelli Gaza. Hins vegar á Ísrael jú enga aðkomu að þeim átökum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar