RÚV - ljósritunarstofa ríkisins? Birgir Finnsson skrifar 5. júní 2025 10:45 Það er orðið neyðarlega augljóst að þegar kemur að erlendum fréttum þá lætur fréttastofa RÚV sér yfirleitt duga að endursegja gagnrýnis- og athugasemdalaust fréttir frá öðrum fréttamiðlum. Ágætt nýlegt dæmi er t.d. frétt sem BBC birti þann 3 júní með fyrirsögninni "Gaza worse than hell on Earth". Daginn eftir hófst síðan önnur frétt í kvöldfréttatíma RÚV á orðunum "Gaza orðið verra en helvíti á jörðu" og var efni fréttarinnar nánast orðrétt endursögn á umfjöllun BBC. Er það tilviljun að tveir fréttamiðlar nota nákvæmlega sama orðalagið þótt verið sé að fjalla um sama hlutinn? Auðvitað ekki - það sjá það allir sem vilja að metnaðarleysið hjá fréttastofu RÚV er slíkt að þar á bæ eru handvaldar fréttir úr erlendum miðlum, þeim snarað yfir á Íslensku og síðan endursagðar athugasemdalaust. Þessi "copy-paste" fréttamennska er síðan fjármögnuð af skattfé almennings, eins og allir vita, líkt og ríkið sé farið að reka ljósritunarstofu. Endrum og eins gerist það þó að erlendir fréttamiðlar - sem sumir hverjir virðast enn vera vandir að virðingu sinni og vilja láta taka sig alvarlega - draga fréttir til baka eða leiðrétta þær ef fréttin reyndist röng. Dæmi um það eru t.d. fréttir sem BBC hefur verið að birta um það sem virðist vera viðurstyggileg fjöldamorð Ísraelshers á hungruðum íbúum Gaza sem höfðu þyrpst að þar sem verið var að dreifa matvælum og öðrum nauðsynjum. Þann 1 júní birti BBC frétt um að Ísraelsher hefði skotið á fólk sem hafði safnast saman við dreifingarmiðstöð ("Israeli troops kill over 30 near US aid site near Rafah, health officials say"). Sama kvöld endursagði RÚV þessa frétt samviskusamlega ("Yfir þrjátíu drepnir við dreifingarstöð matvæla"). Fljótlega kom þó í ljós að ekki var allt með felldu, og grunsemdir fóru að vakna þegar í ljós kom að „heilbrigðisstarfsmennirnir“ sem voru hafðir fyrir fréttinni reyndust vera meðlimir Hamas hryðjuverkasamtakanna. Fór því svo að BBC Verify var falið að kanna sannleiksgildi fréttarinnar (BBC Verify er teymi blaðamanna innan BBC sem sérhæfir sig í að staðfesta og sannprófa fréttaefni, með sérstakri áherslu á myndbönd og ljósmyndir til að tryggja nákvæmni. Teymið byggir t.d. á opnum og aðgengilegum heimildum ("open-source intelligence") til að rannsaka hugsanlegar rangfærslur). Til að gera langa sögu stutta þá komst BBC Verify að því að ekki væri fótur fyrir fréttinni. Niðurstöðurnar voru birtar á vef BBC en vissulega ekki á mjög áberandi stað, og þarf að hafa svolítið fyrir því að finna þær. Beinn hlekkur er https://www.bbc.com/news/live/ceqgvwyjjg8t en samantekt á niðurstöðunum (snarað yfir á Íslensku) hljómar svo: „Sem hluti af rannsókn okkar á meintum skotárásum sem áttu sér stað í gærmorgun nærri hjálpardreifingarstöð í Rafah, suðurhluta Gaza, höfum við skoðað myndband - sem hefur verið skoðað 134.000 sinnum á X - sem sumir halda fram að sýni atvikið. Í myndefninu, sem virðist sýna beinar afleiðingarnar árásarinnar, má sjá rykmekki og lík liggja á jörðinni - sum hreyfingarlaus og blóðug. Myndbandið var birt með texta frá blaðamanni hjá Al Jazeera þar sem stóð: "Nýtt myndefni sýnir skelfilegt fjöldamorð framið af Ísraelskum hersveitum nærri Bandarískum hjálpardreifingarstað í suðurhluta Gaza." Við höfum staðsett myndefnið (geolocated) á svæði í Khan Younis, sem er um 4,5 km frá næsta hjálpardreifingarstað. Staðsetning skugga bendir til þess að myndbandið hafi verið tekið síðdegis, ekki um morguninn, sem passar ekki við frásagnir af skotárásunum í Rafah. Við staðfestingu myndbandsins sagði blaðamaður frá Palestínu, sem tók annað myndband af sama vettvangi, okkur að atburðirnir sem sýndir eru tengdust ekki neinum hjálpardreifingarstað og hafi átt sér stað í gærkvöldi eftir kl. 19:00 að staðartíma (16:00 GMT)“ Með öðrum orðum: það reyndist enginn fótur fyrir fréttinni um fjöldamorð Ísraelshers á hungruðum íbúum Gaza. Fréttin var einfaldlega uppspuni frá rótum og byggð á myndbandi sem þvert á móti virðist sýna fjöldamorð Hamas á eigin þegnum. "Fréttin" var því hluti af áróðursstríði Hamas gegn Ísrael: áróðri sem vestrænir fjölmiðlar á borð við BBC tóku sem heilögum sannleik og RÚV endursagði - að venju - orðrétt og athugasemdalaust. Í kjölfarið hafa flestir fjölmiðlar sem sögðu frá dregið fréttina til baka eða birt yfirlýsingar um að hún hafi verið röng. En ekki RÚV. Þar hefur ekki verið minnst einu orði á að búið sé að afsanna þessa falsfrétt sem var þó svo rækilega fyrirferðarmikil í fréttatíma RÚV kvöld eftir kvöld. Þetta er því miður langt í frá eina dæmið um að RÚV leiðrétti ekki "fréttir" sem búið er að afsanna og/eða leiðrétta. Þetta er einungis nýjasta dæmið. Hvað veldur því að RÚV kýs að endursegja ákveðnar fréttir úr erlendum fréttamiðlum, en lítur svo blístrandi í hina áttina og þykist ekki taka eftir neinu þegar umræddar fréttir eru leiðréttar eða dregnar til baka? Hafandi í huga að landsmenn allir er skattlagðir til að tryggja rekstur þessarar svokölluðu "fréttastofu" RÚV þá væri óneitanlega gaman að fá að heyra hvaða ritstjórnarreglur og viðmið er stuðst við þegar valið er hvaða fréttir eru endursagðar og hverjar ekki. Er það etv. háð pólitískum skoðunum þess fréttamanns sem er á vakt þann daginn? Er það stefna fréttastofu ríkisins að sleppa því að endursegja ákveðnar fréttir - og láta falsfréttir standa óleiðréttar - ef það hentar ekki lífsskoðunum fréttamanna og ritstjórnar? Höfundur er áhugamaður um vandaða fréttamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Það er orðið neyðarlega augljóst að þegar kemur að erlendum fréttum þá lætur fréttastofa RÚV sér yfirleitt duga að endursegja gagnrýnis- og athugasemdalaust fréttir frá öðrum fréttamiðlum. Ágætt nýlegt dæmi er t.d. frétt sem BBC birti þann 3 júní með fyrirsögninni "Gaza worse than hell on Earth". Daginn eftir hófst síðan önnur frétt í kvöldfréttatíma RÚV á orðunum "Gaza orðið verra en helvíti á jörðu" og var efni fréttarinnar nánast orðrétt endursögn á umfjöllun BBC. Er það tilviljun að tveir fréttamiðlar nota nákvæmlega sama orðalagið þótt verið sé að fjalla um sama hlutinn? Auðvitað ekki - það sjá það allir sem vilja að metnaðarleysið hjá fréttastofu RÚV er slíkt að þar á bæ eru handvaldar fréttir úr erlendum miðlum, þeim snarað yfir á Íslensku og síðan endursagðar athugasemdalaust. Þessi "copy-paste" fréttamennska er síðan fjármögnuð af skattfé almennings, eins og allir vita, líkt og ríkið sé farið að reka ljósritunarstofu. Endrum og eins gerist það þó að erlendir fréttamiðlar - sem sumir hverjir virðast enn vera vandir að virðingu sinni og vilja láta taka sig alvarlega - draga fréttir til baka eða leiðrétta þær ef fréttin reyndist röng. Dæmi um það eru t.d. fréttir sem BBC hefur verið að birta um það sem virðist vera viðurstyggileg fjöldamorð Ísraelshers á hungruðum íbúum Gaza sem höfðu þyrpst að þar sem verið var að dreifa matvælum og öðrum nauðsynjum. Þann 1 júní birti BBC frétt um að Ísraelsher hefði skotið á fólk sem hafði safnast saman við dreifingarmiðstöð ("Israeli troops kill over 30 near US aid site near Rafah, health officials say"). Sama kvöld endursagði RÚV þessa frétt samviskusamlega ("Yfir þrjátíu drepnir við dreifingarstöð matvæla"). Fljótlega kom þó í ljós að ekki var allt með felldu, og grunsemdir fóru að vakna þegar í ljós kom að „heilbrigðisstarfsmennirnir“ sem voru hafðir fyrir fréttinni reyndust vera meðlimir Hamas hryðjuverkasamtakanna. Fór því svo að BBC Verify var falið að kanna sannleiksgildi fréttarinnar (BBC Verify er teymi blaðamanna innan BBC sem sérhæfir sig í að staðfesta og sannprófa fréttaefni, með sérstakri áherslu á myndbönd og ljósmyndir til að tryggja nákvæmni. Teymið byggir t.d. á opnum og aðgengilegum heimildum ("open-source intelligence") til að rannsaka hugsanlegar rangfærslur). Til að gera langa sögu stutta þá komst BBC Verify að því að ekki væri fótur fyrir fréttinni. Niðurstöðurnar voru birtar á vef BBC en vissulega ekki á mjög áberandi stað, og þarf að hafa svolítið fyrir því að finna þær. Beinn hlekkur er https://www.bbc.com/news/live/ceqgvwyjjg8t en samantekt á niðurstöðunum (snarað yfir á Íslensku) hljómar svo: „Sem hluti af rannsókn okkar á meintum skotárásum sem áttu sér stað í gærmorgun nærri hjálpardreifingarstöð í Rafah, suðurhluta Gaza, höfum við skoðað myndband - sem hefur verið skoðað 134.000 sinnum á X - sem sumir halda fram að sýni atvikið. Í myndefninu, sem virðist sýna beinar afleiðingarnar árásarinnar, má sjá rykmekki og lík liggja á jörðinni - sum hreyfingarlaus og blóðug. Myndbandið var birt með texta frá blaðamanni hjá Al Jazeera þar sem stóð: "Nýtt myndefni sýnir skelfilegt fjöldamorð framið af Ísraelskum hersveitum nærri Bandarískum hjálpardreifingarstað í suðurhluta Gaza." Við höfum staðsett myndefnið (geolocated) á svæði í Khan Younis, sem er um 4,5 km frá næsta hjálpardreifingarstað. Staðsetning skugga bendir til þess að myndbandið hafi verið tekið síðdegis, ekki um morguninn, sem passar ekki við frásagnir af skotárásunum í Rafah. Við staðfestingu myndbandsins sagði blaðamaður frá Palestínu, sem tók annað myndband af sama vettvangi, okkur að atburðirnir sem sýndir eru tengdust ekki neinum hjálpardreifingarstað og hafi átt sér stað í gærkvöldi eftir kl. 19:00 að staðartíma (16:00 GMT)“ Með öðrum orðum: það reyndist enginn fótur fyrir fréttinni um fjöldamorð Ísraelshers á hungruðum íbúum Gaza. Fréttin var einfaldlega uppspuni frá rótum og byggð á myndbandi sem þvert á móti virðist sýna fjöldamorð Hamas á eigin þegnum. "Fréttin" var því hluti af áróðursstríði Hamas gegn Ísrael: áróðri sem vestrænir fjölmiðlar á borð við BBC tóku sem heilögum sannleik og RÚV endursagði - að venju - orðrétt og athugasemdalaust. Í kjölfarið hafa flestir fjölmiðlar sem sögðu frá dregið fréttina til baka eða birt yfirlýsingar um að hún hafi verið röng. En ekki RÚV. Þar hefur ekki verið minnst einu orði á að búið sé að afsanna þessa falsfrétt sem var þó svo rækilega fyrirferðarmikil í fréttatíma RÚV kvöld eftir kvöld. Þetta er því miður langt í frá eina dæmið um að RÚV leiðrétti ekki "fréttir" sem búið er að afsanna og/eða leiðrétta. Þetta er einungis nýjasta dæmið. Hvað veldur því að RÚV kýs að endursegja ákveðnar fréttir úr erlendum fréttamiðlum, en lítur svo blístrandi í hina áttina og þykist ekki taka eftir neinu þegar umræddar fréttir eru leiðréttar eða dregnar til baka? Hafandi í huga að landsmenn allir er skattlagðir til að tryggja rekstur þessarar svokölluðu "fréttastofu" RÚV þá væri óneitanlega gaman að fá að heyra hvaða ritstjórnarreglur og viðmið er stuðst við þegar valið er hvaða fréttir eru endursagðar og hverjar ekki. Er það etv. háð pólitískum skoðunum þess fréttamanns sem er á vakt þann daginn? Er það stefna fréttastofu ríkisins að sleppa því að endursegja ákveðnar fréttir - og láta falsfréttir standa óleiðréttar - ef það hentar ekki lífsskoðunum fréttamanna og ritstjórnar? Höfundur er áhugamaður um vandaða fréttamennsku.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar