„Þegar fjármagnið klárast, þá klárast líka aðgengið“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. júní 2025 20:14 Kolbrún Völkudóttir Aðsend Móðir missti af sögulegri stund í lífi barns hennar er það útskrifaðist úr leikskóla þar sem engin túlkaþjónusta stóð henni til boða. Endurgjaldslaus túlkur stóð henni ekki til boða, líkt og venjulega, þar sem fjármagn Samskiptastöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) fyrir slíku er búið. Kolbrún Völkudóttir sótti útskrift sonar síns úr leikskóla í dag og greinir frá upplifun sinni með færslu á Facebook-síðunni sinni. „Sonur minn útskrifaðist úr leikskóla í dag – stór dagur. Ég var þar, en túlkur var það ekki,“ skrifar Kolbrún. „Af hverju? Vegna þess að ekki var til fjárveiting fyrir túlkaþjónustu. Þannig virkar kerfið sem ég á að treysta á. Þegar fjármagnið klárast, þá klárast líka aðgengið.“ Í tilkynningu frá SHH þann 2. júní segir að fjármögnun endurgjaldslausrar túlkaþjónustu í daglegu lífi á öðrum ársfjórðungi sé uppurið. „Myndasímatúlkun SHH verður því lokuð frá og með 4. júní til og með 30. júní. Ekki verður hægt að verða við beiðnum um endurgjaldslausa túlkun í daglegu lífi sem fara á fram á sama tímabili og hefur ekki þegar verið pöntuð,“ stendur í tilkynningunni. Að sögn Kolbrúnar fara 34 milljónir á ári hverju í sjóðinn og svo er fjármagninu skipt í fernt eftir ársfjórðungum. Fjármagn annars fjórðungs er, eins og kom fram, búið og því lítil sem engin þjónusta fyrir daglegt líf heyrnarskertra í boði. Það á hins vegar ekki við um túlkunarþjónustu í til dæmis heilbrigðisþjónustu. „Núna þegar ég vil panta túlk tengt mínu lífi eins og með útskrift sonar míns þá er fjármagnið uppurið fyrir annan ársfjórðung sem þýðir að ég get ekki notið jafnréttis á við aðra foreldra,“ skrifar Kolbrún í samtali við fréttastofu. Snúist um almenn réttindi fólks Kolbrún bendir á að þarna hafi verið um að ræða einstakan viðburð í lífi sonar hennar sem verði aldrei endurtekin. Málið snúist hins vegar ekki um vorkunn heldur almenn réttindi fólks. „En samt fékk ég ekki að upplifa hana á jafnréttisgrundvelli,“ skrifar hún. „Um að Döff foreldrar eigi jafnan rétt og aðrir til að vera þátttakendur í lífi barna sinna. Þetta er ekki „þægindamál“ – þetta er aðgengismál,“ skrifar Kolbrún. Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Kolbrún Völkudóttir sótti útskrift sonar síns úr leikskóla í dag og greinir frá upplifun sinni með færslu á Facebook-síðunni sinni. „Sonur minn útskrifaðist úr leikskóla í dag – stór dagur. Ég var þar, en túlkur var það ekki,“ skrifar Kolbrún. „Af hverju? Vegna þess að ekki var til fjárveiting fyrir túlkaþjónustu. Þannig virkar kerfið sem ég á að treysta á. Þegar fjármagnið klárast, þá klárast líka aðgengið.“ Í tilkynningu frá SHH þann 2. júní segir að fjármögnun endurgjaldslausrar túlkaþjónustu í daglegu lífi á öðrum ársfjórðungi sé uppurið. „Myndasímatúlkun SHH verður því lokuð frá og með 4. júní til og með 30. júní. Ekki verður hægt að verða við beiðnum um endurgjaldslausa túlkun í daglegu lífi sem fara á fram á sama tímabili og hefur ekki þegar verið pöntuð,“ stendur í tilkynningunni. Að sögn Kolbrúnar fara 34 milljónir á ári hverju í sjóðinn og svo er fjármagninu skipt í fernt eftir ársfjórðungum. Fjármagn annars fjórðungs er, eins og kom fram, búið og því lítil sem engin þjónusta fyrir daglegt líf heyrnarskertra í boði. Það á hins vegar ekki við um túlkunarþjónustu í til dæmis heilbrigðisþjónustu. „Núna þegar ég vil panta túlk tengt mínu lífi eins og með útskrift sonar míns þá er fjármagnið uppurið fyrir annan ársfjórðung sem þýðir að ég get ekki notið jafnréttis á við aðra foreldra,“ skrifar Kolbrún í samtali við fréttastofu. Snúist um almenn réttindi fólks Kolbrún bendir á að þarna hafi verið um að ræða einstakan viðburð í lífi sonar hennar sem verði aldrei endurtekin. Málið snúist hins vegar ekki um vorkunn heldur almenn réttindi fólks. „En samt fékk ég ekki að upplifa hana á jafnréttisgrundvelli,“ skrifar hún. „Um að Döff foreldrar eigi jafnan rétt og aðrir til að vera þátttakendur í lífi barna sinna. Þetta er ekki „þægindamál“ – þetta er aðgengismál,“ skrifar Kolbrún.
Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira