Grófu látin og særð börn upp úr rústum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. júní 2025 19:33 Fyrir utan hina látnu er áætlað að um tvær milljónir Palestínumanna á Gasa séu á flótta eða á vergangi, meðal annars þetta fólk sem í dag var myndað í Rafah. AP Photo/Jehad Alshrafi Minnst 95 eru sagðir látnir í árásum Ísraelshers á Gasa síðasta sólarhringinn. Aðstandendur ísraelskra gísla í haldi Hamas kalla eftir að ísraelsk stjórnvöld hætti hernaðaraðgerðum. Viðbragðsaðilar, aðstandendur og nágrannar leituðu í örvæntingu að börnum og öðrum ástvinum undir braki sundur sprengdra bygginga í dag, eftir enn eina árás Ísraelshers í Gasaborg í dag. Minnst sex, þar á meðal börn, eru sögð hafa látist í árásinni. Einu barni var bjargað á lífi en myndir frá vettvangi sýna föður hlaupa með barnið í hendur viðbragðsaðila. Lík tveggja barna til viðbótar voru dregin upp úr rústunum. Þá fór meðal annars einnig fram jarðarför móður og fimm barna hennar annars staðar í Gasa-borg í dag. Fram kemur í umfjöllun AP-fréttaveitunnar í dag að sólarhringinn hafa hátt í hundrað verið drepnir í árásum Ísraela á Gasa, að sögn heilbrigðisyfirvalda á svæðinu sem stjórnað er af Hamas. Ísraelar segjast með árásum sínum vera að bregðast við villimannslegum árásum Hamas-liða. Þá greindi Ísraelsher frá því að tekist hafi að endurheimta lík tveggja taílenskra gísla, sem teknir voru til fanga í hryðjuverkaárás Hamas gegn Ísrael í október 2023. Aðstandendur gísla ósáttir við Netanjahú Talið er að 56 gíslar séu enn í haldi Hamas, og þar af aðeins helmingur á lífi. Aðstandendur gíslanna hafa sumir kallað eftir því að Ísraelsk stjórnvöld hætti hernaðaraðgerðum sínum. Einn þeirra er Zahiro Shahar Mor, en frændi hans Avraham Munder lést í haldi Hamas. „Það er öllum kunnugt að Hamas hefur verið sigrað hernaðarlega. Hvað á eftir að gera á Gasa sem ekki hefur verið gert? Við gætum fengið gíslana heim ef Netanjahú samþykkti einfaldlega að binda enda á stríðið. Því krefjumst við þess að Netanjahú leggi fram tillögu Ísraels um að ljúka stríðinu,“ sagði Zahiro Shahar Mor sem tók þátt í mótmælum aðstandenda ísraelskra gísla í dag. Áætlað er að Ísraelar hafi drepið um 54 þúsund Palestínumenn í hernaðaraðgerðum síðan í október 2023, en þar undir eru bæði hryðjuverkamenn Hamas og almennir borgarar. Dreifing matar og hjálpargangna hefur jafnframt verið í uppnámi að undanförnu, meðal annars þar sem Ísraelsher hefur heft aðgengi hjálparsamtaka inn á svæðið, auk þess sem dæmi eru um að Ísraelskir hermenn hafi skotið að fólki á dreifingarmiðstöð hjálpargagna. Fleiri hundruð biðu í röð eftir mat í súpueldhúsi á Gasa í dag, en nú stendur yfir Eid-hátíðin, ein sú mikilvægasta sem múslimar halda hátíðlega ár hvert. Íslenskir mótmælendur létu í sér heyra með þögn Félagið Ísland Palestína boðaði til þögullar mótmælagöngu í dag í þeim tilgangi að vekja athygli á því hörmulega ástandi sem nú ríkir á Gasa. Fólk safnaðist saman við Hallgrímskirkju, þaðan sem gengið var niður á Lækjartorg. Nokkrir þátttakenda gengu með hvíta böggla, sem eiga að tákna þann fjölda barna sem hafa verið drepin á Gasa. Hópurinn kallar eftir því að stjórnvöld á Íslandi grípi til aðgerða. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Viðbragðsaðilar, aðstandendur og nágrannar leituðu í örvæntingu að börnum og öðrum ástvinum undir braki sundur sprengdra bygginga í dag, eftir enn eina árás Ísraelshers í Gasaborg í dag. Minnst sex, þar á meðal börn, eru sögð hafa látist í árásinni. Einu barni var bjargað á lífi en myndir frá vettvangi sýna föður hlaupa með barnið í hendur viðbragðsaðila. Lík tveggja barna til viðbótar voru dregin upp úr rústunum. Þá fór meðal annars einnig fram jarðarför móður og fimm barna hennar annars staðar í Gasa-borg í dag. Fram kemur í umfjöllun AP-fréttaveitunnar í dag að sólarhringinn hafa hátt í hundrað verið drepnir í árásum Ísraela á Gasa, að sögn heilbrigðisyfirvalda á svæðinu sem stjórnað er af Hamas. Ísraelar segjast með árásum sínum vera að bregðast við villimannslegum árásum Hamas-liða. Þá greindi Ísraelsher frá því að tekist hafi að endurheimta lík tveggja taílenskra gísla, sem teknir voru til fanga í hryðjuverkaárás Hamas gegn Ísrael í október 2023. Aðstandendur gísla ósáttir við Netanjahú Talið er að 56 gíslar séu enn í haldi Hamas, og þar af aðeins helmingur á lífi. Aðstandendur gíslanna hafa sumir kallað eftir því að Ísraelsk stjórnvöld hætti hernaðaraðgerðum sínum. Einn þeirra er Zahiro Shahar Mor, en frændi hans Avraham Munder lést í haldi Hamas. „Það er öllum kunnugt að Hamas hefur verið sigrað hernaðarlega. Hvað á eftir að gera á Gasa sem ekki hefur verið gert? Við gætum fengið gíslana heim ef Netanjahú samþykkti einfaldlega að binda enda á stríðið. Því krefjumst við þess að Netanjahú leggi fram tillögu Ísraels um að ljúka stríðinu,“ sagði Zahiro Shahar Mor sem tók þátt í mótmælum aðstandenda ísraelskra gísla í dag. Áætlað er að Ísraelar hafi drepið um 54 þúsund Palestínumenn í hernaðaraðgerðum síðan í október 2023, en þar undir eru bæði hryðjuverkamenn Hamas og almennir borgarar. Dreifing matar og hjálpargangna hefur jafnframt verið í uppnámi að undanförnu, meðal annars þar sem Ísraelsher hefur heft aðgengi hjálparsamtaka inn á svæðið, auk þess sem dæmi eru um að Ísraelskir hermenn hafi skotið að fólki á dreifingarmiðstöð hjálpargagna. Fleiri hundruð biðu í röð eftir mat í súpueldhúsi á Gasa í dag, en nú stendur yfir Eid-hátíðin, ein sú mikilvægasta sem múslimar halda hátíðlega ár hvert. Íslenskir mótmælendur létu í sér heyra með þögn Félagið Ísland Palestína boðaði til þögullar mótmælagöngu í dag í þeim tilgangi að vekja athygli á því hörmulega ástandi sem nú ríkir á Gasa. Fólk safnaðist saman við Hallgrímskirkju, þaðan sem gengið var niður á Lækjartorg. Nokkrir þátttakenda gengu með hvíta böggla, sem eiga að tákna þann fjölda barna sem hafa verið drepin á Gasa. Hópurinn kallar eftir því að stjórnvöld á Íslandi grípi til aðgerða.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira