Allt snýst um McTominay í Skotlandi: „Reif Serie A í sig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. júní 2025 15:02 McTominay á æfingu dagsins. Skosku miðlarnir eru með æði fyrir kappanum. Craig Williamson/SNS Group via Getty Images Framganga Skotans Scott McTominay er nánast það eina sem kemst að í Skotlandi þessa dagana í aðdraganda landsleiks Íslands við heimamenn á Hampden Park annað kvöld. Andrew Robertson hrósar honum í hástert. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Glasgow Andrew Robertson er fyrirliði skoska liðsins en hann og Steve Clarke, landsliðsþjálfari, sátu fyrir svörum á sitthvorum blaðamannafundinum á Hampden Park í dag. Skoska liðið hafði fyrr um daginn æft á heimavelli hins sögufræga liðs Queen's Park, en sá völlur er við hlið þjóðarleikvangsins. Robertson var varla spurður út í annað en McTominay á fundinum og Clarke sömuleiðis spurður spjörunum úr. Það sama má segja um Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfara Íslands. Arnar var spurður af skoskum blaðamönnum um McTominay og sagði hann vera skell fyrir sig sem stuðningsmann Manchester United að horfa á eftir Skotanum til Ítalíu. McTominay með ítalska deildarbikarinn. Hann var valinn bestur í deildinni á fyrsta tímabili hans með liðinu.Elianton/Mondadori Portfolio via Getty Images McTominay flutti sig um set frá uppeldisfélaginu United til Napoli síðasta sumar. Hann hafði verið hálfgerð varaskeifa í Manchester-borg en óhætt er að segja að hann hafi fundið fjölina á Suður-Ítalíu. McTominay skoraði tólf mörk fyrir Napoli sem varð Ítalíumeistari á dögunum, var valinn bestu leikmaður tímabilsins og er gífurlega vinsæll í borginni fyrir vikið. Klippa: Andy Robertson um leikinn við Ísland Myndir af honum með vindil í kjaftinum í fagnaðarlátum í Napoli hafa vakið lukku, sem og myndir með nýkjörnum páfa sem bauð Ítalíumeisturunum til Vatíkansins. Robertson: Hann reif Serie A í sig Líkt og skoska pressan spurði Stöð 2 Sport Robertson út í framgang McTominay í viðtali á Hampden Park í dag. Robertson hafði hitað vel upp eftir að allar spurningar skosku blaðamannana á fundinum skömmu fyrir og stóð ekki á svörum. „Hann var ótrúlegur. Hann augljóslega reif Serie A í sig. Frammistaða hans var á hæsta stigi og hann á hrós skilið fyrir. Að vinna deildina er augljóslega mikilvægast en að hann sé valinn besti leikmaður deildarinnar hlýtur að vera sérstakt fyrir hann, sérlega í svona stórri deild,“ segir Robertson í samtali við Stöð 2 Sport. Robertson var hress á æfingu dagsins.Andrew Milligan/PA Images via Getty Images „Allt kredit á hann. Hann hefur verið frábær, verið geggjaður fyrir Skotland, fyrir Napoli og megi þetta halda áfram,“ bætir hann við um McTominay. Búast má við McTominay í toppstandi þegar Ísland mætir skoska liðinu á Hampden Park á morgun. Leikur Skotlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20. Landslið karla í fótbolta Skotland Skoski boltinn Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Glasgow Andrew Robertson er fyrirliði skoska liðsins en hann og Steve Clarke, landsliðsþjálfari, sátu fyrir svörum á sitthvorum blaðamannafundinum á Hampden Park í dag. Skoska liðið hafði fyrr um daginn æft á heimavelli hins sögufræga liðs Queen's Park, en sá völlur er við hlið þjóðarleikvangsins. Robertson var varla spurður út í annað en McTominay á fundinum og Clarke sömuleiðis spurður spjörunum úr. Það sama má segja um Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfara Íslands. Arnar var spurður af skoskum blaðamönnum um McTominay og sagði hann vera skell fyrir sig sem stuðningsmann Manchester United að horfa á eftir Skotanum til Ítalíu. McTominay með ítalska deildarbikarinn. Hann var valinn bestur í deildinni á fyrsta tímabili hans með liðinu.Elianton/Mondadori Portfolio via Getty Images McTominay flutti sig um set frá uppeldisfélaginu United til Napoli síðasta sumar. Hann hafði verið hálfgerð varaskeifa í Manchester-borg en óhætt er að segja að hann hafi fundið fjölina á Suður-Ítalíu. McTominay skoraði tólf mörk fyrir Napoli sem varð Ítalíumeistari á dögunum, var valinn bestu leikmaður tímabilsins og er gífurlega vinsæll í borginni fyrir vikið. Klippa: Andy Robertson um leikinn við Ísland Myndir af honum með vindil í kjaftinum í fagnaðarlátum í Napoli hafa vakið lukku, sem og myndir með nýkjörnum páfa sem bauð Ítalíumeisturunum til Vatíkansins. Robertson: Hann reif Serie A í sig Líkt og skoska pressan spurði Stöð 2 Sport Robertson út í framgang McTominay í viðtali á Hampden Park í dag. Robertson hafði hitað vel upp eftir að allar spurningar skosku blaðamannana á fundinum skömmu fyrir og stóð ekki á svörum. „Hann var ótrúlegur. Hann augljóslega reif Serie A í sig. Frammistaða hans var á hæsta stigi og hann á hrós skilið fyrir. Að vinna deildina er augljóslega mikilvægast en að hann sé valinn besti leikmaður deildarinnar hlýtur að vera sérstakt fyrir hann, sérlega í svona stórri deild,“ segir Robertson í samtali við Stöð 2 Sport. Robertson var hress á æfingu dagsins.Andrew Milligan/PA Images via Getty Images „Allt kredit á hann. Hann hefur verið frábær, verið geggjaður fyrir Skotland, fyrir Napoli og megi þetta halda áfram,“ bætir hann við um McTominay. Búast má við McTominay í toppstandi þegar Ísland mætir skoska liðinu á Hampden Park á morgun. Leikur Skotlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20.
Landslið karla í fótbolta Skotland Skoski boltinn Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira