Sagður verulega ósáttur við gagnrýni Musks Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2025 11:35 Donald Trump og Elon Musk. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður verulega ósáttur við Elon Musk, auðugasta mann heims, og gagnrýni hans á fjárlagafrumvarp sem Trump og leiðtogar Repúblikanaflokksins eru að reyna að koma gegnum þingið. Musk hefur farið hörðum orðum um frumvarpið og sagst ætla að beita sér gegn þeim þingmönnum sem greiða atkvæði með því. Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum úr Hvíta húsinu að gagnrýni Musks í garð frumvarpsins hafi komið Trump á óvart. Forsetinn hafi ekki áttað sig á gagnrýninni og að Musk varpi henni fram eftir náið samstarf þeirra síðustu fjóra mánuði. Musk hefur kallað hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp, eins og Repúblikanar hafa nefnt það, „viðurstyggilegan hrylling“ og sagt að þeir þingmenn sem styðji það eigi að skammast sín. Frumvarpið felur einnig í sér niðurfellingu á ívilnana til framleiðenda rafmagnsbíla, eins og Tesla, sem Musk á. Þá tilkynnti Trump nýverið að hann hefði dregið tilnefningu Jared Isaacman til stöðu yfirmanns Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna til baka. Sá er vinur Musks og hafði auðjöfurinn stungið upp á því að hann leiddi stofnunina. Sjá einnig: Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Sú ákvörðun er sögð hafa reitt Musk til reiði en hann er talinn hafa varið um þrjú hundruð milljónum dala í að hjálpa Trump í kosningabaráttunni í fyrra. Athygli hefur vakið að Trump hefur ekki tjáð sig um gagnrýni Musks. Það hefur hann í þið minnsta ekki gert með beinum hætti en í gærkvöldi deildi hann skjáskoti af færslu Musks á X frá síðustu viku þar sem auðjöfurinn þakkaði forsetanum fyrir að hafa gefið sér tækifæri til að draga úr fjárútlátum ríkisins. Þingmenn í þröngri stöðu Ítök Musks innan Repúblikanaflokksins og áhrif hans á stóran hluta kjósenda flokksins eru mikil. Óhætt er að segja það sama um Donald Trump. Þingmenn flokksins standa því frammi fyrir því að þurfa að reyna að feta þrönga slóð milli tveggja áhrifamanna með ólíkar skoðanir, án þess að reita annan þeirra til reiði. Í samtali við blaðamenn New York Times sögðust þingmenn flokksins ekki vilja fara gegn Musk en sögðust í senn ósáttir við hvernig hann hefði komið fram við Trump af „vanvirðingu“. Einhverjir þeirra sögðu Musk vera í móðursýkiskasti yfir því að hafa ekki fengið vilja sínum framgengt. Þeir vildu þó ekki gagnrýna hann opinberlega af ótta við að verða skotmörk hans. Þá þykir þeim líklegra að Trump muni hafa mun meira að segja um flokkinn á komandi árum. Flestir vilja gera lítið úr gagnrýni Musks. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tesla Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Birtir þrisvar sinnum fleiri færslur en áður Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aldrei verið virkari á samfélagsmiðlum en nú. Á fyrstu 132 dögum hans í starfi skrifaði birti hann 2.262 færslur á síðu sinni á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli. Það eru rúmlega sautján færslur á dag og rúmlega þrefalt fleiri færslur en hann birti á Twitter á sama tímabili á hans fyrra kjörtímabili. 4. júní 2025 12:53 Störfum Musk lokið hjá DOGE Elon Musk hefur tilkynnt um það að störfum hans hjá DOGE, hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar, sé lokið. Donald Trump réði Musk til starfa í 130 daga sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð innan stjórnkerfisins. 29. maí 2025 15:17 Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Þó fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafi nýverið samþykkt, með mjög naumum meirihluta, hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, studdi, er framtíð þess þó enn óljós. Það tók miklar samningaviðræður innan þingflokks Repúblikanaflokksins að ná frumvarpinu í gegn, seint um nóttu, en nú hefur Trump gefið öldungadeildarþingmönnum grænt ljós á að gera miklar breytingar á frumvarpinu. 26. maí 2025 16:27 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum úr Hvíta húsinu að gagnrýni Musks í garð frumvarpsins hafi komið Trump á óvart. Forsetinn hafi ekki áttað sig á gagnrýninni og að Musk varpi henni fram eftir náið samstarf þeirra síðustu fjóra mánuði. Musk hefur kallað hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp, eins og Repúblikanar hafa nefnt það, „viðurstyggilegan hrylling“ og sagt að þeir þingmenn sem styðji það eigi að skammast sín. Frumvarpið felur einnig í sér niðurfellingu á ívilnana til framleiðenda rafmagnsbíla, eins og Tesla, sem Musk á. Þá tilkynnti Trump nýverið að hann hefði dregið tilnefningu Jared Isaacman til stöðu yfirmanns Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna til baka. Sá er vinur Musks og hafði auðjöfurinn stungið upp á því að hann leiddi stofnunina. Sjá einnig: Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Sú ákvörðun er sögð hafa reitt Musk til reiði en hann er talinn hafa varið um þrjú hundruð milljónum dala í að hjálpa Trump í kosningabaráttunni í fyrra. Athygli hefur vakið að Trump hefur ekki tjáð sig um gagnrýni Musks. Það hefur hann í þið minnsta ekki gert með beinum hætti en í gærkvöldi deildi hann skjáskoti af færslu Musks á X frá síðustu viku þar sem auðjöfurinn þakkaði forsetanum fyrir að hafa gefið sér tækifæri til að draga úr fjárútlátum ríkisins. Þingmenn í þröngri stöðu Ítök Musks innan Repúblikanaflokksins og áhrif hans á stóran hluta kjósenda flokksins eru mikil. Óhætt er að segja það sama um Donald Trump. Þingmenn flokksins standa því frammi fyrir því að þurfa að reyna að feta þrönga slóð milli tveggja áhrifamanna með ólíkar skoðanir, án þess að reita annan þeirra til reiði. Í samtali við blaðamenn New York Times sögðust þingmenn flokksins ekki vilja fara gegn Musk en sögðust í senn ósáttir við hvernig hann hefði komið fram við Trump af „vanvirðingu“. Einhverjir þeirra sögðu Musk vera í móðursýkiskasti yfir því að hafa ekki fengið vilja sínum framgengt. Þeir vildu þó ekki gagnrýna hann opinberlega af ótta við að verða skotmörk hans. Þá þykir þeim líklegra að Trump muni hafa mun meira að segja um flokkinn á komandi árum. Flestir vilja gera lítið úr gagnrýni Musks.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tesla Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Birtir þrisvar sinnum fleiri færslur en áður Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aldrei verið virkari á samfélagsmiðlum en nú. Á fyrstu 132 dögum hans í starfi skrifaði birti hann 2.262 færslur á síðu sinni á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli. Það eru rúmlega sautján færslur á dag og rúmlega þrefalt fleiri færslur en hann birti á Twitter á sama tímabili á hans fyrra kjörtímabili. 4. júní 2025 12:53 Störfum Musk lokið hjá DOGE Elon Musk hefur tilkynnt um það að störfum hans hjá DOGE, hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar, sé lokið. Donald Trump réði Musk til starfa í 130 daga sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð innan stjórnkerfisins. 29. maí 2025 15:17 Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Þó fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafi nýverið samþykkt, með mjög naumum meirihluta, hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, studdi, er framtíð þess þó enn óljós. Það tók miklar samningaviðræður innan þingflokks Repúblikanaflokksins að ná frumvarpinu í gegn, seint um nóttu, en nú hefur Trump gefið öldungadeildarþingmönnum grænt ljós á að gera miklar breytingar á frumvarpinu. 26. maí 2025 16:27 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Birtir þrisvar sinnum fleiri færslur en áður Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aldrei verið virkari á samfélagsmiðlum en nú. Á fyrstu 132 dögum hans í starfi skrifaði birti hann 2.262 færslur á síðu sinni á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli. Það eru rúmlega sautján færslur á dag og rúmlega þrefalt fleiri færslur en hann birti á Twitter á sama tímabili á hans fyrra kjörtímabili. 4. júní 2025 12:53
Störfum Musk lokið hjá DOGE Elon Musk hefur tilkynnt um það að störfum hans hjá DOGE, hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar, sé lokið. Donald Trump réði Musk til starfa í 130 daga sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð innan stjórnkerfisins. 29. maí 2025 15:17
Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Þó fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafi nýverið samþykkt, með mjög naumum meirihluta, hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, studdi, er framtíð þess þó enn óljós. Það tók miklar samningaviðræður innan þingflokks Repúblikanaflokksins að ná frumvarpinu í gegn, seint um nóttu, en nú hefur Trump gefið öldungadeildarþingmönnum grænt ljós á að gera miklar breytingar á frumvarpinu. 26. maí 2025 16:27