Að vera hvítur og kristinn Guðbrandur Einarsson skrifar 5. júní 2025 10:30 „Mamma komdu aftur til mín“ kallaði lítil grátandi stúlka sem hún stóð yfir látinni móður sinni sem hafði verið drepin við að reyna að sækja sér mat fyrir sig og börnin sín. Palestínu fólkið hefur nú um tvö kosti að velja þ.e. að deyja úr hungri eða verða drepið við að reyna að sækja sér mat. Ítrekað hafa Ísraelsmenn skotið á fólk sem í örvæntingu er að reyna komast yfir mat og það er erfitt að ná utan um þá illsku sem þarna ræður ríkjum. Einhverra hluta vegna fá Ísraelsmenn óáreittir að fremja slík ódæðisverk og hafa nú drepið vel á sjötta tugþúsunda Palestínumanna frá innrás Hamas inn í Ísrael 7. október 2023. Ítrekuð brot á vopnahléi Allt tal um að vopnahlé hefur reynst tálsýn ein og rufu Ísraelsmenn m.a. vopnahlé 18. mars sl. og gerðu loftárásir á Gaza þar sem um 600 manns voru drepin. Ísraels menn reyndu einnig að fela það fyrir að hafa ráðist á bílalest óvopnaðra hjálparstarfsmanna 23. mars síðastliðinn þar 15 manns voru drepnir. Alþjóðasamfélagið segir pass Ég get ekki skilið hvers vegna Ísraelsmenn komast upp með að eyða Palentínsku þjóðinni með þessum hætti. Viðbrögð við innrás Rússa inn í Úkraínu voru að mínu mati hárrétt þar sem Rússar voru útilokaðir frá öllum samskiptum við hið vestræna samfélag. Viðbrögð við stöðunni í Palestínu eru allt önnur. Nokkur ríki þar á meðal Ísland hafa veikum rómi talað fyrir því að eitthvað þurfi að gera en svo gerist ekki neitt og við dönsum áfram í Euróvision partíum með Ísrael. Skiptir það virkilega máli að vera hvítur og kristinn til þess að heimurinn bregðist við? Og á meðan ekkert gerist halda grátandi lítil börn í Palestínu áfram að kalla á látnar mæður sínar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
„Mamma komdu aftur til mín“ kallaði lítil grátandi stúlka sem hún stóð yfir látinni móður sinni sem hafði verið drepin við að reyna að sækja sér mat fyrir sig og börnin sín. Palestínu fólkið hefur nú um tvö kosti að velja þ.e. að deyja úr hungri eða verða drepið við að reyna að sækja sér mat. Ítrekað hafa Ísraelsmenn skotið á fólk sem í örvæntingu er að reyna komast yfir mat og það er erfitt að ná utan um þá illsku sem þarna ræður ríkjum. Einhverra hluta vegna fá Ísraelsmenn óáreittir að fremja slík ódæðisverk og hafa nú drepið vel á sjötta tugþúsunda Palestínumanna frá innrás Hamas inn í Ísrael 7. október 2023. Ítrekuð brot á vopnahléi Allt tal um að vopnahlé hefur reynst tálsýn ein og rufu Ísraelsmenn m.a. vopnahlé 18. mars sl. og gerðu loftárásir á Gaza þar sem um 600 manns voru drepin. Ísraels menn reyndu einnig að fela það fyrir að hafa ráðist á bílalest óvopnaðra hjálparstarfsmanna 23. mars síðastliðinn þar 15 manns voru drepnir. Alþjóðasamfélagið segir pass Ég get ekki skilið hvers vegna Ísraelsmenn komast upp með að eyða Palentínsku þjóðinni með þessum hætti. Viðbrögð við innrás Rússa inn í Úkraínu voru að mínu mati hárrétt þar sem Rússar voru útilokaðir frá öllum samskiptum við hið vestræna samfélag. Viðbrögð við stöðunni í Palestínu eru allt önnur. Nokkur ríki þar á meðal Ísland hafa veikum rómi talað fyrir því að eitthvað þurfi að gera en svo gerist ekki neitt og við dönsum áfram í Euróvision partíum með Ísrael. Skiptir það virkilega máli að vera hvítur og kristinn til þess að heimurinn bregðist við? Og á meðan ekkert gerist halda grátandi lítil börn í Palestínu áfram að kalla á látnar mæður sínar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar