Sári djúpt snortinn yfir stuðningi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2025 10:13 Sári birtir þessar myndir með færslu sinni. Sári Morg Gergö Sári Morg Gergó, ungverskur karlmaður sem slasaðist illa í brunanum á Hjarðarhaga fyrir tveimur vikum, er á góðum batavegi. Hann segir brunasár á líkamanum gróa vel. Síðustu tvær vikur hafi verið rússíbanareið. Sári var á meðal fjögurra karlmanna sem leigðu herbergi í íbúð í kjallara á Hjarðarhaga 48 í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem eldur kviknaði að morgni fimmtudagsins 22. maí. Þrír karlmannanna voru heima og tókst Sári að brjóta sér leið út úr íbúðinni. Hinir tveir brunnu inni. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og hefur lögregla á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Sári hefur sagst telja líklegt að bandarískur karlmaður á sextugsaldri, sem vísa átti úr íbúðinni, hafi kveikt í íbúðinni. „Til að byrja með vil ég þakka öllum fyrir alls kyns stuðning sem mér hefur borist síðustu tvær vikurnar,“ segir Sári í færslu á Facebook. „Ég átti aldrei von á því að eiga svona marga að sem ég gæti treyst á.“ Sári segir að sér hafi borist fjöldinn allur af skilaboðum. Hann hafi ekki getað svarað hverjum og einum en geri það þess í stað í færslunni. Útsýnið úr herbergi Sári á Landspítalanum í Fossvogi. „Brunasárin og skurðirnir gróa vel, ný húð er farin að taka á sig fína mynd á vinstri handlegg og hönd. Andlitið er orðið heilt aftur,“ segir Sári. Hann hafi brunnið á vinstri hluta andlitsins. Brunasár séu heilt yfir á vinstri hlið líkama hans en sárin grói vel. „Ég er farinn að geta séð um mig að mestu sjálfur með stuðningi Mariu kærustu minnar. Hún stendur mér við hlið dag hvern.“ Síðasta aðgerðin hafi verið í gær og saumar hafi verið fjarlægðir fyrir þremur dögum. Hann hafi í heildina farið í tvær aðgerðir og fjórar meðferðir þar sem dauð húð var fjarlægð. Eldurinn kviknaði í kjallara í blokk við Hjarðarhaga í Vesturbænum.Vísir/Anton Brink „Vegna verkja þurfti að svæfa mig í þrjú af fjórum skiptum.“ Hann hrósar starfsfólki Landspítalans og segir um að ræða fagfólk fram í fingurgóma. „Ég var í bestu mögulegu höndum. Ég er afar þakklátur Landspítalanum.“ Hann reiknar með að dagurinn í dag eða morgun verði hans síðasti á sjúkrahúsinu. „Síðustu tvær vikur hafa verið eins og rússíbani á öllum sviðum, ýmsar hugsanir og nýjar upplifanir. En sem betur fer líður mér betur dag frá degi. Enn og aftur, hjartans þakkir til ykkar allra fyrir hjálpina og ég hlakka til að hitta mörg ykkar innan tíðar.“ Eigandi íbúðarinnar á Hjarðarhaga 48 hefur ekki gefið fréttastofu kost á viðtali. Eldsvoði á Hjarðarhaga Slökkvilið Landspítalinn Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. 23. maí 2025 18:47 Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Við ræðum við aðstoðaryfirlögregluþjón um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 23. maí 2025 18:02 „Verkefnið bara heltekur okkur“ Lögregla rannsakar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við mannskæðan bruna í Hjarðarhaga í gær og skýrslur verða teknar í dag. Einn lést í gær og sá sem var fluttur alvarlega slasaður á spítala lést í dag. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að gera hefði mátt betur í áfallahjálp á vettvangi. 23. maí 2025 16:02 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Sári var á meðal fjögurra karlmanna sem leigðu herbergi í íbúð í kjallara á Hjarðarhaga 48 í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem eldur kviknaði að morgni fimmtudagsins 22. maí. Þrír karlmannanna voru heima og tókst Sári að brjóta sér leið út úr íbúðinni. Hinir tveir brunnu inni. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og hefur lögregla á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Sári hefur sagst telja líklegt að bandarískur karlmaður á sextugsaldri, sem vísa átti úr íbúðinni, hafi kveikt í íbúðinni. „Til að byrja með vil ég þakka öllum fyrir alls kyns stuðning sem mér hefur borist síðustu tvær vikurnar,“ segir Sári í færslu á Facebook. „Ég átti aldrei von á því að eiga svona marga að sem ég gæti treyst á.“ Sári segir að sér hafi borist fjöldinn allur af skilaboðum. Hann hafi ekki getað svarað hverjum og einum en geri það þess í stað í færslunni. Útsýnið úr herbergi Sári á Landspítalanum í Fossvogi. „Brunasárin og skurðirnir gróa vel, ný húð er farin að taka á sig fína mynd á vinstri handlegg og hönd. Andlitið er orðið heilt aftur,“ segir Sári. Hann hafi brunnið á vinstri hluta andlitsins. Brunasár séu heilt yfir á vinstri hlið líkama hans en sárin grói vel. „Ég er farinn að geta séð um mig að mestu sjálfur með stuðningi Mariu kærustu minnar. Hún stendur mér við hlið dag hvern.“ Síðasta aðgerðin hafi verið í gær og saumar hafi verið fjarlægðir fyrir þremur dögum. Hann hafi í heildina farið í tvær aðgerðir og fjórar meðferðir þar sem dauð húð var fjarlægð. Eldurinn kviknaði í kjallara í blokk við Hjarðarhaga í Vesturbænum.Vísir/Anton Brink „Vegna verkja þurfti að svæfa mig í þrjú af fjórum skiptum.“ Hann hrósar starfsfólki Landspítalans og segir um að ræða fagfólk fram í fingurgóma. „Ég var í bestu mögulegu höndum. Ég er afar þakklátur Landspítalanum.“ Hann reiknar með að dagurinn í dag eða morgun verði hans síðasti á sjúkrahúsinu. „Síðustu tvær vikur hafa verið eins og rússíbani á öllum sviðum, ýmsar hugsanir og nýjar upplifanir. En sem betur fer líður mér betur dag frá degi. Enn og aftur, hjartans þakkir til ykkar allra fyrir hjálpina og ég hlakka til að hitta mörg ykkar innan tíðar.“ Eigandi íbúðarinnar á Hjarðarhaga 48 hefur ekki gefið fréttastofu kost á viðtali.
Eldsvoði á Hjarðarhaga Slökkvilið Landspítalinn Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. 23. maí 2025 18:47 Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Við ræðum við aðstoðaryfirlögregluþjón um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 23. maí 2025 18:02 „Verkefnið bara heltekur okkur“ Lögregla rannsakar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við mannskæðan bruna í Hjarðarhaga í gær og skýrslur verða teknar í dag. Einn lést í gær og sá sem var fluttur alvarlega slasaður á spítala lést í dag. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að gera hefði mátt betur í áfallahjálp á vettvangi. 23. maí 2025 16:02 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Bensínbrúsar inni í íbúðinni Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. 23. maí 2025 18:47
Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Við ræðum við aðstoðaryfirlögregluþjón um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 23. maí 2025 18:02
„Verkefnið bara heltekur okkur“ Lögregla rannsakar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við mannskæðan bruna í Hjarðarhaga í gær og skýrslur verða teknar í dag. Einn lést í gær og sá sem var fluttur alvarlega slasaður á spítala lést í dag. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að gera hefði mátt betur í áfallahjálp á vettvangi. 23. maí 2025 16:02